Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1973, Blaðsíða 7

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1973, Blaðsíða 7
lögfræðingurinn, þetta er jú taxt- inn. Nokkrum árum seinna er Árni að koma á traktornum sínum eft- ir þjóðveginum, sér hann þá hvar bíll er að brjótast um í hliðar- götu og kemst hvorki aftur á bak né áfram. Árni fer þangað, en þegar hann sér bílstjórann, finnst honum eins og hann kannist við kauða. Hann segir svo með hálf ísmeygilegu glotti, er eitthvað að, herra minn ? Nú, hvað sýnist þér, ég sit hér fastur, getur þú ekki hjálpað og clregið bílinn upp úr. Árni kemur með tóg og hnýtir bæði í bíl og traktor, dregur svo bílinn upp úr og alla leið niður á þjóðveg. Þegar Árni hefur geng- ið frá öllu, segir maðurinn við stýrið: Á ég ekki að borga eitt- hvað fyrir hjálpina? Jú, þetta eru sko 500 krónur. 500 krónur segir bílstjórinn? Já, sko, það er nú taxtinn, takk, segir Árni. Svíðingur, hvæsti frúin, sem sat við hlið ökumannsins um leið og bíllinn rann af stað. Taxtinn, sagði Árni hlæjandi og veifaði húfunni, taxtinn, takk. Óþekktur rekkjunautur Við komum nokkrir saman heima hjá Árna Páls og létum fara vel um okkur. Við höfðum lokið samstarfinu í þetta sinn og komum hér saman til að kveðjast og minnast þess sem liðið og unn- ið var. Við sátum í þægilegum sætum og höfðum í glösum okkar létta og gómsæta blöndu, sem ekki virtist hafa önnur áhrif á okkur en að liðka eilítið um málbeinið. Þegar við höfðum skrafað sam- an dágóða stund, kom einn okkar með þá tillögu, að við skyldum allir segja frá einhverju smá VlKINGUR ævintýri, því auðvitað hafið þið allir lent í einhverju slíku. Jú, allir virtust áfjáðir í að heyra eitthvað slíkt, en þegar þeir voru eggjaðir á að segja eitthvað, dró strax niður í þeim og þóttust ekki hafa lifað nein ævintýri. Þegar við höfðum þjarkað um þetta dá- litla stund, sagði ég þeim, að ég skyldi segja þeim smá ævintýri, sem ég hafði upplifað, en það væri hvorki langt né æsandi. Það sem vakti fyrir mér var að einhver þyrfti að byrja, þá myndu fleiri koma á eftir, og sagði ég svo frá: Ég var einu sinni farþegi á er- lendu farþegaskipi sem sigldi hér við land. Þegar ég kom um borð, var skipið yfirfullt af farþegum og ekkert klefapláss að hafa og varð ég því, ásamt fleirum að hýr- ast í skotum og göngum þann tíma, sem skipið var að komast á okkar ákvörðunarstað. Það var síðla dags sem við komum um borð og héldum við okkur, sem plásslausir vorum, að mestu í reyksalnum á öðru farrými og fór alveg prýðilega um okkur. Það hefur alltaf verið sagt að Adam hafi ekki verið lengi í Paradís, og eins var um okkur. Þegar leið á kvöldið, kom yfir- þjónn farrýmisins og rak okkur út með harðri hendi. Nú, þá var ekki um annað að gera en að draga sig út á dekkið, en þar var ekki beint vistlegt, því nætur- gjólan var svo köld og svo sótti á okkur svefn og lúi. Þegar við urðum þess varir að þjónustu- fólkið var gengið til náða, fórum við niður á annað farrými og höfðumst þar við í stigum og göngum. Þar var að minnsta kosti velgjan, en ekki var ég alls- kostar ánægður með að þurfa að hýrast þarna alla nóttina, svo ég fór að rannsaka, hvernig umhorfs væri í klefunum. Á tveimur klef- unum voru hurðirnar kræktar upp til hálfs svo ég átti hægt með SMÁSÖGUR eftir P. Björnsson G., frá Rifi■ að skyggnast inn um þær. Varð ég þess brátt vís, að í báðum klefunum voru kvenmenn. 1 öðr- um klefanum voru þær vakandi og voru að masa saman. Nú tók ég skjóta ákvörðun, ég tók af mér hatt og frakka og fleygði því í einn félaga minn og bað hann um að geyma fyrir mig. Hugsaði ég með mér að nú væri annaðhvort að duga eða drepast. Það var hálf rökkur í klefanum, ég læddist eins og þjófur inn fyr- ir hurðina, og þegar ég var kom- inn inn á klefagólfið, fór ég að athuga neðri kojurnar og þær sem í þeim voru. 1 einni var kroppurinn svo stór að það var útilokað að ég kæmist fyrir líka, en við athugun á þeirri næstu sá ég að hún mundi vera lítil og nett, því að það fór svo lítið fyrir henni í kojunni. Nú var um að gera að missa ekki kjarkinn, ég mátti alveg eins búast við öllu því versta og að ég yrði rekinn út úr klefanum með hinni mestu smán. En hvað um það, með hinni mestu ró og mýkt í öllum hreyf- ingum, smeygði ég mér upp í koj- una og lét fara eins lítið fyrir mér og ég mögulega gat. Ekki hafði ég legið þarna lengi þegar rekkjunautur minn varð þess var að hún var ekki kona einsömul í kojunni, reis hún nú upp á olnboga og hvíslaði hver er þetta? Hvað ert þú að gera hérna? Eg sá nú fljótt, að nú var um að gera að þagga niður í henni og róa hana, svo hún vekti ekki kvensurnar sem voru í hin- um kojunum. Eg setti fingur á munn mér, ussaði hægt og sagði í mínum blíðasta róm, elsku, góða, lofaðu mér að liggja hérna dálitla stund, ég er svo þreyttur og las- inn, ég skal ekki gera þér nokk- urn skapaðan hlut, ég skal ekki snerta þig með mínum minnsta fingri. 255
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.