Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1973, Blaðsíða 51

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1973, Blaðsíða 51
í varúðar'skyni, áður en hann fékk Abbott kíkinn, en hann hafði staðið þögull hjá í návist yfir- manna sinna. „Vertu vel á verði,“ sagði Bush. Niðri var Hornblower tekinn að láta rigna skipunum, en menn voru þegar á ferð og flugi. Á skotstæðunum voru þeir að leysa bönd af þeim byssum, sem enn voru fastar, og Bush sá að Horn- blower var að skipa öðrum hópi manna fyrir verkum með snögg- um bendingum. Að venju voru ýmsir, sem komu til Bush, og báðu um fyrirmæíi eða leyfi til einhveis, og þegar hann hafði af- greitt þetta, þá var fárinn að rísa upp reykur í ofni í einu horni virkisins og brakaði og gnast í eldsneytinu í honum. Bush gekk þangað. Þar var sjómaður og hamaðist á fýsibelg, tveir aðrir voru að bera við úr hlaða við vegginn, og þegar ofndyrnar opn- uðust var hitinn frá þeim svo snarpur í andlitið á Bush, að hann hörfaði frá. Hornblower kom á spretti eins og vant var. „Hvernig er kúlan, Saddler," sagði hann. Undirforinginn greip tvær tuskur og hlífði með því höndum sínum um leið og hann greip um tvær stengur, sem stóðu út úr ofninum, og ógu salt við aðrar hinu megin. Þegar hann dró stengurnar til sín kom í ljós að þær voru allar hluti af stórri járnrist, en miðja hennar var inni í ofninum yfir bálinu sjálfu. Þegar grindin kom úr sást að á henni lágu fallbyssukúlur og voru svartar í sólskininu. Saddler fiutti til uppi í sér tóbakstuggu, og spýtti á þá kúluna, sem næst honum var. Tóbakslögurinn sauð á kúlunni, en ekki snarpt. „Ekki mjög heit ennþá, herra,“ sagði Saddler. „Við skulum sannarlega steikja svínin,“ sagði maðurinn með fýsibelginn óvænt. Hann góndi upp þar sem hann kraup við blásturinn, og það var hrifning á svip hans af þessari tilhugsun, að steikja óvin sinn lifandi. — Hornblower leit ekki við hohum. VlKINGÚE „Þið þarna, burðarkarlar, lát- um okkur sjá til hvers þið dugið.“ Nokkrir menn höfðu komið með Hornblower og báru tæki, sem var tvær járnstengur tengd- ar saman með öðrum, er lágu í kross. Saddler tók tengur og færði kúlu varfærnislega af grindinni yfir á tengurnar. „Frá með ykkur tvo,“ sagði Hornblower, „næstu menn.“ Þegar kúla var komin á hverja burðarstöng, lagði Hornblower af stað og burðarmennirnir með honum. „Þá er að koma þeim í byss- urnar.“ Bush elti fullur af forvitni. Mennirnir fóru upp á byssustæð- ið, en þar voru nú menn við hverja byssu. Þeim hafði verið kippt inn svo að hægt væri að komast að byssukjöftunum, en balar með vatni stóðu hjá hverri byssu. Hornblower skipaði fyrir verkum, lét fyrst setja þurrt aft- urhlaðið í byssuna, síðan blautt, og var þetta rekið niður í hlaup- in með krassa. Þar næst kom það, sem ekki var auðvelt, en það var að koma kúlutöngunum svo fyrir, að kúlurnar rynnu upp í byssu- hlaupin. „Spánverjarnir hafa æft þetta betur en við töldurn," sagði Horn- blower við Bush, „ef dæma má af því hvernig þeir stóðu sig í gær.“ Kúlunum var samt komið fyrir og það heyrðist hviss um leið og þær hittu blauta púðann í hlaup- inu. „Út með þær,“ og mennirnir hertu sig við að koma þessum þungu fallstykkjum út í skotrauf- arnar. „Miðið á nesið þarna hinumeg- in og skjótið." Byssumar voru lagðar til og byssustjórinn var þegar tilbúinn með kveikivöndulinn og hleypt var af hverri byssu um leið og hún var tilbúin. Skothvellurinn hljómaði allt öðruvísi þarna á föstum pallinum heldur en um borð í þrengslunum neðan þilja á skipi. Létt gola blés reyknum til hliðar. „Nokkuð gott,“ sagði Horn- blower og bar hönd fyrir augu meðan hann fylgdist með hvar kúlurnar komu niður. Svo sneri hann sér að Bush. Þetta verður gáta fyrir herrana þarna hinu- meginn, því þeir vita ekki á hvað við erum að skjóta. „Hvað líður langt,“ sagði Bush, sem hafði horft á aðfarirnar með óttablandinni forvitni, „hvað tek- ur það langan tíma þangað til kúlan brennir sig gegnum tusk- urnar og hleypir af sjálf ?“ Það er eitt af því, sem ég veit ekkert um, herrá,“ svaraði Horn- blower og glotti, „en ég yrði ekk- ert hissa þótt við kæmumst að því áður en deginum lýkur.“ „Líklegt er það,“ sagði Bush, en Hornblower hafði snúið sér að manni, sem kom hlaupandi inn á pallinn. „Hvað ert þú að gera hér?“ „Koma með púður,“ svaraði maðurinn undrandi, og benti um leið á dollu með púðurpokum. „Farðu og bíddu eftir skipun- um,“ sagði Hornblower. „Farið þið allir,“ bætti hann við, en skot- færamennirnir hörfuðu undan honum, enda sýndist hann reiður. „Hreinsið byssurnar,“ sagði Hornblower við skytturnar, og jafnframt því, sem hlaupin voru hreinsuð með blautum tuskum, sneri hann sér að Bush aftur. „Við getum ekki farið nógu gæti- lega að þessu. Það er ekki heppi- legt að fá þurrar púðurhleðslur og glóandi kúlur í senn á þennan pall.“ „Áreiðanlega ekki,“ sagði Bush, og var nú í senn ánægður og argur yfir því að Hornblower hafði stjórnað og skipulagt þetta allt með ágætum. „Nýja púðurpoka," kallaði Hornblower, og mennirnir, sem hann hafði rekið á brott, komu nú aftur með byrðir sínar. „Þetta eru ensk skot — það þori ég að fullyrða." „Hversvegna það?“ „Pokarnir eru úr ensku efni, stangaðir og fylltir eins og okkar skothylki. Sennilega er þetta ránsfengur frá Englandi." 299
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.