Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1973, Blaðsíða 23

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1973, Blaðsíða 23
(krystal) og honum snúið um lóð- réttan öxul, þá breytir hann um lit, og af litnum má ráða um stöðu sóiar. Tæknilega svarar þetta til þess, sem nú er notað á flugvélum er fara yfir heimskautið þar sem venjulegur áttaviti kemur Iítt eða ekki að notum. Þetta er flókið mál, sem ekki er ástæða til að rekja frekar, því að í þessu sam- bandi er nóg að gera ráð fyrir að norrænir menn hafi þekkt þetta fyrirbæri, enda þótt þeir hafi ekki vitað eða skilið eðli þess og orsakir. Nú er það ekki nóg að vita stöðu sólar, til þarf fleira að koma m. a. töflur, sem sýna hvar sól eigi að vera á hverjum tíma. Svo vill til að til eru töflur um þetta — íslenzkar, og verður síðar að þessu vikið, sem og fleiri tækjum, sem hafa gert unnt að finna breidd og stefnu. Hvemig lengd hefur verið fundin er ekki vitað. Sennilega hefur verið slumpað á það, svo sem lengi var gert, farið eftir siglingatíma og áætluðum vegalengdum, auk þess sem hliðsjón hefur verið höfð af straumum og afdrift. Athygli sæ- fara á ýmsum sviðum beindist mjög að því, sem tækni leysir nú, og var oft næsta furðulegt hve nálægt skipstjórnarmenn komust því, sem rétt reyndist, jafnvel eftir langar ferðir um höf án þess að sjá nokkurn tíma land. Það er, eins og áður segir, ekki líklegt að víkingar hafi vitað neitt um „polariserað ljós“, sem alltaf fellur hornrétt til jarðar miðað við ljósuppsprettuna, né heldur að þeir hafi vitað neitt um dikronisma eða tvíbrot ljóss. Þeim hefur verið farið eins og býflugum og sumum skordýrum, að þau nota polariserað ljós án þess að vita það. Sú staðreynd er fyrir hendi að til eru menn, sem eru þeirri náttúru gæddir að greina hið ósýnilega polariser- aða ljós. Þeir geta séð sérstak- lega fjögur bönd (hluta) litrófs- ins — tvö gul, tvö blá. Lína, sem dregin er um miðju gulu band- anna gefur stefnu til sólar. Hér kemur saga ólafs konungs VÍKINGUE helga til skýringar, og er þá svo knöpp og orðfá, að erfitt er að gera sér fulla grein fyrir þessum kynlega „sólarsteini". Ólafur konungur er gestur Rauðs (Rauð- úlfs), en sonur hans hét Sigurð- ur. Honum var sú list gefin að geta sagt til um tíma jafnvel þótt hann sæi ekki himinhnetti. Sag- an verður ekki sögð hér öll, en svo fór, að konungur kallaði Sig- urð fyrir sig og bað hann að benda til hvar sól væri komin, enda þótt ekki sæist til hennar. Sigurður varð við ósk konungs, en þá tók konungur „sólarstein- inn“ og hélt á loft. Hann sá hvernig steinninn geislaði, og steinninn sýndi honum nákvæm- lega sama staðinn, sem Sigurður hafði tilgreint. Sagan segir ekk- ert um það hvers konar steinn þetta hafi verið. Það er næstum eins og höfundur telji það sjálf- sagt að lesendum sínum sé full- vel um þetta kunnugt. Samt er eftirtektarvert atriði við þessa frásögn. Er það hugsanlegt að bóndasonurinn hafi verið einn af þessum sjaldgæfu mönnum, sem var það meðfætt að geta greint polariserað ljós og dregið af því ályktanir í daglegu lífi? Hitt er aftur á móti ljóst að konungur hafði sólarstein jafnan meðferð- is, og þegar konungur breytir þannig, er jafn augljóst að steinninn var ekki aðeins sjald- gæfur og dýrmætur, heldur og að það gat þurft að nota hann hve- nær sem var. Hann hefur bæði verið einskonar veðurviti og sigl- ingatæki. Sólarsteinninn hlýtur að hafa verið ómetanlegur fyrir siglingamenn. Nær 1000 árum eftir daga Ól- afs konungs fór þota (DC-8) frá Danmörku til Grænlands. Þar var Sé sólarsteininum haldið eins og hér og snúið framan við augað, kemur að því að steinninn verður ljós og gegnsær í ákveðinni legu. Eftir þessu er hægt að reikna út hvar sólin er, jafnvel þótt hún sé að skýjabaki. 271
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.