Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1973, Blaðsíða 42

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1973, Blaðsíða 42
Erlend aðstoð dýptarmæla við leitina. Þá var farið að rannsaka hljóð, sem þessi krabbadýr gefa frá sér, til þess að athuga möguleika á rækjuleit með hjálp hljóðnema. Mörg krabbadýr gefa frá sér mismunandi hljóð með því að núa saman kjálkunum eða fálmurun- um. Þessi hljóð koma aðallega fram þegar þau taka til sín fæðu eða færa sig til. Iskurrækjur (Alpheidae) framleiða ískur með stóru fálmurunum, með því að senda frá sér vatnsstrók. Rann- sóknir sem höfundur greinar þessarar gerði í Svartahafi, sýndu að hávaði, sem rækjurnar gefa frá sér er mjög reglulegur og hefur breið tíðnismörk frá 1 uppí 100 kílóherz. Bezt heyrist hann á bilinu frá 16 til 30 kílóherz. Nokkrar tegundir ættbálksins Penaeidae hafa sérstakt tæki a höfðinu til að framleiða hljóð. I Asovskhafinu lifa tvær rækjutegundir sem eru minni en úthafsrækjur. Upptaka á hávaða sem þær gefa frá sér er nytsam- ur til samanburðar við hljóð rækja annara tegunda, sem eru veiddar. 1 Temrjúkskflóa Asovshafsins tók hljóðnemi á 2 metra dýpi upp sérkennileg hátíðnihljóð með sveiflu líkari irskurrækj unnar, en hafði annan hljóm. Uppúr mið- nætti dró úr hátíðniískrinu, en alla nóttina heyrðist hávaðinn með mismunandi styrk. Mælingar hljóðanna voru gerð- ar með mismunandi tækjum bæði í Temrjúkskflóa og eins á rækj- um í fiskabúri, þar til sannað þótti að það voru rækjurnar sem framleiddu hljóðin. Auk ískursins framleiddu rækjurnar sérkennilegt óreglu- bundið suð, í hálfa sekúndu í senn. Tíðni ískurshljóðanna eykst með aldri rækjunnar. Að lokum skal tekið fram að áhrifaríkasta aðferðin við rækju- leit í framtíðinni verður hljóð- upptaka. E. V. Shishkova, VNÍRO. APN eftir Guöfinn Þorbjörnsson Það virðist vera ríkjandi álit okkar trúnaðarmanna, að ef unnt er að fá eitthvert ódýrara tilboð í hin ýmsu mannvirki — skipa- smíðar, orkuver eða aðrar fram- kvæmdir — erlendis en heima, sé sjálfsagt að gleypa við því agni. Þessi sjónarmið eru sann- ast að segja ekki mjög þjóðleg, en hafa á undanförnum árum orðið okkur alldýr, þótt ekki sé fastar að orði kveðið. Skuttogar- arnir, sem upphaflega var ákveð- ið, að Slippstöðin hf. á Akureyri smíðaði, voru framleiddir á Spáni, sennilega eitthvað ódýrari á pappírnum, en hvernig verður útkoman, þegar öll kurl eru kom- in til grafar? Fyrsti togarinn, Bjarni Benediktsson, komst að vísu heim án aðstoðar, en hefur legið í höfn að mestu leyti síðan — allt mögulegt virðist vera öðru vísi en það átti að vera og ekki unnt að henda reiður á hvað helzt er að. Að því er ráðið verð- ur af fréttum í blöðum og öðrum fjölmiðlum, virðist ekki heil brú í neinu. Skuttogari nr. 2, Júní, virðist eftir sömu heimildum vera með svipaða galla, talið að einangrun íbúða (og þá sennilega fiskilesta) sé óhæf, raflagnir ónýtar og allur frágangur neðan meðallags. Það þarf meira en meðalmanns- kjark til þess að láta byggja skip eða önnur atvinnutæki í Japan eða andfætis okkur á hnettinum. Það tekur sem sé 2—3 mánuði að sigla þessum skipum heim, auk þess sem við höfum heyrt, að allverulegar upphæðir fari til eftirlits og að fá haffærnisskír- teini undir íslenzku flaggi til heimferðar. Er allur þessi kostnaður lagð- ur til grundvallar, þegar ginið er við lægstu tilboðum? Er ekk- ert tillit tekið til þess hvað það kostar að fá varahluti og aðra þjónustu fyrir þessi skip, þegar þau eru löksins (eða ættu að vera komin) í brúkið? Það að taka eitthvað lægra til- boði frá Spáni en innlendar skipasmíðastöðvar buðu, er hneyksli, sem ekki verður rétt- lætt á nokkurn hátt. Spánverjar eru þekktari fyrir nautaat en skipasmíðar og verður ekki af- sakað að leita þangað til skipa- smíða. Það eru hrein afglöp, enda þótt útkoman hefði þrátt fyrir allt ekki átt að verða jafn- ömurleg og raun varð á. Það, að leita til Japans, hinum megin á jarðkúlunni, hlýtur að hafa byggzt á þeirri trú, að það- an komi aðeins úrvalsvara, sem réttlæti hina erfiðu aðstöðu vegna vegalengdar, sem þrátt fyrir allt gerir öll viðskipti, í það minnsta á þungavöru, nokkuð kostnaðar- sama og tímafreka. En 16. júní var sagt frá því í Morgunblaðinu, að japönsku tog- ararnir séu heldur ekki gallalaus- ir. Þar er stór fyrirsögn: „Bjart- ur hefur legið í 3 vikur“, og síðan segir, að útgerðin verði ekki fyrir neinu tjóni, nema aflatapi, en það er e. t. v. aðeins aukaatriði. Þegar Slippfélagið hf. byggði Esju og Heklu, urðu talsverð blaðaskrif út af því að fyrra skipið var látið stoppa í nokkra daga til eftirlits eftir að það hóf sínar ferðir. Síðan hafa þessi skip haldið sínar áætlanir án nokkurra bilana, sem sannarlega hefðu ekki verið látnar óátaldar, hefðu þær orðið. Það er gert lítið úr göllum, sem koma fram á skipum, sem byggð eru erlendis, jafnvel þótt um stórkostleg mistök sé að ræða. Mistök, sem eru óskiljanleg, þar sem eftirlitsmenn hafa átt að fylgjast með öllum framkvæmd- um, reyndir og samvizkusamir í sínu starfi, en þrátt fyrir það eru VlKINGUR 290
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.