Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1973, Blaðsíða 5

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1973, Blaðsíða 5
Frá skólasetningu Vélskóla fslands 1973. Fjöldi 25 ára nemenda var viðstaddur skólasetninguna. Á myndinni eru talið frá vinstri Þorsteinn Ársælsson, Jón Otti Jónsson, Bjarni Júlíusson, Steinar Steinsson, Árni Valdimarsson og Karl Magnússon. Að baki Karls má sjá Vilhjálm Jónsson og Helga Árnason. við báðum Varnarmálanefnd að útvega okkur þá, og brást hún fljótt og vel við. Fengum við því þarna þrjá gangráða samtals, okk- ur að kostnaðarlausu. Að vísu eru þetta notaðir hlutir, en vel brúk- legir til kennslu og kunnum við þessum aðilum bestu þakkir. Skól- inn hefur keypt sænskan Kálle- gangráð til æfinga, en þessi teg- und gangráða er nú mjög að ryðja sér til rúms. Vtliugn mcA knu|> ú frystivól í athugun er að kaupa frysti- vélasamstæðu, sem ætluð er til kennslu, og er mikið notuð í dönskum vélskólum, en slík sam- stæða kostar um hálfa milljón króna. Síðastliðinn vetur gaf Cater- pillar-umboðið skólanum notaða vél, nýlega, en með brotinn sveif- arás. Ætlunin er að byggja þessa vél upp í vetur og hefur umboðið heitið okkur að útvega með góð- um kjörum varahluti og nútíma stillibúnað á þessa vél og kann skólinn forráðamönnum Heklu hf. bestu þakkir fyrir þessa rausnarlegu gjöf. Mötuncyti vi«> skólann Menntamálaráðherra hefur ákveðið, að mötuneyti skuli verða rekið við skólann í vetur, og hef- ur nú farið fram gagngerð breyt- ing á eldhúsi og matsal skólans. Mötuneytið verður rekið af Hótel- og veitingaskólanum undir stjórn hins nýja skólastjóra Friðriks Gíslasonar. Er að því augljóst hagræði fyrir allan þorra nem- enda og þá ekki síst heimavistar- menn, að geta fengið keyptan góðan mat við sanngjörnu verði. Farmanna- og fiskimannasam- band Islands kom því til leiðar að námskeið fyrir yfirmenn á skip- um voru haldin við Sjómanna- skólann. Þörf fyrir slík námskeið er nú orðin mjög brýn vegna komu hinna nýju skuttogara. Ef nokkrum er það ljóst, þá er það Vélskólamönnum, að nú er ekki lengur um það að ræða, að menn verði fullnuma eða útlærð- ir, án þess þó að verið sé á nokkurn hátt að vanmeta sína fyrri menntun. Þetta gildir lík- lega um flestar stéttir, sem þurfa á tæknimenntuðu fólki að halda, tækninni fleygir svo óðfluga fram. Framhaldsnúmskelö fyrir vclstjóra Gerð var tilraun með þetta síð- astliðið vor og var búist við lítilli þátttöku, vegna tómlætis eldri vél- stjóra og skilningsleysis atvinnu- rekenda. Var ákveðið, að ekki yrði af námskeiðinu, ef færri en 10 vélstjórar sæktu um þátttöku. En þetta fór á annan veg. Um 60 vélstjórar sóttu um þátttöku í námskeiðinu, en ekki var hægt að taka við nema um 30 mönnum í einu. Að sögn þeirra, er sóttu þetta fyrsta námskeið, tókst það hið besta í hvívetna og var kenn- urum og skólanum til sóma. Það er von okkar allra, að hér sé skól- inn á réttri leið. Vegna þess hve mörgum varð að neita um þátttöku í vor, var Frh. á bls. 8U8 VlKINGUR 309

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.