Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1973, Blaðsíða 24

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1973, Blaðsíða 24
A frivaktinni Tímabilið rétt fyrir kosningar þykir yfirleitt hafa mj ög mikil áhrif á ytri háttsemi þeirra manna, er æskja eftir kjósenda- fylgi. Fyrir •allmörgum árum var einn slíkur atburður í aðsigi. — Einn „kandidatinn", hár og mik- ill á velli, var tíðséður á götum Reykjavíkur. Varð af því tilefni einum kj ósanda þetta að orði: Kosningar er koma senn kurteisina bæta: Nú heilsa allir heldri menn, hverjum sem þeir mæta. * Aldor Inger var þingmaður fyrir Tromsö í Norður-Noregi. Hann þótti oft harla frumlegur í orðum, og eitt sinn er hann var að halda ræðu í Stórþinginu komst hann svo að orði: „Hér stend ég eins og útblást- ursrör fyrir það sem er að brjót- ast um í kjósendum mínum; sjó- mönnunum þarna norður frá“. * — Það leiðinlegasta, sem ég hlusta á er fólk, sem tekur til við að tjá mér heilsuleysi sitt eftir að ég hef spurt með hluttekn- ingarrómi hvernig heilsan sé. * Maður nokkur, allvel við skál, kom inn í strætisvagn og settist hjá eldri konu. Sú gamla leit á hann óblíðum augum: „Þér vitið kannski ekki, maður minn, að þér eruð á hraðri leið til glötunar". Maðurinn stóð upp með erfið- ismunum og hrópaði til bílstjór- ans: „Halló, stanzaðu án tafar, ég hef tekið vitlausan vagn!“ * Hjónin í Efstabæ voru orðin öldruð og vildu bregða búi. Það var ekki svo auðvelt. Eftir heima var aðeins ein dóttir, liðlega þrí- tug. Tengdasonur sem gæti tryggt þeim rólega elli var ekki auð- fundinn. En þau áttu forláta mjólkurkú, sem kannski gæti freistað. Þeim datt því í hug að setja eftirfar- andi auglýsingu í blöðin: „Sá, sem vill giftast dóttur okkar, fær beztu mjólkurkúna f sveitinni. rv- Þetta hlýtur að vera gamalt og traust flugtélag. VÍSA UM GRÍMSEY Hún er öll til enda strengd, átján hundruð faðmar á lengd; til helftar breið, á þverveg þrengd, — þessu valda björgin sprengd. * Lengi vel var, meðal banda- rískra sjóliða, í hávegum höfð frásögnin af því, þegar flota- deild þeirra, undir stjórn Joe Fife flotaforingja, kom í kurteis- isheimsókn til flotastöðvar Breta í Hong Kong á ríkisárum Vikt- oríu drottningar. Ölvuðum sjó- liða varð á sú skyssa að skjóta einu skoti til viðbótar þeim tutt- ugu og einu skoti, sem reglan bauð. í staðinn fyrir að svara kveðj- unni, spurði brezki flotaforing- inn drembilega á merkjamáli hvort Ameríkaninn kynni ekki al- mennar kurteisisreglur herflot- ans. Hinir áttuðu sig fljótt og svör- uðu aftur á merkjamáli: „Betur en þið. — Tuttugu og eitt skot handa Viktoríu drottningu og eitt fyrir Joe Fife flotaforingja og hana nú!“ 176 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.