Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1973, Blaðsíða 7

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1973, Blaðsíða 7
Stokkseyrarhöfn október 1973. Á myndinni sést viðleguplássið allt, sem þessi fornfræga verstöð getur boðið. Margir tala nú um, að vert ss að rannsaka hafnar- stæði Eyrarbakka og Stokkseyrar fyrir stórskipaböfn. uppdrættinum í Morgunblaðinu, og Hópinu lokað á þann hátt. En þar fyrir innan er grunnt og skerjótt, og myndi það kosta ógiynni fjár að byggja garðinn og dýpka höfnina. Og hvernig eiga skip að komast þangað inn ef eitthvað er að veðri, þegar að- siglingarleiðin er einn brimgarð- ur allt að tvær sjómílur tl hafs, að sögn blaðamannsins. Hætt er við að það kostaði drjúgan skild- ing og tæki sinn tíma, að sprengja nægilega djúpa og breiða leið í gegnum skerjagarðinn, og hreinsa hana. <tOO niilljónlr í l>or]Akshöfn Til framkvæmda í Þorlákshöfn á að verja 600 þúsundum af þess- um 1000 þús. krónum. Þessi skipt- ing fjárins var þó ekki að fullu ráðin, þegar Morgunblaðið átti viðtal við hafnamálastjóra i byrjun ágúst. Ekki kvað hafnam,- stjóri það heldur fullráðið, hvern- ig framkvæmdum þar yrði hagað, cn taldi víst að ekki yrði grafið inn í landið, eins og sumir hefðu talað um. Er sú afstaða hans skiljanleg, þegar hafður er í huga áhugi hans á stækkun landsins með uppfyllingum út í sjóinn. Gröftur mundi skerða landið, en hinsvegar miklir möguleikar til uppfyllinga þar, sem garðar eru gerðir. Þessir sumir, sem hafna- VÍKINGUR m.stjóri segir að vilji grafa höfn- ina inn í landið, munu margir hverjir halda því fram, að það sé besta, ef ekki einasta, leiðin til að gera örugga höfn í Þorláks- höfn fyrir stærri skip, þótt senni- lega megi tryggja smærri skipum dágott skjól með því að gera garð út í hornið á norðurgarðin- um og opna mynni gegnum „Ell- ið", eins og sýnt er á uppdrætt- inum í Morgunblaðinu. Verði ská- strikaði garðurinn byggður, en sá svartstrikaði ekki, hygg ég að lítið skjól verði þar inni, hvort heldur um er að ræða lítil skip eða stór, jafnvel þótt skástrikaða framlenging brimbrjótsins verði gerð. En til þess að nýta það vatnssvæði, sem þarna myndast (í báðum tilvikum) þarf mikið að grafa, og uppgröfturinn þá að sjálfsögðu notaður til uppfyllinga í bryggjur og annarstaðar. Nú væri ekki úr vegi að athuga lítið eitt nánar, hve mikil hjálp Vestmannaeyingum er að þessum hafnabótum í Grindavík og Þor- lákshöfn. Eftir þeirri upphæð að dæma, sem til þeirra er varið, ætti sú hjálp ekki að vera neitt smáræði. Meiri hluti Vestmannaeyjabáta • var gerður út frá Grindavík og Þorlákshöfn s. 1. vetur eftir að eldsumbrotin í Eyjum hófust. Flestum kemur saman um að það hafi verið hin mesta guðsmildi að ekki varð slys af, að hrúga svo mörgum bátum saman í þessum ótryggu höfnum. Var það næstum eingöngu því að þakka, að aldrei komu stórviðri, þegar allur báta- flotinn var í höfn. (Jiinió í Grindavik í sumar að viOIrguplássuni Nú hefir mikið verið unnið í Grindavíkurhöfn s. 1. sumar, eftir fréttum að dæma, og hefir mér skilist að mest áhersla hafi verið lögð á að auka viðlegupláss fyrir bátana, en minna gert til að auka öryggi þeirra. Höfnin er því jafn ótrygg og áður. Á það engu síður við um innsiglinguna. í Þorlákshöfn verður ekki byrj- að á framkvæmdum fyrr en næsta vor. Hvenær verður þeim lokið? Enga goðgá tel ég þó því sé spáð, að það verði ekki fyrir vetrarvertíð 1975. Verða þá Vest- mannaeyingar að búa við þetta sama hafnleysi í tvo vetur í við- bót, eða þrjá vetur alls, ef ekki rætist úr fyrir þeim á annan hátt. Vonir standa til að gosinu í „Eldfelli" sé nú lokið. (Ég álít þetta nafn allt of virðulegt, eftir allan þann óskunda, sem það hefir gei*t. Það ætti bara að heita „Öskuhaugur"). Þegar er hafinn flutningur fólks til Eyja, þótt í smáum stíl sé, og er það einkum vegna húsnæðisleysis að ekki flytja fleiri nú strax. Fiskiðju- verin og mörg önnur fyrirtæki eru að undirbúa starfrækslu þar. Vatn og rafmagn er á leiðinni frá landi, og hafnamálastjóri hrópar til þjóðarinnar í gegnum útvarpið einusinni og tvisvar á degi hverj- um, að það sé verið að dýpka höfnina (hluta af henni) og lag- færa innsiglinguna. Vonandi verður ekki látið þar við sitja, en öll höfnin dýpkuð, og verður þá Vestmannaeyjahöfn einhver besta og öruggasta höfn á öllu landinu. Samtímis þessari upp- byggingu í Eyjum munu bátarn- ir flytja þangað, og er útlit fyrir að nokkrir þeirra verði gerðir þaðan út í vetur. Minnkar þá Frh. á bls. 33í 311

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.