Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1973, Blaðsíða 44

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1973, Blaðsíða 44
Litli ítalski veitingamaðurinn sat og blundaði fyrir innan af- greiðsluborðið. Þetta var um há- degisbilið, gestirnir voru fáir og kyrrlátir, enda er þetta „siesta“ tími dagsins þegar menn slappa af í hitanum og komast í heim- spekilega þanka eða hugsa alls ekki neitt. Mánuði áður, þegar s.s. Bar- tonia losaði farm sinn hér og var að verða klár til að sigla til næstu hafnar, hafði Erik fengið botn- langakast og var lagður inn á sjúkrahúsið í bænum. Skipstjórinn hafði samið við veitingamanninn, að hann veitti Erik húsnæði og fæði þar til skip- ið kæmi aftur, þegar hann út- skrifaðist af sjúkrahúsinu, færi hann aftur í sitt skiprúm sem kyndari. Erik lagði handleggina fram á borðið og andvarpaði. Þrátt fyrir nokkra einmanakennd hafði hann notið hvíldarinnar í þessum af- skekkta bæ, því athuganir hans á mörgum sviðum og venjum Sik- ileyjarbúa höfðu dreift tímanum og vakið áhuga hans. En þó hafði hann stundum lent í smávandræðum vegna ókunnug- leika síns á skapferli hinna upp- stökku og blóðheitu eyjaskeggja. Eins og til dæmis í gærkvöldi. Erik hafði setið með hvítvíns- glas á veitingastofunni og ein- hvern veginn, án þess að gera sér grein fyrir ástæðunni, hafði hann lent í útistöðum við hóp manna, sem sátu þar. Það kom til orðahnippinga og Erik, sem ekki var sterkur í ítölskunni hafði víst misskilið mál hinna, en lét sér það í léttu rúmi liggja. Mennirnir höfðu sig á brott, EINVÍGIÐ en veitingamaðurinn neri hendur sínar með angistarsvip. „Signor, þetta var hörmulegt. Þetta fer illa“, og svo bætti hann varfærnislega við, að einvígi tíðkuðust ennþá í landinu. Þetta væri mjög alvarlegt tilfelli. Erik geispaði, hagræddi sér á bekknum og lét sig dreyma á- fram. Það sem veitingamaðurinn hafði sagt hafði ekki truflað ró hans. — Bara að Bartonia færi nú að koma. Hann tók ekki eftir tveim mönnum, sem komu inn, fyrf en þeir komu að borði hans, ásamt veitingamanninum: „Signor, hvað sagði ég yður í gærkvöldi? Þeir eru hér komnir til þess að skora yður á hólm!“ Erik leit á mennina. Hann var alls óhræddur, en óneitanlega hljómaði þetta óþægilega. Annar mannanna sagði nokkur orð við veitingamanninn, sem hann túlkaði á bjagaðri ensku: „Þeir segja að þeir séu sann- færðir um, að skandinaviskur sjómaður sé ekki hi’æddur við að taka á móti áskorun signors Conti“. „Þar hafið þér á réttu að standa“, sagði Erik. „Skammbyssa eða sverð?“ Það skipti ekki máli hvað það yrði. Erik kunni hvorki að fara með skammbyssu né sverð. En huglausan skyldu þeir aldrei fá ástæðu til að kalla hann. „Þar sem þér eruð sá, sem skorað er á, eigið þér réttinn til að velja yður vopn. Herrarnir spyrja hvort þér samþykkið tím- ann klukkan fimm hérna eftir tvo daga“. Erik hugsaði sig um drykk- langa stund. Allt í einu hló hann hjartanlega. Þetta passaði hon- um ágætlega, sagði hann og vopn- ið, sem hann ákvæði skyldu þeir fá að vita þá. Hvað, sem annars mátti segja um Sikileyingana í þessum smá- bæ, þá var eitt víst; kurteisir voru þeir, hugsaði Erik þegar þeir kvöddu hann með djúpum elegant hneigingum. Og eftir þennan atburð óx drjúgum aðsóknin að veitinga- húsi signor Robellis. Erik skild- ist að atburður, sá sem í vændum var, væri ekki óalgengur þarna, en að Norðurlandasjómaður léki þar annað hlutverkið, það mátti víst kallast fátítt. Erik tók öllu þessu með stök- ustu ró. Hann lagði allt traust sitt á hugmynd, sem hann hafði fengið og myndi bjarga honum út úr þessum vanda. Hann hélt sig stöðugt á veitingastofunni og gestirnir sveimuðu í kringum hann og samræðurnar voru fjör- ugar á máli, sem hann skildi ekki orð í. En honum varð brátt ljóst, að signor Conti sjátrari, sem hafði skorað hann á hólm, var ekkert lamb að leika við og að hann kunni vel að handleika bæði byssu og sverð. Veitingamaðurinn var óþreyt- andi að vara Erik við andstæð- ingi hans og koma með alls konar ráðleggingar: „Conti er öruggur með skammbyssuna. Hann missir aldrei marks. Og hann er vígfim- ur með sverðið. — Ég kenni svo sannarlega í brjósti um yður, signor“. Erik yppti öxlum. Hann sat og horfði á stórar og sterklegar hendur sínar. 292 VlKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.