Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1973, Blaðsíða 41

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1973, Blaðsíða 41
ar, Mikhail Poljakov segir: „Við vinnum að skynsamlegri hagnýt- ingu fiskiforða Eystrasalts og rannsökum helztu nytjafiski- stofna, en auk þess fáumst við við fjölgun fiskistofna og aðlög- un dýrmætra fiskitegunda í Eystrasalti. Auðvitað er aðeins hægt að vernda fiskstofnana með sam- starfi allra ríkja sem hlut eiga að máli og við reynum allt sem við getum til að efla slíka sam- vinnu. Allgóð samvinna hefur t. d. tekizt með okkur og sænskum starfsbræðrum okkar. Ég get tilfært ákveðin dæmi um ráðstafanir í þessu sambandi. Frá og með 9. janúar 1969 hættu sovézkir sjómenn að tilmælum stofnunarinnar að veiða síld í Noregshafi, þar sem mjög var á stofn hennar gengið. Við vildum gjarna að önnur lönd sem veiða á þessu svæði færu einnig að dæmi okkar. Aðeins að því til- skildu getur síldarstofninn orðið nógu stór til að vogandi sé að stunda veiðar á honum. Annað dæmi. Stofnun okkar á flota rannsóknaskipa, sem árið um kring sveima um Eystrasalt. Vísindamenn á skipum þessum stunda víðtækar haf- og fiski- rannsóknir. Þeir fylgjast með vexti blaðsíldar, annsjósu, þorks og ganga úr skugga um stærð ár- ganga. Á grundvelli fenginna upplýsinga eru samdar leiðbein- ingar fyrir sjómenn um fiskveið- ar á hverjum ársfjórðungi á hverju einstöku svæði á Eystra- salti og Riga-flóa, gengið er frá reglum um fiskveiðarnar og á- kveðið leyfilegt hámarksmagn. Þannig eru t. d. bannaðar blað- síldarveiðar frá 15. apríl til 15. júní. Allir helztu fiskistofnar Eystrasalts eru sem sagt undir ströngu vísindalegu eftirliti. Það hefur svo aftur gert það kleift að semja grundvallaráætlun um þróun fiskveiða í ám og vötnum í vestasta hluta Sovétríkjanna og í Eystrasalti á tímabilinu 1971— 1980. Þetta er fyrsta tilraun til að semja samfellda heildaráætl- un um skynsamlega hagnýtingu fiskiforða Eystrasalts. Jafnframt var gengið frá tillögum um svæð- isbundna og alþjóðlega samvinnu landa, er veiðar stunda á þessu hafsvæði. Niðurstöður og leið- beiningar stofnunarinnar hafa hlotið samþykki yfirvalda iðnað- ar- og áætlanagerðar SSSR og er þeim beitt í framkvæmd. Önnur og engu ómerkari hl'ið á starfsemi stofnunarinnar er að- lögun og ræktun dýrmætra fisk- tegunda. Þetta er þeim mun mik- ilvægara, sem ár og fljót eru nú fjötruð stíflum og raforkuverum og vatn þeirra mengað og þar af leiðandi hefur dýrmætum fiskum farið stórfækkandi. — Einkum á þetta við konung Eystrasaltsins, laxinn. Með tilliti til þessa hefur stofnunin lagt til að hefja stór- fellda ræktun ýmissa göngufiska, að láta dýrmæta nytjafiska nema land í nýtilkomnum uppistöðum og einnig að hagvenja þar bæði Evrópu- og Asíustyrjur. 1 stofn- uninni í Riga var fundin upp einstæð aðferð við seiðaeldi á grundvelli nýrrar tegundar af gervifóðri, sem kallað er KRT. Aðferðin hefur verið tekin til notkunar í klakstöðvum í Lett- landi. Höfundur hennar eru J. Malikova, N. Kotova og N. Rezni- kova. 1 Lettlandi er hafin fram- leiðsla á KRT fyrir allar fiskeld- isstöðvar lýðveldisins. Frá verk- smiðjunnar hendi minnir fóður þetta á kæfu. Lítum nú á nokkur dæmi um notagildi KRT. KRT eykur þunga nýseiða úr 0,5 til 1,2 upp í 3—5 grömm, gerir það kleift að hefja laxaseiðarækt með stóriðjusniði og yfirleitt stóreykur afrakstur og bætir afkomu fiskræktarfyrir- tækja. Við venjuleg skil'yrði tek- ur það laxinn ekki minna en tvö ár að ná þeim þroska að hann geti haldið út í árnar og síðan á haf út. Sé notað KRT, styttist þessi tími niður í 12 mánuði. Á þeim 4 árum sem tilraunaeldi laxa- seiða hefur staðið yfir, hefur um- fang þessa eldis í fiskiræktar- stöðvum í Lettlandi nítugfaldazt. Auk þess hafa vísindamenn komizt að raun um það, að lax, sem ræktaður hefur verið í klak- stöð og fóðraður á KRT vex einn- ig hraðar, þegar hann kemur út í sjó, hann er lífseigari og snýr ári fyrr en aðrir laxar upp í árn- ar til hrygningar. Með notkun KRT er einnig hægt að rækta miklu meira magn seiða af hverj- um hektara vatns í eldisstöðvun- um og sleppa þeim miklu fyrr. Stofnunin í Riga hefur unnið mikið og gott starf til að hag- venja styrjutegundir í Eystra- salti. Undirbúningstilraunum er lokið og nú er farið að sleppa styrjuseiðum til reynslu í sjóinn. Vonir standa til þess, að brátt muni lettneskir vísindamenn fá bréf þess efnis að veiðst hafi styrjur merktar stofnuninni víð- ar að en frá Svíþjóð. A. Bakalov. Rannsóknir á hljóðum rækjunnar Rækjuiðnaður hefur ekki getað þróast sem skyldi þar sem ekki hefur verið fundin enn áhrifarík leitaraðferð rækju. Það er vitað að rækjan heldur sig ekki í þétt- um torfum, og þess vegna hefur verið erfiðleikum bundið að nota VÍKINGUR 289
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.