Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1973, Blaðsíða 40

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1973, Blaðsíða 40
Eins og kunnugt ei’ eru helztu göngur mintaj í höfum, sem liggja að vesturströnd Kamt- sjatka og í Beringhafinu, en þar veiða japönsk iðnaðarfyrirtæki hann aðallega. Þegar athugað er hin feyki- lega veiðiaukning Japana á lax- fiskum Asíustofnsins, lúðu, min- taj, þorsks, krabba og rækju, verður skiljanlegt, hvers vegna veiðiaukning Sovétmanna í norð- urhluta Kyrrahafsins er svo hæg. Veiðiaukningin þar árið 1970 er alls 210 þúsund tonn miðað við árið 1969, en árið 1971 minnkaði veiðin um 20 þúsund tonn, þrátt fyrir að nýtízkuskip bættust við fiskiðnaðarflotann. Vegna hins mikla iðnaðar dróst veiði laxfiska, síldar og fleiri stofna mjög saman, en þeir fisk- ar höfðu ekki löngu áður verið aðaliðnaðarfiskarnir. Dæmi um einn dýrmætasta laxfiskinn Onchorynchus Perka, sýnir, hvernig ofveiði fiska hef- ur áhrif á viðkomu þeirra og stofn. Japan hóf iðnað á þessum fiskstofni árið 1952 og árið 1955 -— 1958 var veiðin í hámarki — 25.0—50.0 þúsund tonn. Á þeim tíma var stofninn í góðu ásig- komulagi og stærsta gangan „Ozernovskoe gangan“ gaf um það bil 50% af heildarveiðinni. Næstu ár takmörkuðu Japanir á engan hátt veiði Onshorynchus Perka, þrátt fyrir stöðugar kröf- ur sovézkra vísindamanna og fiskveiðisamtaka, en veiðin leiddi til þess, að stofn þessa fisks minnkaði stórlega og fór niður í 7.5 þúsund tonn hjá Japönum. Japanskir sjómenn veiddu ókyn- þroska fiska í stórum stíl til þess að halda veiðimagninu við. Sam- kvæmt upplýsingum Sovézk- japönsku fiskveiðinefndarinnar jókst veiðin á ókynþroska fiski á veiðisvæðinu norðan við 48. gráðu norðlægrar breiddar úr 13% árið 1966 og í 33% árið 1971. Æ minni hluti ..Ozernoe göng- unnar“ kom til hrygningar. Þessi öfluga ganga er í mikilli lægð og efli Japanir sjávariðnað sinn, get- ur þessi fiskur horfið úr tölu nytjafiska. Veiðin á mintaj í norðurhluta Kyrrahafsins hafði tvöfaldast. Samanlögð veiði Japan og Sovét- ríkjanna nam yfir 3 milljón tonn árið 1970. Svo snöggaukin veiði varð til þess, að ein ganga var ofnýtt, en aðrar ekki full- nýttar. Þessi aukna veiði mintaj við vesturstrendur Kamtsjatka urðu til þess, að veiðin í einu togi fór niður í 11.3 tonn árið 1966, 8.2 tonn árið 1971 og meðalstærð fisksins var frá 44.6 sm. niður í 41.8 sm. Sú staðreynd verður æ ljósari, að þrátt fyrir hina feikimiklu fiskstofna norðurhluta Kyrra- hafsins eru birgðir þeirra ekki óþrjótandi og eru þess vegna of- nýttar. Sovézkir vísindamenn og fisk- veiðisamtök hafa miklar áhyggj- ur vegna þess lægðarástands, sem ýmsir stofnar norðurhluta Kyrrahafsins eru í, einkum verð- mætir fiskistofnar, eins og l'ax og síld. Ýmsar ráðstafanir eru gerðar til að auka viðkomuna. Veiði við strendur hefur verið minnkuð, umhverfi haldið ómenguðu og unnið að fiskeldi o. s. frv. Komið hefur verið á veiðikvóta fyrir hvern stofn á grundvelli vísinda- legra mnnsókna og fylgjast full- trúar fiskiverndarnefndar með að ákvæðunum sé framfylgt. T. d. hefur verið lagt algert bann við veiði á Korfokaraginsk-síldar- stofninum. Frá og með ársbyrjun 1972 var lagt bann við veiði á Amúr-ketunni o. s. frv. En eins og reynslan hefur sýnt, eru einhliða aðgerðir ekki nægilegar og stofnar helztu nytjafiskanna halda áfram að dragast saman. Fiskveiðisamtök- in og fyrirtæki allra landa, sem stunda veiðar í norðurhluta Kyrrahafsins, verða að fara eftir fiskveiðireglunum og leyfa ekki veiði ókynþroska fisks og seiða. Það er okkar álit, að slíkt vandamál verði leyst, ef fylgzt er stranglega með skipafjölda og veiðimöguleikum þeirra á veiði- svæðunum. Sú hætta, sem vofir yfir fisk- stofnunum í norðurhluta Kyrra- hafsins, hlýtur að hvetja almenn- ing í fiskveiðilöndunum til þess að gefa þessu málefni góðan gaum. A.Evdokimov, vísindcilcandidat í hagfræði. Frá lettneskum fiskiræktarmönnum Ekki alls fyrir löngu fékk Haf- rannsóknastofnunin í Riga ó- venjulegt bréf frá sænskum fiski- fræðingum, þar sem sagði, að við strendur Svíþjóðar hefðu veiðst 4 styrjur með merkjum stofnun- arinnar. Óvenjuleg var þessi frétt vegna þess að áður höfðu ekki fundist styrjur í Eystrasalti. Þessi fisk- ur, sem frægur er fyrir bragð- gæði sín, lifir í ám og vötnum í suðurhluta Sovétríkjanna og Sí- beríu. Hvernig gat henni þá allt í einu skotið upp í Eystrasalti? Eystrasalts-hafrannsóknastofn- unin hóf störf fyrir ellefu árum í Lettlandi. Forstöðumaður henn- 288 VlKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.