Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1973, Blaðsíða 34

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1973, Blaðsíða 34
reglulegum sjómannaskóla. Ein- ar talar um kennslustörf þeirra skipstjóra er lært höfðu erlendis og fleiri, en hins getur hann ekki, að þegar ritgerðin er samin hafi bóndi nokkur kennt sjómanna- efnum nauðsynleg fræði, og jafn- vel haft skóla á heimili sínu, en bóndi þessi var sjálfur Einar Ás- mundsson í Nesi. Því miður eru ekki miklar skjalfestar heimildir um kennslu Einars, sem telja verður eitt hið merkasta fyrirbæri í sögu ís- lenzkrar alþýðumenningar. — Bóndi við Eyjafjörð tekur sér fyrir hendur að kenna fræði, sem algera sérþekkingu þarf til. Hann hefur engar kennslubækur með höndum, sem nemendurnir geti notast við, vegna þess að þá skortir málakunnáttu. Verður kennarinn því að lesa sér til ein- göngu af bókum, og snara síðan fróðleiknum á íslenzka tungu, svo að nemendurnir hafi hans not. Munu fiestir skilja, að slíkt var ekki á færi neinna aukvisa, og sízt á þann veg að kennsluna mætti telja til fyrirmyndar. Líklegt er talið að Einar hafi byrjað kennslu sína um 1860 og hún hafi staðið næsta áratug. Tók hann pilta á heimili sitt vetrar- langt og kenndi þeim hinar nauð- synlegustu greinar sjómanna- fræðinnar. Aflaði hann sér all- mikils bókakosts og sjókorta til notkunar við kennsluna. Einnig mun Einar hafa haft sextant undir höndum og kunnað með hann að fara. Kunnugir telja að Einar hafi lagt mikla rækt við kennslu sína, enda stóðu nemend- ur hans fyllilega öðrum skip- stjórum á sporði. — í snyrti- mennsku og reglusemi var Einar mikil fyrirmynd. Eitt af því, sem Einar kenndi nemendum sínum var að halda skipsdagbækur. I því sambandi samdi hann all ýtarlegt dagbók- arform. Fylgdu með nákvæmar reglur um færzlu dagbókanna og lýsa þær vel vísindamannshæfi- leikum Einars. Munu enn til dag- bækur frá þessum tíma og þykja ekki ófróðleg plögg, þó margar muni hafa farizt í brununum hjá Einari, en Einar fékk ábyrgðar- félagið til að samþykkja að sér yrðu sendar allar dagbækur af vátryggðum skipum til eftirlits. Fékk hann einnig úr þeim marg- háttaðan fróðleik. f dagbókar- formi Einars er ekki einungis ætlast til að skýrt sé frá siglingu skipsins, aflabrögðum og veðri, heldur ætlast hann til að menn geri vissar athuganir, svo sem að mæla dýpi, mæla hita sjávarins, athuga straumhraða og stefnu og fleiri fræðileg atriði. Þetta mun sumum hafa þótt óþarfa dútl og sinntu ekki, en aðrir gerðu þetta samvizkusamlega og fékk í gegnum þessar dagbækur marg- víslegur fróðleikur, eins og fyrr segir. Hve margir nutu tilsagnar Einars bónda í Nesi í sjómanna- fræði er ekki vitað nú, en nöfn nokkurra eru þó kunn, t. d. Tryggvi Jónsson á Látrum, Valv- es Finnbogason, faðir Valdimars Snævars skólastjóra, Þorlákur Hallgrímsson frá Hámundarstöð- um á Arskógsströnd, Baldvin Jónsson, síðar bóndi á Svalbarði, Oddur Ólafsson frá Grenivík, móðurbróðir Odds Sigurðssonar útgerðarmanns í Hrísey og Hall- grímur Stefánsson, er var vinnu- maður hjá séra Birni Halldórs- syni í Laufási, stýrði hann jagt- inni Fáfni, einu fyrsta skipinu, er keypt var til Eyjafjarðar frá útlöndum. Eigendur þess voru Tryggvi Gunnarsson, Einar í Nesi, séra Björn Halldórsson og séra Gunnar Ólafsson í Höfða. Ég gat áðan um þá ætlan „Hins eyfirzka ábyrgðarfélags" að leggja fé til sjómannafræðslu, mun það eflaust eiga rætur að rekja til þeirra ákvæða í reglum félagsins að a. m. k. einn maður skuli vera á hverju skipi, er tryggt er hjá því, sem skil kann á siglingafræði. Hið eyfirzka ábyrgðarfélag var stofnað árið 1868, í vertíðar- byrjun, eftir margra ára umræð- ur og blaðaskrif, og var það danskur maður, B. A. Steincke, er loksins hrynti hugmyndinni í framkvæmd. 1 Norðanfara er birt svohljóð- andi auglýsing í október 1870: „Á fundi hins Eyfirzka ábyrgð- arfélags, er haldinn var 21. dag þ. m. var samþykkt að leggja 100 rd. næstkomandi ár af sjóði fé- lagsins til kennslu í siglinga- fræði og sjómannastörfum. Svo er til ætlast, að kennslan fari fram í janúar, febrúar og marz- mánuðunum hjá skipstjóra Jóni Loftssyni í Haganesi. Þeir sem vilja njóta kennslunnar verða að sækja um það til stjórnar félags- ins fyrir lok næstkomandi nóv- embermánaðar' ‘. Þannig var sjómannaskóli á vegum eyfirzkrar stofnunar hald- inn vestur í Fljótum í Skaga- firði, en það kom til af búsetu þess manns er bezt þótti til þess- arar kennslu fallinn. Jón Loftsson var fæddur í Syðstabæ í Hrísey 25. des. 1838. Hann mun hafa verið á 18da ári, er hann fór til náms í sjómanna- fræðum til Torfa Halldórssonar á ísafirði. Ekki lét Jón sér það nám nægja heldur hélt hann utan til Kaupmannahafnar og dvaldi þar veturinn 1856—1857 og lauk prófi um vorið í siglingafræði. Strax eftir heimkomuna byrjar hann að segja mönnum til í sjó- mannafræðum. Fyrstu árin eftir heimkomuna býr Jón í Grenivík, en flyzt til Keflavíkur í sama hreppi 1861, er þar í 7 ár en flyzt þá að Efra- Haganesi í Fljótum og er þar til vorsins 1875, að hann flyzt aftur í Höfðahverfi eða að Hvammi og býr þar síðan. Tvo vetur hélt Jón skóla í Haganesi fyrir Ábyrgðarfélagið og útskrifaði alls 17 nemendur. Munu miklu færri hafa komizt að en vildu, og var það vegna plássleysis á heim- ili Jóns, þar sem kennslan fór fram. Segir svo í Norðanfara um ár- angur kennslunnar í fyrra skipt- ið: „Nú í vetur hefur skóli þessi verið í Efra-Haganesi í Fljótum og kennarinn verið hinn alkunni dánu- og sómamaður skipstjóri VlKINGUE 186

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.