Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1973, Blaðsíða 45

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1973, Blaðsíða 45
fleiri byssum, og það hafði verið alvarlegt áfall, ef einhver bát- anna hefði orðið fyrir skoti. „Afsakið, herra,“ sagði Horn- blower, allt í einu kominn til hans, og Bush sneri sér frá glitr- andi sjávarfletinum. ,,Hvað?“ „Ég gæti farið með eitthvað af fallbyssunum aftur á,“ sagði Hornblower. „Hleðslan myndi breytast með því móti og auð- velda verkið.“ „Það mundi það gera,“ sam- þykkti Bush. Andlit Hornblow- ers var nú orðið allóhreint og lágu taumar af svita í skítnum, og Bush tók eftir þessu meðan hann hugsaði um hvort hann hefði nóg völd til þess að gefa slíka skipun á eigin ábyrgð. „Þú ættir að fá leyfi hjá Buck- land. Spurðu hann í mínu nafni er þú villt.“ „Ójá, ójá, herra. Tuttugu og fjögurrapunda fall- byssurnar á lægra milliþilfarinu vógu yfir tvær smálestir hver, og að flytja þær aftur á skipið mundi hafa mikla þýðingu um að losa skipið af leðjurifinu. Bush leit aftur á bátana og sá að þeir voru að koma sér fyrir í beinni línu frá skipinu, því að það mundi hafa alvarlegar afleiðingar fyrir átak frá drættinum, ef akkerin væru hornskökk við átakapúnkt- inn. Vatnið sauð og kraumaði allt í kringum bátana, en strandvirk- in voru nú að ná réttu færi þótt langt væri. Bush sá bregða fyrir eins og leiftrandi axarblaði í skut eins bátsins. Þeir voru að sleppa akkerinu þar sem það hékk á skutnum. Hamingjunni sé lof. Fallbyssur Hornblowers belj- uðu án afláts, og skipið skalf og nötraði, en á sama tíma heyrðust brak og hávaði ofan af þiljum, og það þýddi að annað virkið var enn að skjóta á þá og hitta í mark. Allt virtist gerast í senn. Hornblower var þegar kominn af stað með nokkra menn við að draga til fallbyssur, og það var enginn hægðarleikur að ranga þessum drellum til á þiljum, sem varla varð þverfótað á. En Bush VlKINGUR gat ekki nema rétt litið á Horn- blower, því að hann varð að skunda frammá skipið til þess að líta eftir akkersspilinu. Skipverjar voru þegar farnir að raða sér á spilið, og voru menn teknir frá þilfarsbyssum til þess að auka liðið. Þeir voru naktir að mitti, spýttu í lófana og reyndu fyrir sér um fótfestu — þess gerist ekki þörf að segja þeim hve alvarlegt ástandið var, og það var engin þörf á hnútasvipu Bush. „Allir nú,“ galaði Bush, „allir eitt og vekið hina dauðu upp,“ og mennirnir ráku upp öskur og hentu sér á spilvindurnar, en slakinn fór fljótt af kaðlinum. Svo fór spilið að snúast hægar. Klank-klank heyrðist í stoppar- anum, og enn hægar og loks tók að braka í spilinu, en þetta var nýr kaðall og búast mátti við að eitthvað teygðist á honum. „Áfram“, öskraði Bush. Klank- klink, og loks stöðvaðist spilið með öllu, en kaðallinn strengdur eins og vír og brakaði í spilinu. Bush herti enn að mönnunum, og loks heyrðist smellur í hemla- speldinu — klank — og svo stóð allt fast. Miskunnarlaus sólin hellti geislum yfir strengd bök mannanna, en berir fætur og harðir reyndu að ná fastri fót- festu við rimlana á þilfarinu og þeir ýttu og sperrstust við spil- vindurnar. Bush fór niður aftur og lét þá um að streða, en hann gat og gerði það líka, sent fleiri menn á vindurnar. Niðri stóðu mennirnir enn í ströngu við að flytja síðustu fallbyssurnar aftur eftir, en Hornblower var aftur kominn til skotliða sinna til þess að líta eftir því, hvernig miðað væri. Bush steig á kaðalinn, og hann var ekki lengur eins og neinn kaðall, hann var eins og slá úr tré, eins stífur og ósveigan- legur. Þá var eins og Bush fyndi titring um bera il sína, lítinn, en mennirnir við spilið voru enn á ný og nú fleiri að beita öllu afli. Enn einn smellur heyrðist frá spilinu og var eins og titringur færi um allt skipið. Kaðalinn titraði líka snöggvast, en varð síðan stálharður aftur. Hann hreyfðist ekki tommubrot undir fæti Bush, og þó beittu hundrað og fimmtíu menn öllu afli, sem þeir áttu til spilvindurnar. Skot hljóp úr einni af byssum Horn- blowers, og Bush fann titring á kaðlinum. Það bar engan árangur að herða meira á mönnunum við spilið, kaðallinn hreyfðist ekki. Hornblower kom og bar hönd að hatti sínum. „Tókuð þér eftir nokkurri hreyfingu þegar ég hleypti af, herra?“ Um leið og hann spurði gaf hann einum skotliða merki en byssa hans var hláðin og til- búin til þess að hleypt yrði af. Skotliðinn bar eld að skotrauf- inni, byssan drundi og hentist inn aftur vegna bakslagsins, en Bush fann áhrifin á kaðalinn með fætinum. „Aðeins titring — nei — já.“ Allt í einu var eins og leiftur færi um huga Bush. Hann vissi hverju Hornblower myndi svara sinni eigin spurningu. „Hvað áttu við?“ sagði hann. „Eg gæti látið skjóta úr öllum byssunum í einu, það kynni að losa um haldið, sem leðjan hefur.“ Og þetta gæti sannarlega ver- ið rétt. Renown lá í leðjurifi, sem saug skipið blýfast. Væri hægt að hrista skipið meðan fullstrengt var á akkeriskaðlinum, gat svo farið að hið límkennda leðjutak losnaði. „Ég held svo sannarlega að það sé þess virði að reyna,“ sagði Bush. „Ágætt, herra. Ég skal hafa byssur mínar hlaðnar og tilbúnar eftir þrjár mínútur, herra,“ og Hornblower sneri sér að mönn- um sínum og notaði hendurnar fyrir kallara. „Hættið að skjóta, hættið allir að skjóta.“ „Ég ætla að segja þeim þetta við spilið,“ sagði Bush. „Ágætt, herra,“ sagði Horn- blower. Hann hélt áfram að skipa fyrir. „Hlaðið byssurnar tvöfaldri 197

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.