Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1973, Blaðsíða 43

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1973, Blaðsíða 43
Þjóðarhne^ksli eftir Guðfinn Þorbjörnsson Guðfinnur Þorbjörnsson. skipin óstarfhæf og liggja í höfn vikur og mánuði, í stað þess að stunda veiðar. Svo segja fréttir, að þetta sé útgerðinni að kostn- aðarlausu — nema aflatap, sem er kannski aukaatriði. Ég held, að það hefði verið heppilegra fyrir þjóðarbúið að semja við íslenzkar skipasmíða- stöðvar, þótt þær væru eitthvað dýrari í bili í íslenzkum krónum og þótt þær gætu ekki framleitt eða vildu ekki skuldbinda sig til að afgreiða þau á jafnstuttum tíma og Spánverjar og Japanir. Það er stundum betra að lofa minna og standa við gefin loforð og hagkvæmara að líta sjálfum sér nær heldur en gleypa við gylliboðum erlendra og óþekktra fyrirtækja í órafjarlægð. — „Af reynslunni verður maður ríkari“ stendur þar, en eftir því ættum við að vera orðnir talsvert ríkir eftir öll okkar mistök síðastliðna áratugi. En höfum við lært nokkuð á þessari reynslu? — Ég veit það ekki. Guðfinnur Þorbjörnsson. „Laxárdeilan leyst“ er fyrir- sögn í Verkamanninum, blaði vinstri manna á Norðurlandi, 6. tbl. LV. árgangs 1973. f þessari grein kemur fram á- kaflega lítil ánægja raforkuþurf- enda á Norðurlandi og nokkur gagnrýni á hinni einhliða sátta- niðurstöðu. Þar kemur í ljós hin áþreifanlega staðreynd, sem ég hef að vísu vakið máls á áður í Víkingi, án þess að nokkur hafi látið í Ijósi hneykslun né ánægju, að fáeinir fátækir bændur eigi allt fsland og virðist geta með að- stoð velmenntaðra lögfræðinga komizt ákaflega langt (svo að ekki sé meira sagt) í harla frek- um kröfum til auðgunar. Gamall vinur minn, vel skyn- samur og vel metinn lögfræðing- ur, Páll S. Pálsson, virðist hafa gert það að sínu aðaltakmarki á lífsleiðinni að æsa bændur lands- ins upp til ákaflega djarfra kröfugerða á hendur ríkinu og þar með hins almenna borgara. Þessi kraftakarl hefur náð ótrú- legum árangri á ýmsum sviðum, ekki síður en Jón heitinn Leifs f. h. Stefs á sínum tíma. Eitt síðasta afrek þessa dugmikla júr- ista er stöðvun Laxárvirkjunar og algjör sigur í hinni mjög svo vafasömu deilu, þar sem hinir svokölluðu landeigendur höfðu brotið öll siðferðisleg boðorð í lýðfrjálsu landi og hagað sér eins og ótíndir götustrákar. Öll- um þessum götustrákapörum er gleymt, en ríkissjóði og Laxár- virkjun gert að greiða svimandi fjárupphæðir — auk þess að stöðva frekari virkjanir, nema þá kannski með nýjum nauðungar- samningum? Þessi atorkusami lögsóknari, sem nú þegar er orðinn þjóð- frægur, og hefur margur fengið Fálkaorðu fyrir minni afrek, á sjálfsagt eftir að vinna fl'eiri og stærri afrek í málaferlum við okkur, skattborgara, mál, sem þegar hafa verið undirbúin, eins og t. d. gjald fyrir ofaníbui’ð í Suðurlandsveg, allt að því 10 ár aftur í tímann, að mig minnir, scm hann telur að Eyfellingar eigi inni hjá Vegagerðinni, enda þótt þessi vegur komi þessum fá- tæku landeigendum fyrst og góða til hagræðis á þeirra eigin búum, eða hve margir þeirra vildu missa þennan veg með til- heyrandi brúm yfir hin mörgu viðsjálu jökulvötn, sem forfeður þeirra (og okkar allra) urðu að glíma við alla sína ævi? En það virðist ekki skipta máli í rök- semdum P. S. P. né háttvirtra dómstóla. Þessi ótakmarkaði eignarrétt- ur fáeinna manna á öllu landinu er löngu orðinn þjóðarhneyksli og er alveg óskiljanlegt, hvað hinir þjóðkjörnu fulltrúar, sem freistandi væri að skoða sem úr- val, eru kjarklausir við að halda uppi einhverjum vörnum fyrir hinn mikla meirihluta „heiðr- aöra kjósenda", sem búa í þétt- býli og eiga ekkert land og engan rétt á því. Það hljóta að finnast einhver takmörk fyrir eignarrétti heiðar- býla og uppsveitahreppa, og ef svo er ekki, þá virðist ekki seinna vænna fyrir lögþing íslendinga, Alþingi, að setja einhver lög til þess að stöðva hina ískyggilegu aukningu hóflausra fjárkrafna bænda til hins opinbera, ef það áf einhverjum ástæðum þarf að koma nálægt býlum þeirra. Væri sennilega hægt að læra talsvert af okkar næsta nágranna í vestri, Grænlendingum (já, ég sagði Grænlendingum), á þessu sviði, því að þeir virðast kunna á þessu vandamáli full skil. Júlí, 1973. Guðfinnur Þorbjörnsson. 291 VlKINGUE
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.