Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1973, Blaðsíða 2

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1973, Blaðsíða 2
höndunum, til varnar eiturgasi, og bíða þar í óvissu eftir að sjá hvort ofanjarðar stendur steinn yfir steini. En þrátt fyrir þessa afstöðu og aðstöðu Islendinga og íslands, má þjóðin búast við að nokkuð verði þrengt kosti hennar frá því, sem áður var. Þjóðin verður því að taka því, sem að höndum ber með skynsemi og stillingu, slaka til á kröfum sín- um, þótt fyllilega réttmætar séu, meðan nýtilkomið styrjaldar ástand helzt. Þetta síðasta á ekki sízt við sjó- mennina, sem eiga óuppgerða reikninga við stjórn og þing í rík- ara mæli en nokkur önnur stétt. En einmitt því fremur sýna sjó- menn þegnskap sinn og dreng- lund, með því að ganga ótrauðir fram fyrir skjöldu um afla og að- drætti í þjóðarbúið á þrengingar- tímum. Sjómenn leggja líf og limi í hættu á friðartímum og fá minni þökk en skyldi. En vera kynni að augu þeirra, sem kaldrifjaðastir eru í garð sjómannastéttarinnar íslenzku, opnist ekki í annan tíma betur en nú fyrir því hvar þjóðin væri stödd, ef atorku sjómann- anna nyti ekki við. Enn gæti svo tiltekist að þeir, sem sitja á hjass- anum heima í inni sínu, meðan slysa- og lífshætta sjómanna margfaldast, skilji að hér á landi er risin upp stétt manna, sem ber á herðum sér íslenzka menn- ingu og afkomu, frekar öðrum ís- lenzkum stéttum." Eg held óhætt megi telja, að íslenzkir sjómenn hafi brugðist karlmannlega við þessari ,,her- kvaðningu", enda galt íslenzka þjóðin mikið afhroð á sjómönn- um sínum. T. d. árið 1941 fórust 140 af völdum styrjaldarinnar. Þætti það hlutfallslega allmikið mannfall meðal miljónaþjóða. Einhver kann að spyrja hvers- vegna verið sé að rifja þetta upp, löngu liðna tíð og er það að von- um. Sjómenn fengu sína áhættu- þóknun og máttu því allvel við una. En ef skyggnst er til for- tíðarinnar er ekki erfitt að finna að þau laun, sem þeir báru úr být- um, fuðruðu upp á ótrúlega skömmum tíma í óðaverðbólgu og dýrtíð. Eftir að Noregur var hertek- inn 9. apríl 1940 sigldi norski verzlunarflotinn, sem var mikill að vöxtum og gæðum svo til allur fyrir Bandamenn allt til stríðs- loka. Norðmennhöfðu á hendi útgerð sinna eigin skipa og stjórnuðu þeim sjálfir frá London og hét útgerð þeirra „Nortraship" og í stríðslok áttu þeir sjóð, um 44 millj. norskar krónur, sem ráð- stafa skyldi sem styrk til þeirra norsku sjómanna, sem siglt höfðu á skipum þeirra og sem hét „Nos- traship Sjömannsfond." 6. desember 1948 samþykkti Norska Stórþingið lög fyrir sjóð- inn og reglur voru settar um út- hlutun styrkja úr honum til norskra sjómanna sem siglt höfðu styrjaldarárin og fjölskyldna þeirra. Fyrir rúmu ári síðan samþykkti stórþingið að greiddar skyldu 180 n. kr. fyrir hvern stríðssiglingar- mánuð. Útgjöldin, sem samþykkt voru á aukafjárlögum fyrir árin 1972 og 1973 námu 105 millj. n. kr. og fyrir rið 1974 eru þau áætluð 50 millj. n. kr. 1 þessu sambandi hvarflar sú hugsun að manni hvort íslenzka þjóðin hafi sýnt sínum „stríðs- hetjum" þá ræktarsemi, sem telja má að Norðmenn hafi sínum. Margir okkar sjómanna, sem sigldu meira og minna öll stríðs- árin eru nú að verða eða þegar orðnir gamlir menn. Nú segir fátt af hvort heilsa þeirra stenst samanburð við þá, sem alt stríðið höfðu fast land undir fótum. Lífeyrissjóðir fæstra þeirra voru stofnaðir fyrr en 1959 og síðar. Væri ekki viðeigandi að athug- að sé hvort þeir hefðu ekki, sumir þeirra, þörf fyrir rausnarlegri ellistyrk?, sem smá viðurkenningu fyrir framlag þeirra þegar ætt- jörðin þurfti mest á þeim að halda. SKILTIÐ Það var á heimili hátt setts em- bættismanns, að húshjálpin kom til frúarinnar og sagði upp starf- inu. „En góða mín, hversvegna?, spurði frúin undrandi. Okkur hjónunum líkar svo vel við yður.“ „Mér líkar einnig vel við herr- ann og frúna, en ég er orðin svo taugaóstyrk; það hangir skilti í ramma yfir rúminu mínu og á því stendur ísaumað með gylltum stöfum: „Vertu vakandi, því þú veist aldrei hvenær herran kem- ur.“ „Ó, ekki annað!“, sagði frúin og létti við. „Þetta eru hrein mis- tök. „Nú skal ég færa skiltið, það á nefnilega að hanga yfir mínu rúmi!“ „Og þetta var þá alltsaman plat!“ hrópaði stúlkan. „Ég fer á stundinni.“ 306 VÍKINGUE

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.