Sjómannablaðið Víkingur


Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1973, Blaðsíða 1

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1973, Blaðsíða 1
EFNISYFIRLIT: Guðm. Jensson: Hinar gleymdu stríðshetjur hafsins Vélskóli Islands settur Jón Eiríksson skipstjóri: Hugleiðingar um nokkrar hafnir og hafnarsvæði Vör hf. Viötal viö Þorbjörn Karlsson: Verður tölva Háskólans notuð við dauðaleit á sjó? „REYKVlKINGUR". Æskulýðsráð eignast skólaskip Júlíus Julinusson skipstjóri - Minning Bréf um lögreglu Guðmundur Þorbjörnsson: Mömmudrengir Kynbætur fiska Árni Magnússon, skipstj. - Minning Konráð Gíslason sextugur Félagsmálaopnan Jónas Guðmundsson: Hver á fugla? Frívaktin o. m. fl. SJÓMANNABLAÐIÐ VÍKINGUR Útgefandi F. F. S. I. Ritstjórar: Guðmundur Jensson (áb.) og Jónas Guðmundsson. Ritnefnd: Böðvar Steinþórsson, formaður, Páll Guð- mundsson, varaform., Ólafur Vignir Sigurðsson, Ingólfur S. Ingólfsson, Hafsteinn Stefánsson, Bergsveinn S. Bergsveinsson og Helgi Hall- varðsson. — Blaðið kemur út einu sinni í mánuði og kostar árgangur- inn 750 kr. Ritstjórn og afgreiðsla er að Bárugötu 11, Reykjavík. Ut- anáskrift: „Víkingur", pósthólf 425, Reykjavík. Sími 156 53. Prentað í Isafoldarprentsmiðju hf. SJÓMANNABLAÐIÐ VIKINGUR 35. ÁRGANGUR 9.-10. TÖLUBLAÐ1973 Guðmundur Jensson Hinar gleymdu stríðshetjur hafsins Að áliðnu sumri árið 1939, fyr-. ir rúmum 34 árum leið að þeim dögum, er óveður styrjaldar virt- ist yfirvofandi. Allt var á hverfanda hveli í ná- lægum löndum, í allri Norðurálfu og jafnvel um víða veröld. Ugg- vænleg blika tíðinda færðist jafnt og þétt yfir löndin og hafði raun- ar aldrei tekið af allt tímabilið milli styrjalda, enda þótt margir, þrátt fyrir allt fælu með sér vonir um batnandi tíma. 1 úthafinu gat íslenzka þjóðin ekki lifað einangruð, án skipa- kosts. Þegar nágrannaþjóðir okkar hvorki höfðu getu né vilja til þess, að halda eðlilegu sambandi við okkur sjóleiðina, var það lífs- nauðsyn landsmanna sjálfra, að treysta á sinn eigin skipastól til fiskveiða og siglinga. Það sem menn grunaði verst skall yfir 3. september 1939. Á þeim sama degi hófst orrust- an um Atlantshafið og margt skeði háskalegt á tímabilinu til 4. maí 1945. Erfitt var að gera sér grein fyrir framtíð siglingamála okkar og mikil óvissa ríkti í þeim efnum, enda þótt sýnt væri, að fiska yrð- um við og að fiskiskip okkar; tog- arar og stærri bátar, ásamt kaup- skipaflotanum þyrftu, fyrir þjóð- arheill, að leggja út í óvissuna, með þeirri áhættu og fórnum, er því hlaut að fylgja. Margir miðaldra íslenzkir sjó- menn og eldri höfðu fengið reynslu frá fyrri heimsstyrjöld. En nú var vitanlegt að átökin á hafinu yrðu ferlegri en áður höfðu þekkst, sakir aukinnar tækni til hernaðar og tortím- ingar. Var mikið um ástandið rætt meðal sjómanna og þó æðrulaust. Má fullvíst telja, að andi sjó- mannastéttarinnar hafi verið mjög í samræmi við forsíðuávarp, sem birtist í Víkingi, september- hefti 1939, er víst óvíða að finna slíka áeggjan, sem þar kom fram fyrir þjóð okkar hjá sjómanna- stéttinni og fer það hér á eftir til upprifjunar: ,,Nú dregur til stórtíðinda í Ev- rópu. Stærstu og voldugustu menningarþjóðir álfunnar hafa lýst friðslitum sín á milli, og ekki er annað sýnna, en meginland Ev- rópu og höfin í kring, muni brátt enduróma af fallbyssudrunum og flugvélagný, ásamt kvalaópum særðra og deyjandi. Endir og af- leiðing viðburðanna er öllum hulin. Við íslendingar erum fámenn, fátæk og afskekkt þjóð. Við get- um því, að flestra dómi, verið nokkuð öruggir um líf og land. Við getum farið í kvikmyndahús, á dansleiki og rabbað yfir kaffi- bollunum, án þess að þurfa að vera viðbúin að hlaupa í sprengju- heldar hvelfingar, með grímur í

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.