Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1973, Blaðsíða 55

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1973, Blaðsíða 55
virtust óvenju hvítar þegar hann brosti í átt til Bush. Skytturnar voru farnar að hrópa, og undir var tekið annarsstaðar í virkinu. Allt í einu gaus upp svartur og þykkur reykjarmökkur um miðju skipsins, og þeir sáu stór- sigluna falla, og rétt í því barst mikill hvellur til þeirra. Eldurinn hafði komizt í púðurgeymslu skipsins, og þegar reykurinn sveif frá, sást hvar skonnortan lá næstum á þurru í tvennu lagi, hún hafði sprungið í sundur í miðju. Framsiglan stóð stutt og hrundi síðan. Eldur logaði í stafni skipsins og skut, en bát- arnir reru brott með áhöfnina og stefndu til lands. „Ljótt er að sjá,“ sagði Horn- blower. En Bush gat ekki séð neitt leiðinlegt við þetta, brennandi óvinaskip. „Hér kemur sú næsta.“ sagði hann. „Hún hlýtur að vera hér um bil í skotmáli.“ Hin skonnortan kom um sund- ið, líka dregin af bátum og segl uppi. Hornblower sneri sér að byssunum. „Eruð þið búnir að koma auga á næsta skip til þess að miða á?“ kallaði hann, og var svarað með glaðhlakkalegri háreisti, og svo sneri hann sér að Saddler, og skipaði honum að senda fleiri kúlur upp. Burðarkarlarnir komu enn upp á pallinn með glóandi kúlur, og nú voru þær sannarlega glóandi. Hitinn frá þeim var eins og bylgja. Það var farið að eins og áður, en nú heyrðust formælingar frá mönnunum við byssurnar, og ein kúlan skall á byssustæðið og lá þar hvítglóandi. Hinar byss- urnar höfðu ekki verið hlaðnar. „Hvað er að þarna?“ kallaði Hornblower. „Herra, það . . .“ En Hornblower var þegar far- inn af stað til þess að sjá sjálf- ur hvað væri þarna á seyði. Úr einum byssukjaftinum lagði gufu, úr öðrum þrem heyrðist hið venjulega hviss þegar heit kúla lagðist að blautum púða, en við hinar var ekkert gert. VlKINGUE „Hvað er að? Haldið áfram að skjóta. Veltið þessari kúlu burt.“ „Kúlurnar passa ekki, herra,“ sagði einn mannanna, um leið og annar fór að baxa við að velta kúlunni frá. Burðarmenn hinna kúlnanna stóðu hjá sveittir. Áður en Hornblower gat sagt nokkuð drundi í einni byssunni — menn- irnir voru enn að koma henni í rétt horf, og byssan hafði hleypt af sjálf. Maður settist niður og öskraði af sársauka, því að þegar byssan sló um leið og skotið hljóp af, hafði byssuvagninn hnykkzt aftur og yfir fótinn á manninum. Skytturnar við hinar byssurnar reyndu ekki að miða heldur hleyptu þegar af byssum sínum. „Farið með hann niður til herra Pierce,“ sagði Hornblower og benti á særða manninn. „Við skulum athuga þessar kúlur.“ Hornblower sneri aftur til Bush, og var ömurleikasvipur á andliti hans. Hann var sýnilega sár og vandræðalegur. „Hvað er að?“ sagði Bush. „Þessar kúlur eru of heitar,“ sagði Hornblower. „Fjandinn hirði mig. Ég hugsaði ekki um þetta. Þær hafa farið að bráðna í hitanum og eru orðna aflagaðar svo að þær falla ekki í byssu- hlaupin. Dæmalaust fífl gat ég verið að hugsa ekki um þetta.“ Bush gat sem æðstráðandi held- ur ekki sagt að hann hefði ekki heldur hugleitt málið þannig, svo að hann sagði ekki neitt. „Og þær, sem ekki voru aflagð- ar voru samt of heitar,“ sagði Homblower. „Ég er mesti asni, sem guð hefur skapað. Kolvitlaus. Sáuð þér hvernig byssan hleypti af sér sjálf ? Nú verða mennirnir hræddir og miða ekki vandlega — hleypa af í snatri af ótta við bakslagið. Ég er — kærulaus krúnkhrafn, það veit guð!“ „Svona, svona, taktu þessu með stillingu,“ sagði Bush og velt- ust í honum ýmsar tilfinningar. Hornblower barði hægri hnefa í vinstri lófa og formælti sjálf- um sér og var hlálegur að sjá, næstum hlægilegur. Bush vissi það mæta vel, að Hornblower hafði til þessa staðið í starfi sínu og afburða vel, að hafa náð tök- um á jafn erfiðu viðfangsefni og tækni við að nota heitar kúl- ur með engum fyrirvara. Auk þess varð hann að viðurkenna að Bush hafði næstum gramist stundum hvað Hornblower var óðfús til þess að taka á sig áhættu og ábyrgð, og þessi gremja gat jafnvel stafað af einskonar afbrýðisemi út af því hve Hornblower stjórnaði vel — og þetta var sannarlega ekki eft- irbreytnisvert, enda hafði Bush afneitað þessu ofsalega ef því hefði verið hreyft eða hann gert sér grein fyrir því. Samt sem áður varð Hornblower af þessu enn skoplegri eins og ástatt var. „Láttu ekki svona,“ sagði Bush og kímdi. „En ég verði yfir mig vondur þegar ég . . .“ Hornblower hætti í miðri setn- ingu. Bush gat blátt áfram séð hvernig hann beitti sig valdi til þess að ná stjórn á sér, gat séð að honum gramdist að hafa látið skapið hlaupa með sig í gönur, gat séð grímu hins rólynda bar- dagamanns setta upp og á sinn stað til þess að dylja ofsann, sem inni fyrir bj ó. „Viljið þið taka við stjórn hérna,“ sagði hann og það hefði getað verið allt annar maður, sem talaði. „Ég verð að líta eftir ofn- inum og segja þeim að fara sér hóflega með fýsibelgina.“ „Ágætt, herra Hornblower. Sendið kúlur upp, og óg skal sjá um að miða á skonnortuna." „Ójá, ójá, herra. Ég ætla að senda upp síðustu kúluna, sem var látin í ofninn. Hún getur ekki hafa hitnað svo mjög.“ Hornblower þaut niður, en Bush flutti sig til og fór að stjórna skyttunum. Skotfæri og kúlur komu upp á pallinn, og Bush sagði þeim að taka öllu með ró. „Þessar kúlur eru ekki eins heitar og hinar,“ sagði hann. „Miðið vandlega.“ En þegar Bush klöngraðist upp á virkisvegginn og beindi kíki 303
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.