Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1973, Blaðsíða 28

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1973, Blaðsíða 28
voru teknar að fiskveiðum við ísland og dönsk freigáta færði burt, undir því yfirskini, að þær hefðu verið að veiðum í minna en fjögurra mílna fjarlægð frá þessari ey í blóra við bann kon- ungs Danmerkur, þá var fallizt á og samþykkt að rita sendi- herra Coeymans að H.V.H. hafi ekki láðst að kanna af stökustu kostgæfni og alúð bréfið frá Schulm einkaráðgjafa, er hafi verið skrifað téðum sendi- herra þann 4. febrúar sl., og gögn þau er því fylgdu til rétt- lætingar, eins og haldið er fram, á síðustu töku téðra húkkorta og sölu þeirra, og til sönnunar á rétti konungs Danmerkur og Nor- egs til einokunar á Norðurhafinu og í norðlægum Iöndum, ef verða mætti; en hvorki bréfið né gögn- in, sem því fylgdu hafi Hinum Voldugu Herrum neinn veginn þótt fullnægjandi, enda komi þau lítt eða ekki máli því við, er sé til umræðu, þar sem Hinir Vold- ugu Herrar hafi aldrei véfengt eignarrétt Hans Hátignar Dana- konungs á ríkjum og landeign- um er hún eigi í Norðursjó og norðlægum löndum, né borið brigður á, að hún hafi rétt til að gefa þegnum sínum þær til- skipanir og fyrirmæli er henni sýnist. Deila konungs við H.V.H. sé um það, hvort Hans Hátign hafi rétt til að aftra þegnum H.V.H frá frjálsri veiði við Is- land og takmarka þessar veiðar að geðþótta án samkomulags við H. V. H. Með því að krafan eða málið sé þannig fram borið, þá skilji H.V.H. ekki hvaða gagn sé í þessum fjölmörgu tilvísun- um er fram hafi komið, bæði hvað snerti Grænland, Færeyjar, Finnmörk, Nordland og aðrar strandlengjur, sem og ýmsa samninga, er hafi verið gerðir við konunga Englands frá 1443 og aðra gerða síðar, og það því fremur sem þetta sé gert án skip- unar og svo til án gildistöku að því er snertir H.V.H. og veiðar við ísland. Slík málsmeðferð sé frekar til þess fallin að rugla málsatvik en skýra þau. Til að 180 ráða bót á þeim, álíti H.V.H. að nauðsynlegt sé að setja skýrt fram það, sem raunverulega ber á milli, en það sé fólgið í því, hvort kon- ungur Danmerkur hefur rétt til að aftra þegnum H.V.H. frá því að halda áfram fiskveiðum við Island, eða takmarka þessar veið- ar að geðþótta í skjóli valds síns. Hinir Voldugu Herrar haldi því fram að svo sé ekki og byggja neitun sína á eftirfarandi regl- um, sem sé 1) að hafið sé frjálst og sérhver geti stundað veiðar á því að vild sinni, svo fremi sem hann geri það ekki á ótilhlýðilegan hátt. 2) að H.V.H. hafi, auk almenns réttar er vikið sé að hér að ofan, krafizt og öðlazt þenn- an sama rétt til handa þegn- um sínum með ýmsum samn- ingum. 3) að þeir ráði yfir honum og hafi haldið því áfram þegar fyrir stofnun lýðveldisins og svo, að konungur Danmerkur hafi öðru hvoru reynt að brydda upp á nýjungum við H.V.H., er hafi alltaf verið því mótfallnir, og málin sitji áfram við það, sem þau voru, það hljóti að vera ný rök H.V.H. í hag. Hvað viðkomi fyrstu reglunni, er lúti að frjálsum veiðum á rúm- sjó, þá hafi H.V.H. sér í vil bæði rétt náttúrunnar og skráðan rétt, og geti því vart ætlað nokkrum að vilja draga hann í efa, hvað lúti að tilhlýðilegri eða ótilhlýði- legri fiskveiðiaðferð; þeir viti alls ekki til að fiskimenn þeirra hafi verið sakaðir um ótilhlýði- legar veiðar, nema því aðeins að einhver hafi viljað líta á það sem ótilhlýðilega veiðiaðferð, að þeir hefðu ekki haldið sig í fjög- urra mílna þýzkra fjarlægð frá ströndinni og að þeir hefðu þann- ig brotið skipanir konungs. Því skyldi svarað til að konungur geti vel lagt slíkar skipanir og bönn á sína þegna; en (með þeirri virðingu sem honum ber) ekki á þegna annarra konung- borinna manna eða ríkja. Enn- fremur ákvarði hvorki almenn lög né skráð lög í hvaða fjarlægð hver og einn eigi að halda sig frá ströndum hvors annars; ann- ar aðilinn vilji að þessi fjarlægð sé skemmri, hinn að hún sé lengri, en enginn láti hana ná út í fjór- ar mílur, þar af leiðandi felist allt sem hægt sé að halda fram að þessu leyti, í nauðsyn þess að konungur og H. V. H. komi sér saman um téða fjarlægð; séu H.V.H. reiðubúnir að taka því. Hvað viðkomi öðru atriðinu, sem sé hvað fallizt sé á í samn- ingunum, muni H.V.H. ekki leita þess svo langt sem gert hafi ver- ið af hálfu Danmerkur og fara allt aftur til 1443 og enn lengra aftur; muni þeir aðeins taka til samninga þeirra er hafi verið gerðir við greifa sem fulltrúa Niðurlanda, og við lýðveldið jafn- vel eftir 1572. Þannig sé samn- ingur Spire frá 23. maí 1544, sem svo kveði á í fyrstu grein að þegnar beggja geti verzlað hvor- ir við aðra sjóleiðis eða landleið- is í konungsdæmunum, fursta- dæmunum og lénsdæmunum, á landi og í höfnum, sem og í hverri einustu á, án undantekningar nokkurra landa eða staða, í fullu frelsi og öryggi, ferðast, siglt og komið þangað og verið um kyrrt eins lengi og þeim sýnist, keypt þar og selt mótmælalaust, korn- vörur, vörur og allt annað er þeir hafi þörf fyrir; sérhver geti eins oft og honum þykir henta flutt á skipum, sem hann á eða hefur leigt eða fengið að láni, og ekið á vögnum eða kerrum þegar hann hvort heldur kemur eða fer, hvers kyns varning, fatnað og farang- ur af öllu tæi, undantekningar- laust í téðum konungsdæmum, furstadæmunum, löndum og borg- um, höfnum og ám, rétt eins og þeim væri skylt að gera í eigin löndum á yfirráðasvæði þeirra. Þegnar þessara staða og landa gætu gert það sjálfir, svo að þeir hafi enga þörf fyrir neitt griða- bréf né almennt eða sérstakt leyfi og munu þeir ekki þurfa að biðja um neitt griða- eða vegabréf á VlKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.