Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1973, Blaðsíða 37

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1973, Blaðsíða 37
drykkju. Þeim var síðan fleygt í einn haug á þilfarið og landfest- ar leystar og dráttarbátur feng- inn til að draga skipin gegnum flóðhliðin. Meðal annarra reis úr rotinu nýafskráður háseti. Hafn- arlögreglan hélt að hann hefði strokið af skipinu, og fleygði fyrst sjópoka hans um borð, en síðan manninum á eftir. Hann mótmælti eðlilega við skipstjór- ann, en varð nauðugur viljugur að fylgja skipinu. Næsta dag voru allir komnir til meðvitund- ar. Mönnum var þá stillt upp í eina röð á þilfari og þeir skráðir. Flestir höfðu ekki hugmynd um hvernig þeir höfðu hafnað um borð. Við skráninguna voru átj- án menn valdir úr hópnum, en þeir sem eftir voru, sendir í land aftur með dráttarbátnum. Þetta var almennur siður í þá daga, og eins og kunnugt er, kallað að Sjanghaja sjómenn um borð í skipin. f öllum meiri háttar hafn- arborgum voru menn, sem höfðu atvinnu af þessu — og beittu þeir VlKINGUR þá gjarna áfengi, sem hefði get- að fengið naut til að leggjast upp í loft á bás sínum, bara við þef- inn einan saman. Þeir tóku svo vissa þóknun fyrir hvern haus, eða réttara sagt hverja tíu fing- ur. Og fullvissuðu gjarna skip- stjórana um, að dyngjan á þilfari þeirra væri öll samansett af þaul- vönum Kap Hornurum, en svo kölluðust seglskipamenn, sem siglt höfðu fyrir þennan veðra- sama syðsta odda Suður-Afríku. Eiginlega þóttu seglskipamenn ekki fullgildir fyrr en þeir höfðu siglt fyrir Kap Horn og því fleiri ferðir, þeim mun meiri virðingu hlaut sá, er hafði farið þær. Og upp í móti sígnauðandi storm- unum svífa hvítir óþreytandi albatrosar, sem að fornri sögn eru sálir drukknaðra seglskipa- manna við Horn. Við heistum segl og framund- an var hin langa sjóferð til Suð- ur-Ameríku. Ég var þá nýlega orðinn fimmtán ára, eini Norður- landabúinn innan um ellefu þjóð- erni. í sjötíu og tvo daga sáum við aðeins himin og haf og mjög sjaldan annað skip út við sjón- deildarhring. Við hrépptum oft storma og í hvert sinn hét ég því, að slyppi ég lifandi úr þessu víti, skyldi ég aldrei oftar til sjós. Svo skein sólin og þurrkaði sjó- vott þilfarið og ég tók að hug- leiða, að þetta væri ekki svo bölv- að eftir allt saman. Einn af áhöfninni var ungur Þjóðverji, sem ætlaði að heim- sækja systur sína, búsetta í Bue- nos Aires. Foreldrar hans voru látnir og þessi systir var hans eina skyldmenni. Við sátum sam- an á kistum okkar í lúkarnum og borðuðum morgunmat, sem venjulega saman stóð af tei og skipskexi, krökku af maðki. Við urðum að dífa kexinu nokkrum sinnum í heitt teið til að fá maðk- inn til að skríða út, áður en við lögðum okkur þetta til munns. Skyndilega voru aílir kallaðir á þiljur til að taka saman aftur- seglið. Rásegl og millisegl höfð- um við tekið saman um nóttina. Þessi ungi Þjóðverji lá við hlið mér á ránni, þegar allt í einu kom hörð stormhviða og reif seglið úr höndum okkar. Seglið stóð stíft eins og múrveggur út frá ránni í storminum, og þreif þennan unga Þjóðverja með sér fyrir borð. Hann hvarf í hafólg- una, en skaut upp aftur. „Maður fyrir borð!“ var hrópað. Stýrimaðurinn gi’eip bjarg- hring og fleygði honum til Þjóð- verjans. En hann gerði enga til- raun til að ná í hringinn. Hann starði aðeins upp til okkar og hvarf síðan út í sortann. Eftir að við höfðum tekið sam- an afturseglið fórum við niður í lúkar og tókum til við morgun- matinn, þar sem frá var horfið. En kista Þjóverjans var nú ekki setin, og leifarnar af morgun- verði hans stóðu á borðinu. Þetta sviplega slys hafði mikil áhrif á mig. Og áfram sigldum við. Eftir sjötíu og tvo sólarhringa frá því við lögðum upp frá Cardiff, kom- um við svo til Buenos Aires og Þetta er Öivind Galatíus skipstjóri með líkan af skólaskipinu „Köbenhavn“, sem fórst árið 1928 með allri áhöfn. 189

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.