Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1973, Blaðsíða 16

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1973, Blaðsíða 16
Otti orðinn fullgildur háseti á togara. Var þar með hafinn sjó- mennskuferill, sem átti eftir að standa óslitið nær hálfa öld, að- eins að þeim hálfum öðrum vetri undanskildum, sem hann var í Stýrimannaskólanum. Á þeim skamma tíma lauk hann bæði fiskimanna- og farmannaprófi, sautján ára að aldri, og þó með hæsta vitnisburði, sem þá hafði verið gefinn. Átti Jón það aldurs- og einkunnamet lengi síðan. Þess er enginn kostur hér að rekja langa og viðburðaríka sjó- ferðasögu Jóns Otta, gegndar- lausan þrældóm unglingsáranna, áður en vökulögin gengu í gildi, farsæla skipstjórn hans um mörg ár, farmennsku, siglingar um mestu hættusvæði á höfunum í tveimur heimsstyrjöldum, ferðir á rannsóknarskipum með erlend- um fiski- og haffræðingum og fjölmargt annað, er á daga hans dreif, — og væri sú saga þó merkileg og lærdómsrík. Að nokkru er frá þessu greint í stuttri ævisögu, sem Jónas Guð- mundson stýrimaður skráði fyr- ir nokkrum árum, og eitthvað í greinum í sjómannablaðinu Vík- ingi. en þeir sem heyrðu Jón Otta sjálfan segja frá á góðum stund- um, gera sér ljóst, að margt hið bezta í þeirri sögu fer nú með honum í gröfina. En víst er það, að frábær sjómaður hefur hann verið og ætlazt til mikils af sj álf- um sér og öðrum í starfi sínu. Honum var metnaðarmál, að íslenzkir sjómenn væru ekki að- eins hlutgengir meðal stéttar- bræðra sinna, hvar sem væri í heiminum, heldur bæru af öðrum að kunnáttu í starfi, þekkingu og manndómi. Mætti íslenzk sjó- mannastétt ævinlega eiga slíka hugsjón að leiðarljósi. Jón Otti var af þeirri kynslóð, sem óx úr grasi á lokaskeiði íslenzkrar sjálfstæðisbaráttu. Hann var enn barn að aldri, er Hannes Hafstein varð ráðherra 1904, fyrstur íslendinga, en hálf- þrítugur, er lýst var yfir fullveldi landsins 1918. Þá hafði hann sem sjómaður lifandi áhuga á fána- 264 málinu og undi því illa að sigla með Dannebrog við hún til er- lendra hafna. Allt hafði þetta á manninn svo djúptæk áhrif, að aldrei fyrntust. Jón Otti var þjóð- ernissinni. Hann unni landi sínu, fólki og feðratungu. Þó voru kynni hans af landi sínu fremur einhæf eins og fleiri gamalla* sjó- manna. Ströndina þekkti hann, mið öll, fjöll og tinda, sem af sjó sjást, — allt út í æsar. En öræfa- geimurinn að baki þessu öllu var honum að mestu framandi. Mest var þó tryggð Jóns við átthagana. Þótt víða lægju leiðir hans, kom hann ævinlega heim aftur sami sanni Reykvíkingurinn og um- fram allt sanni vesturbæingurinn og áður. Á íslenzku máli hafði hann sívakandi áhuga, hlýddi jafnan, er færi gafst, á fræðslu- þætti útvarpsins um íslenzkt mál, var málvöndunar- og málhreins- unarmaður og hneykslaðist stundum, ef hann sá á prenti dönskuskotið málfar eða „slett- ur“. Jón Otti var af hinum gamla og góða skóla heiðarleikans. Lof- orði hans mátti treysta betur en skriflegum samningi. Skuldir voru eitur í hans beinum, og ekki mátti hann til þess hugsa, að nokkur maður biði minnsta skaða af hans völdum. Var þetta í samræmi við allt eðli hans sem og uppeldi í móðurhúsum. Lá jafnvel það orð lengi á, að í hin- um gamla vesturbæ þyrfti aldrei að framvísa reikningi nema einu sinni. Jón Otti var maður vel á sig kominn, hár vexti og þrekvaxinn, dökkjarpur á hár, svipurinn hreinn og drengilegur. Hreysti hans var við brugðið. Á langri ævi varð honum aldrei misdæg- urt og þurfti aldrei til læknis að leita fyrr en hátt á sjötugsaldri, er hann varð fyrir því mikla ó- happi að lenda í bílslysi. Hlaut hann þá svo illt í fótbrot, að bag- aði hann til æviloka. auk ann- arra meiðsla. Árrisull var hann jafnan og kveldsvæfur og brá ekki þeirri venju í ellinni. Og jafnvel þótt fyrir kæmi, að setið væri að sumbli með góðum vin- um á nótt fram, þá var hann kominn á fætur fyrir allar aldir næsta morgun, og sá enginn á honum neina breytingu. í einkalífi sínu var Jón Otti hamingjusamur. Ungur að árum gekk hann að eiga heitmey sína, Gyðu Sigurðardóttur, sem var yngst hinna mörgu Litlasels- systra, er á sínum tíma voru ein- hverjar glæsilegustu ungu stúlk- ur Reykjavíkurbæjar. Gyða var um margt prýðilega gefin kona, orðheppin og skemmtileg, smekk- vís, svo að af bar, og listelsk, einkum söngvin eins og svo marg- ir af hennar ætt. Hún lézt fyrir hálfu öðru ári eftir alllanga van- heilsu. — Þeim hjónum varð f j ögurra barna auðið, sem öll eru búsett hér í Reykjavík. Eru af- komendur þeirra nú orðnir margir. Síðasta ár sitt dvaldist Jón Otti á Dvalarheimili aldraða sjó- manna, Hrafnistu. Var honum það ekki lítil nýj ung að vera kom- inn „austur fyrir Læk“, en sú var bót í máli, að glugginn á herbergi hans vissi mót vestri, í átt til hafnarinnar, Engeyjar og Örfiriseyjar, en í baksýn blasti við mikill hluti vesturbæjarins. Um glugga sinn gat Jón fylgzt með skipaferðum inn og út úr höfninni og á björtum kvöldum dáðst að fegurð síns gamla vinar, Snæfellsjökuls, er sól nálgaðist Ægi. Og nú átti hinn aldni sæfari sér þá ósk heitasta, að hvenær sem kallið kæmi, þá hæfist hinzta ferðin án langs aðdraganda. Hon- um, sem aldrei hafði kvellisjúkur verið um dagana, hraus nú hugur við því einu að þurfa að berjast lengi við dauðann. Og enn reynd- ist Jón Otti hamingj umaður. Sunnudaginn 22. júlí síðastliðinn hafði hann að venju risið árla úr rekkju og klæðzt. En til morg- unverðar kom hann ekki að þessu sinni, og er að var komið, sat hann í stól sínum við vesturglugg- ann, eins og honum hefði runnið í brjós.t. — Honum hafði orðið að síðustu ósk sinni. Jón S. Guómundsson. VlKINGÚE
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.