Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1973, Blaðsíða 11

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1973, Blaðsíða 11
hafa línuritin á 1. mynd verið nálguð eins og hér segir: Gert er ráð fyrir því, að vind- rek annarra báta en gúmmíbáta, sé svipað og rek gúmmíbáta. Þannig má reikna með því að lít- ill, léttur bátur hagi sér líkt og gúmmíbátur án rekakkeris en hlaðinn fiskibátur líkt og gúmmí- bátur með rekakkeri. Er því reiknað með, að mesta og minnsta rek slíkra báta falli milli sömu marka og rek gúmmíbáta. Hins vegar er rekstefna þessara báta í I. mynd. ReKhroði gúmmíbjörgunorbáfa mikilli óvissu, þar sem lega báts- ins í vatninu miðað við vindátt- ina getur haft áhrif á stefnuna. Er reiknað með því, að stefna þessara báta geti orðið allt að 40° frá vindstefnu á hvorn veg- inn sem er. Mötuu tölvuiiuar — I skýrslu minni fjalla ég svo um einstaka þætti málsins. Rætt er um vindstrauma, yfirborðs- hafstrauma, heildarrek (straum og vindrek), staðsetningarskekkj- ur og ákvörðun leitarsvæða. í þriðja lið skýrslunnar er fjallað um tölvuútreikning leitar- svæðis, um innlestursstærðir og tölvuútskrift. Þar koma til greina reiknings- legir möguleikar, þ. e. heimildir og annað, veðurfræðileg atriði, yfirborðsstraumar og aðrar töl- VlKINGUE fræðilegar upplýsingar, sem of langt er upp að telja, og svo f jar- lægð björgunarskipa. Þessi „mötun“ er byggð á 23 atriðum. Nú, úrvinnslan, eða tölvuút- skriftin getur verið á margan hátt, all't eftir óskum notenda. Eins og leitarforritið er nú útbú- ið, prentar tölvan út þær upplýs- ingar, sém sýndar eru á 5. mynd, sem er gerð beint eftir tölvuút- skriftinni. Þessar upplýsingar eru: Nafn skips Staðsetning (breidd og lengd) skipbrotsmanna og tími og dagsetning er slysið verður. Líklegust staðsetning (breidd og lengd) og tími og dagsetn- ing þegar björgunarskip koma á vettvang. Takmörk leitarsvæðis þ. e. breiddir norðui’- og suður- marka og lengdir austur- og vesturmarka. Eftir lokaorðum, kemur skrá um heimildarrit og viðbætir á A- Listun á tölvuforriti, en lokaorð- in eru á þessa leið: Hin tíðu sjóslys, sem urðu hér við land á síðastliðnum vetri, hafa að vonum vakið ýmsa til umhugs- unar um það, hvað gera má til að auka öryggi þeirra sem sjó- inn sækja. Þessi skýrsla er til orðin vegna athugana, sem hóf- ust um það leyti, sem fregnir af skipstöpum voru að því er virtist daglega í fréttamiðlum hér á landi. Tölvan getur verið gagnlegt hjálpartæki til að ákveða líkleg- asta svæði til leitar nauðstaddra á sjó. Með sínum mikla reiknings- hraða tryggir hún, að gernýta má allar nýjustu upplýsingar um strauma og veður á slysstað, og þannig er hægt að beina björg- unarskipum og flugvélum með öryggi og á svipstundu að líkleg- asta svæðinu. Margt er enn í óvissu um hegð- un gúmmíbáta á rúmsjó og út- reikningar á reki þeirra því ýms- um erfiðleikum bundnir. Síðasta Alþingi samþykkti fjárveitingu til mælinga á reki þessara báta hér við land og verður væntan- lega hafizt handa um þessar mæl- ingar strax á næsta vetri. Þær upplýsingar, sem þar kunna að fást, er auðvelt að fella inn í leit- arforritið, og þannig á að vera tryggt að útreikningarnir séu alltaf byggðir á nýjustu og beztu upplýsingum. Er það von mín, að það tölvuforrit, sem hér hefur verið lýst, geti í framtíðinni kom- ið að gagni við björgun nauð- staddra á sjó. Tilraunir hafnar í vetur á reki gúnimíbáta og fiskiskipa Núna í vetur er gert ráð fyrir að gerðar verði hér við land til- raunir á reki gúmmíbáta. Verður tilraunin sennilega gerð með það fyrir augum að safna sem víð- tækustum upplýsingum frá — vona ég — ýmsum landshlutum. Vitaskuld verða þessar rann- sóknir ekki tæmandi, en það er til dæmis mjög nauðsynlegt fyrir okkur að geta safnað upplýsing- um um rek gúmmíbáta í aftaka- veðri. Að vísu teljum við okkur geta reiknað út rekhraðaaukninguna, miðað við minni vindhraða, en það er ekki nóg. Ég geri ráð fyrir að varpað verði út mörgum gúmmíbátum, léttlestuðum og þunghlöðnum, með og án rekakkeris. Mun haf- rannsóknastofnunin og sjóslysa- nefnd væntanlega vinna að þess- um tilraunum og ýmsir aðrir að- ilar. Með svona tilraunastarfi, má án efa minnka leitarsvæðin til muna og ná betri árangri. Jafnframt þessu mun tölvan reikna stöðugt út staðsetningar einstakra báta og fæst þannig dýrmætur samanburður, segir Þorbjörn Karlsson, verkfræðing- ur að lokum. JG dk 315

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.