Sjómannablaðið Víkingur


Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1973, Blaðsíða 1

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1973, Blaðsíða 1
EFNISYFIRLIT: bls. Hallgrímur Jónsson, yfirvélstjóri, látinn G. Jensson 249 Skólaslit Stýrimannaskólans í Vestmannaeyjum 251 Smásögur eftir Pétur Björnsson G. frá Rifi 254 Sjómannadagurinn í Reykjavík 1973 Guðmundur Hallvarðsson 258 Verður fiski- og útflutnings- höfn í Mýrdal? Gunnar Magnússon frá Reynisdal 260 Þegar Texaco Oklahoma fórst Gísli Kolbeinsson þýddi 268 Siglingatækni víkinga 269 Botnvörpur með háu netopi Guðni Þorsteinsson fiskifrœðingur 278 Fréttir frá APN 285 Þjóðarhneyksli Guðfinnur Þorbjörnsson 291 Einvígið, smásaga eftir A. Ropp. G. Jensson þýddi 292 Hornblower fer til sjós Bárður Jakobsson þýddi 297 Frívaktin o. fl. Forsíðumyndin er frá höfninni í Vestmannaeyjum. Myndina tók Snorri Snorrason yngri. SJÓMANNABLAÐIÐ VÍKINGUR Ctgefandi F. F. S. 1. Ritstjórar: Guðmundur Jensson (áb.) og örn Steinsson. Ritnefnd: Böðvar Stein- þórsson, formaður, Páll Guðmunds- son, varaform., Ólafur Vignir Sig- urðsson, Ingólfur S. Ingólfss., Haf- steinn Stefánsson, Bergsveinn S. Bergsveinsson og Helgi Hallvarðs- son. — Blaðið kemur út einu sinni í mánuði og kostar árgangurinn 750 kr. Ritstjórn og afgreiðsla er að Bárugötu 11, Reykjavík. Utaná- skrift: „Víkingur", pósthólf 425 Reykjavík. Sími 15653. Prentað í Isafoldarprentsmiðju hf. SJÓMANNABLAÐIÐ VIKINGUR 35. ÁRGANGUR — 7.-8. TÖLUBLAÐ 1973 Guðm. Jensson: HallgFÍmur Jónsson yfirvélstjori „Úr atlotum hins daglega lífs, menn draga sinn skapgerðaróð." (E.Ben.) Frá upphafi vega hefur ís- lenzka þjóðin átt þau sérein- kenni, að varðveita og halda á loft minningu og staðgóðum sögn- um um þá menn og konur, sem borið hafa höfuð og herðar yfir sína samtíð; hafa haft djúp áhrif á samfélag sitt og lagt mikils- verðan skerf af mörkum til þess, að móta framtíð þess, andlega og veraldlega séð, oft og tíðum á mjög áhrifaríkan hátt. Mannfæð og einangrun þjóð- arinnar öldum saman, hefur ver- ið meginorsök þess, að saga henn- ar hefur á ýmsa lund skipazt á þennan hátt. Hefur lífssaga ótal margra ein- staklinga allt frá öndverðu átt slíkan þátt í að skipta sköpum í atvinnuháttum Islendinga, að með eindæmum má teljast í sögu einn- ar þjóðar. Þessi örstutta svipsýn kom mér í hug, þegar ég nú með nokkrum orðum minnist eins nýlátins for- ystumanns íslenzkrar sjómanna- stéttar, Hallgríms Jónssonar yf- hvélstjóra. Enda þótt ævi hans væri á yfir- borðinu ekki sérstaklega við- burðarík, eða bæri hátt, sögulega séð, þarf ekki djúpt að skyggnast til að komast að raun um, að þar var einn af þeim mönnum á ferð, sem með gáfum og atgervi átti sinn ómælda þátt í að stuðla að og Hallgrímur Jónsson yfirvélstjóri. standa einna fremst í ekki ómerk- ari þætti íslenzks atvinnulífs en tækniþróun sjávarútvegsins og uppbyggingu félagslegrar sam- hyggju sjómannastéttarinnar, allt frá þeim tímum, er vélaöldin hóf innreið sína á landi hér uppúr aldamótunum; að atvinnuhættir landsmanna tóku stökkbreyting- um í áföngum, frá aldagömlum og frumstæðum tækjum, til þeirra háþróuðu og sjálfvirku véla og rafeindatækja, sem við nú lítum augum á líðandi stund og þar sem engin kyrrstaða virðist sjáanleg. Hallgrímur Jónsson lézt 29. júní s.l. á 84. aldursári, fæddur 5. apríl 1890 að Móabúð í Eyrar- sveit á Snæfellsnesi, sonur hjón- anna Guðrúnar Hallgrímsdóttur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.