Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1973, Blaðsíða 27

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1973, Blaðsíða 27
(7pphaf landgrunnskenningar eftir dr. Gunnlaug Þórðarson Framh. iír síðasta blaði. Hér fer á eftir ákvörðun sú, er meðlimir Stéttaþingsins tóku þar af lútandi. V Úrdráttur úr gerðabók meðlima Stéttaþings 25. okt. 17UO. Lesin var á þinginu orðsend- ing Hr. Greys sendiherra Hans Hátignar konungs Danmerkur, viðvíkjandi lausn undirforingja og fimm sjóliða, er komu til þessa lands á skipinu de jonge Jo- hanna, og áhafna nokkurra skipa frá þessum héruðum, er teknar voru við Island og færðar til Kaupmannahafnar; var allt ít- arlega tilgreint í téðri orðsend- ingu. Eftir umræðu á þessu var fall- izt á og samþykkt að rita til deilda flotamálaráðuneytisins í Amsterdam, að téður undirfor- ingi og hinir þrír dönsku sjólið- ar, sem eru í fangelsi í Amster- dam, verði leystir og þeim gefið frelsi; að rita til deildar flota- málaráðuneytisins við Meuse, ef hinum tveim sjóliðum er enn haldið í fangelsi á yfirráðasvæði þess, eins og sagt er í téðri orð- sendingu til að það leysi þá sömuleiðis og gefi þeim frelsi. Allt það, sem greinir hér að ofan verði kunngert téðum sendi- herra og komi það sem svar við orðsendingu hans og við það verði bætt, að H.V.H. hafi tekið þessa ákvörðun og treysti fylli- lega og vænti þess fastlega, að áhafnir húkkortanna eða hinna teknu skipa verði ekki aðeins látnar lausar, eins og lofað sé í téðri orðsendingu, heldur gefi Hans Hátign Danakonungur einnig út skipun um að skila aft- ur þessum skipum, ásamt öllum kostnaði og skaðabótum, og af- stýra að slíkar tökur eigi sér stað eftirleiðis, samkvæmt ítar- legri mótmælum við konung Dan- merkur frá sendiherranum Coeymans; þess sé og æskt að Herra Greys vilji jafnframt beita greiðvikni sinni í sama tilgangi. Útdráttur úr þessari ákvörð- un verði fenginn í hendur téðum sendiherra af starfsmanninum í Byemont. Konungur Danmerkur áleit þó ekki heppilegt að skila aftur hol- lenzku kaupmönnunum skipunum sex, er höfðu verið tekin; voru þau þvert á móti seld opinber- lega ásamt farminum, til ágóða ríkissjóði, án tillits til ítrekaðra mótmæla, er sendiherra Hollands bar fram, til að afstýra þvílíkri aðför. I orðsendingu þeirri, sem Hans Hátign Danakonungur lét af- henda meðlimum Stéttaþingsins í þessu tilfelli var komizt svo að orði: „Siglingar, veiðar og verzlun við Grænland, ísland, Færeyjar, Finnmörk, Nordland og aðrar eyjar og fjarl’ægar strendur í Norðurhafinu, undir yfirráðum Konungs Danmerkur, hafa um allan aldur verið bannaðar er- lendum þjóðum, síðar var veitt undanþága um aðgang að þess- um löndum í samningum þeim er Hinir Hátignarlegu konungar Danmerkur, Noregs o. s. frv. hafa gert við önnur veldi, eins og í sérréttindum, sem þeir hafa öðru hvoru veitt erlendum þegnum. Þetta fyrirkomulag, sem gert var gagnvart téðum eyjum, höfn- um og nýlendum í banni um margar aldir, og tryggt með ofan- greindum samningum, er orðið það þekkt og opinbert af tilskip- unum þeim og veitingum, er hafa verið gefnar út vegna þessa, og öðru hvoru verið endurnýjaðar, að kunnugleiki þessa fyrirkomu- lags ætti ekki að vera dreginn í efa. Réttindi þau, er veittu Hans Hágöfgi konungi Danmerkur, Noregs o. s. frv. einokun á téðum löndum í Norðri, hafa verið við- urkennd við mörg tækifæri af öðrum veldum. Þessi réttindi hinnar dönsku Krúnu hafa alltaf verið varðveitt og viðhaldið gegn brotum og skerðingum á tilskip- unum þeim, er að þeim lúta; bæði með viðeigandi mótmælum og raunhæfum tilhliðrunum, nauðsynlegum til þess arna. Auk þess hafa afrit af öllum samningum og skýrslum, er hafa verið tilfærð, ekki verið látin fylgja með, af því gert er ráð fyrir því að mikill hluti þeirra væri í skjalasafni hollenzka lýð- veldisins, þó er lofað að láta í té afrit af gögnum er kunni að verða beðið um.“ Skömmu síðar tóku meðlimir Stéttaþingsins eftirfarandi á- kvörðun. VI Ákvörðun Stéttaþingsins 17. apr. 1741. Eftir umræðu í útdrætti á ýmsum bréfum frá sendiherra Coeymas varðandi húkkortum- ar sex frá þessum héruðum, er VÍKINGUE 179

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.