Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1973, Blaðsíða 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1973, Blaðsíða 14
t MINNING JÚLÍUS JÚLÍNUSSON SKIPSTJÓRI Júlíus Júlínusson, skipstjóri, sem lést 19. október s. 1., var elstur allra íslenskra skipstjóra á ís- lenskum verslunarskipum, fædd- ur 14. nóvember 1877, og var því tæpra 96 ára gamall, þegar hann dó. Með Júlíusi er í valinn fallinn sá öndvegismaður íslenskrar far- mannastéttar, sem tvímælalaust var fyrstur þeirra íslendinga, er leituðu sér alhliða menntunar og reynslu í sjómennsku meðal er- lendra þjóða, fyrir aldamótin síð- ustu, og sneri síðan heim til ætt- jarðar sinnar og lét íslensku þjóðina njóta góðs af þessari kunnáttu sinni og reynslu. Sextán ára gamall réðst Júlíus í siglingar með Dönum og sigldi á dönskum skipum, seglskipum og gufuskipum, sem háseti, stýri- maður og skipstjóri, þar til hann tók við skipstjórn á e. s. Goða- fossi í júní 1915. Goðafoss var annað skip h. f. Eimskipafélags íslands, og hóf siglingar þremur mánuðum á eftir e. s. Gullfoss, fyrsta skipi félagsins, og sigldi síðan á skipum þess þar til hann lét af skipstjóm á árinu 1940 fyrir aldurs sakir. Síðan starfaði hann sem eftirlitsmaður hjá Sjó- vátryggingarfélagi Islands í 20 ár. Júlíus var hraustmenni og mik- ill að líkamskröftum. Hann var einn þeirra manna, sem heldur vildu brotna en bogna, enda tókst Elli kerlingu aldrei að beygja hann, en braut hann að lokum eftir löng og hörð átök. Ég hef heyrt haft eftir Júlíusi, að hann hafi sagst ætla að verða 100 ára gamall. Hafi hann sagt það, þá hefur það vafalaust verið í gamni, enda sagði hann við mig ekki alls fyrir löngu, þegar hann fann að kraftarnir voru farnir að þverra, að nú væri lítils vert að lifa mik- ið lengur, og að hann væri ánægð- ur með og við því búinn að mæta sínu skapadægri hvenær sem vera skyldi. Júlíus hafði fastmótaðar skoðanir á mönnum og málefnum. I viðræðum, þar sem sitt sýndist hvorum, hélt hann fast á sínu máli og lét ekki sinn hlut fyrr en í fulla hnefana. Júlíus var talinn strangur húsbóndi á skipi sínu. Hann átti erfitt með að sætta sig við agaleysi landa sinna og virð- ingarleysi þeirra fyrir settum reglum, enda hafði hann sjálfur sætt ströngum aga hjá Dönum í sjómennskuuppeldi sínu. í sam- kvæmum og í þröngum vinahópi var ánægjulegt að vera með Júlí- usi, þá lék hann við hvern sinn fingur og var hrókur alls fagnað- ar. Gestgjafi var hann með ágæt- um. Júlíus nam siglingafræði við Stýrimannaskólann á Bogö í Dan- mörku á árunum 1901 og 1902, og tók þar bæði fyrsta og annan hluta, sem svo var nefnt þá, en Júlíus Júlínusson skipstjóri annar hluti er fullnaðarpróf í siglingafræði, og gefur full skip- stjóraréttindi, að öðrum skilyrð- um fullnægðum. En það var ekki að skapi Júlíusar að hætta við hálfnað verk, hann tók einnig þriðja hluta, en svo kölluðu gár- ungamir það, ef nemendum skól- ans tókst að ná í einhverja af hinum glæsilegu dætrum eyjar- skeggja fyrir eiginkonu. Kona Júlíusar hét Dagmar, dóttir Jörg- en Ibsen, skipstjóra þar. Þau eignuðust tvö börn, Guðrúnu og Ragnar, sem bæði eru gift og bú- sett í Danmörku. Dagmar dó 1951. Ári síðar kvæntist Júlíus Katrínu Söebeck frá Reykjar- firði. Hún dó 1972. Það er ekki ætlun mín að skrifa hér ævisögu Júlíusar. Hún hefur þegar verið sögð, og er að finna í bókinni „Hart í stjór", og stutt ágrip af ævi — og starfsferli hans er í bókinni „Skipstjórar og Skip“. Þessum fáu og fátæklegu orð- um vil ég ljúka með ósk um, að minning Júlíusar Júlinussonar verði ávalt í heiðri höfð meðal íslenskra skipstjórnarmanna á ís- lenskum verslunarskipum. Hann hefur til þess unnið. Ættingjum hans og vinum votta ég samúð mína. Jón Eiríksson. 318 YÍKINGUE

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.