Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1973, Blaðsíða 29

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1973, Blaðsíða 29
neinum téðra staða, heldur geti allir með því að greiða venjuleg- an toll farið erinda sinna alveg hindrunarlaust (þó á þann hátt að sérhver hagi sér eins og vera ber), keypt og selt varning sinn frjálst og óhindrað. í öðru lagi, samkomulagið er gert var 1596 við Kristján III og hann samþykkir og staðfest- ir með öll bandalög og sáttmála, leyfi, réttindi og ívilnanir, sem konungurinn faðir hans hafði samþykkt og staðfest. í þriðja lagi öll bandalög og sáttmálar gerðir eftir 1596; af þeim sé vitn- að til tuttugu og fjögurra, frá 1621 allt til ársins 1674 (í sögu friðarsamninga Vol. 1. h. kafla). Við þetta skal og bæta, í fjórða lagi, síðari samkomulagsgerðum eins og byrjunarsanmingnum í Berlín 6. júlí 1688 og lokasamn- ingnum um tollinn 28. ágúst 1701. Það sé eftirtektarvert við alla téða samninga, að engar hafnir í Noregi eða annars staðar hafi verið undanskildar, heldur hafi þær al'lar verið skilyrðislaust látnar frjálsar og opnar, enda sé í flestum þessum samningum ýmist minnzt berlega á téðan Spire-samning, svo sem í samn- ingnum frá 13. ágúst 1645, gr. XII, í samningnum frá 12. febr- úar 1647, gr. XXII, í byrjunar- samningnum í Berlín frá 6. júlí 1688, loks í tollsamningnum frá 10. ágúst 1701 (Aitzema 3. bindi 25. B, 13, 3. bindi 27 B, 177), eða í þeim eru yfirleitt staðfestar allar skuldbindingar, ívilnanir og réttindi áður veitt, eins og virð- ist, í samningnum frá 9. ágúst 1621, gr. V, í samningnum frá 8. febrúar 1653, í samningnum frá 17. júní 1657, gr. I og III, og í samningnum frá 22. september 1665, gr. II; og það sé athyglis- vert að allt hafi verið gert án þess nokkru sinni væri talað um, hvað þá samþykkt, að þegnar lýðveldisins geti ekki komið til að verzla eða veiða á nokkrum stöðum, konungdæmum, höfnum, vötnum og höfum. Hvað líði þriðju aðal'röksemd- VÍKINGUR inni, er lúti að yfirráðasvæði því, er þegnar lýðveldisins séu á og hafi haft afnot af bæði fyrir og eftir stofnun þess, þá álíti H.V.H. til einskis að fjölyrða það, og það því fremur sem þessu yfirráða- svæði verði ekki hafnað; það hafi öðru hvoru gefið tilefni til nokk- urra umkvartana, en með svo litl- um árangri, að H.V.H. hafi allt- af, þegar þessar umkvartanir hafi komið fram, verið í andstöðu við þær án þess að konungar Danmerkur hafi fylgt þeim frek- ar eftir, því sitji málin við það sem þau voru. H.V.H. biðji Hans Hátign að láta svo lítið að taka til greina allt það, sem haldið sé fram hér á undan, og þeir séu þeirrar trú- ar, að Hún muni sjá, er Hún hafi gert svo, að Hún hafi ekki fengið réttar upplýsingar, og þá verði Hún ekki í neinum erfið- leikum með að láta þegnum lýð- veldisins eftir veiðar og rétt sinn, eins og þeir hafi beitt hon- um allt til þessa dags. H.V.H. hafi ekki látið hjá líða að kanna af sömu athygli þær staðreyndir og staðhæfingar, sem settar séu fram í bréfi Schulms einkaráðgjafa pro informatione frá 14. febrúar síðastliðnum, en sér hafi þótt þær með öllu ófull- nægjandi. Þeir hljóti að taka eft- ir, að við þetta tækifæri hafi þeim orðið á sama skyssan og blandað öllum málum í einn graut, hvort sem þau komi þessu efni við eða ekki; því ætli Þeir nú ekki að steyta á sama skeri og muni stytta málið og draga það saman í nokkur atriði, sem sé: 1. Tilskipanir eða bönn, hvort fyrir sig, sem sagt er að kon- ungar Danmerkur og Noregs hafi látið gera í sinni tíð gegn verzlun og veiðum við ísland, frá og með Eiríki Magnús- syni 1294 allt til Kristjáns IV, og eftir hann til 1732. 2. Samningurinn, er gerður var 1621 milli konungs og Hinna Voldugu Herra og reynt er að sanna með, að Þeir hefðu viðurkennt þennan rétt. 3. Skrifleg yfirlýsing H.V.H til herra Daa, sendiherra Hans Hátignar, 4. apríl 1631, sem sömuleiðis á að sýna fram á að Þeir hefðu fallið frá þessum rétti. 4. Bréf konungs til H.V.H. frá 16. febrúar 1635, þar sem beðið er um, að þeir geri svo vel og skipi þegnum sínum að halda sig frá siglingum og veiðum við Island. 5. Tilskipun Kristjáns konungs IV frá 16. apríl 1636, þar sem hvalveiði við Island sé bönnuð ensku þjóðinni allt út í fjögra mílna fjarlægð og öðrum þjóð- um allt út í sex mílna fjar- lægð frá landi. 6. Orðsending, er Pierre Roocks, sendiherra í Danmörku af- henti H.V.H. 1. september 1638, og hafði að geyma um- kvartanir danska félagsins á íslandi út af veiðum íbúa lýðveldisins við Island. 7. Orðsending sendiherra Char- esius út af áðurgreindu efni frá 8. júlí 1669. 8. Loks eitt dæmi frá árinu 1698, þegar hollenzkt skip var tekið undan ströndum Fær- eyja og gert upptækt með dómsúrskurði. Hvað snerti fyrstu mótbár- una, sem byggð sé á bönnum þeim, er konungar Danmerkur settum fyrrum hver um sig, þá sé H.V.H. skylt að svara því til: 1) að þessi bönn geti hvorki skuldbundið Þá né þegna sína, að minnsta kosti hvað viðkomi hafinu og veiðunum, svo lengi sem ekki liafi verið samið um þetta við H.V.H., 2) að öll þessi bönn geti ekki gilt gagnvart fyrri samningum við Þá og áunnum rétti þeirra til að mega sigla og verzla í öllum höfnum og ám í Danmörku og Noregi án nokk- urrar undantekningar eða tak- mörkunar á einhverjum stöðum; þannig geti sérhver sú takmörk- um, er síðar hafi skotið upp, og nú nýverið með tilskipunum frá 1682, sem og hver veiting og hver tilslökun veitt síðar einstakling- um, ekki haft verkun né gildi gagnvart rétti H.V.H., er þeir 181

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.