Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1973, Blaðsíða 38

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1973, Blaðsíða 38
ámar. Árið 1957 var 3,5 milljón- um seiða sleppt og var fjöldinn síðan aukinn ár frá ári. Árið 1964 var sleppt 34 milljónum seiða og er það mesta magn, sem sleppt hefur verið á einu ári. Á árunum 1965—1967 var gert hlé á, og undanfarin ár hefur verið sleppt 5—6 milljónum seiða. — Helztu hnúðlaxafiskeldisstöðvar Múrmansk-héraðsins eru Tai- bolksstöðin og Umbsk-stöðin. At- huganir leiddu í ljós, að laxateg- und þessi getur auðveldlega lifað við nýjar aðstæður. Þar að auki er hinn nýi stofn frábrugðinn forfeðrum sínum í Kyrrahafinu, hvað snertir stærð og fitumagn. Auðvitað verður að gera ráð fyr- ir því, að stofninn bregðist vegna óhagstæðra hitaskilyrða eða ann- arra ástæðna. Magn stofnsins norðan Evrópu er nokkurn veginn í sömu hlut- föllum og í Kyrrahafinu". „Hvaða árangur hafa þessar tilraunir borið og hvað er ætlast fyrir í framtíðinni?" „Árið 1965 fengu fiskiðnaðar- stöðvar Múrmansk um það bil 20 tonn af hnúðlax, en það var árið, sem það síðasta af Kyrra- hafshrognunum átti að skila sér, en árið 1966 átti að vera kominn Evrópustofn. Og hann kom fram. Skráðir voru 140 hnúðlaxar, en árið 1967 1500 stk. Þannig var kominn upp Evrópustofn og nú er það verkefni vísindamannanna að halda honum við og auka hann. Sveiflur munu verða lengi í stofninum, en vísindamenn eiga möguleika á að jafna þær og gera ráðstafanir til að hærri pró- senttala lifi af. Eldi hnúðlaxins er mjög þýðingarmikill þáttur í flutningnum og tryggir það, að fleiri lifa, heldur en þegar eðli- leg tímgun á sér stað. Það má reikna með því, að ekki verði hægt að leysa vandamálið án þess að fá hrogn frá Kyrra- hafsströndinni. Það, sem gert hefur verið, er aðeins byrjunin. 10—15 ár er of stuttur tími. Það er alltaf erfitt að flytja fisk úr einu loftslagi í annað og framtíðin ein sker úr um hvernig tekst til. Árið 1960 fundust um það bil 72 þúsund hnúðlaxar í ám Múr- mansk-héraðsins, en árin 1962 og 1969 aðeins nokkur hundruð. Á þessu ári fundust yfir 10 þúsund hnúðlaxar í júlí og ágúst. Það er ekki hægt að vonast til að hægt sé að koma upp stórum stofni á eðlilegan hátt. Haldið verður áfram tilraunum. Eldi hnúðlaxsins í fiskeldisstöðvum liggur þar til grundvallar. Hvergi hafa átt sér stað jafn umfangsmiklar tilraunir með flutning fiska eins og í Sovét- ríkjunum. Evrópustofninn telur þegar nokkur þúsund. Með þess- um hraða á að auka stofninn, svo að hefja megi iðnað. En til þess þarf að hafa reglu á laxveiði á höfum úti. Með tilliti til kring- umstæðna munum við ná tvíhliða samkomulagi við Noreg um tak- mörkun laxiðnaðar, svo og fylgja því fast eftir í Alþjóðafiskveiði- nefndinni í Norður-Atlantshafi og Alþjóðahafrannsóknaráðinu, að laxveiði og iðnaður á opnu hafi verði takmarkaður". 286 VlKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.