Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1973, Blaðsíða 19

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1973, Blaðsíða 19
STÁLVÍK SIl NÍR SKUTTOGARI FYRIR SIGLFIRÐlNGA Séð aftureftir togaranum. Á myndinni þekkjum við Sigurð Sveinbjörnsson forstjóra. Jón Sveinsson forstjóri Stálvíkur h.f., Hjalti Björnsson skipstjóri og Þórður Vigfússon. Ritstjóri Víkings ræðir við Einar B. Þórðarson plötusmið hjá Stálvík hf. á siglingu frá Hafnarfirði til Reykjavíkur. Einar er fyrrv. togaraskipstj. en venti sínu kvæði í kross og lærði plötusmiði. Vinnslusalur um Borð í Stálvík. Það er einn höfuðkosturinn við skut- togarana, að mikið af vinnunni fer fram undir þiljum. Togarinn Stálvík er 46,5 metra langur og smíðaður fyrir Þormóð ramma hf. á Siglufirði. Skipið er knúið 1750 hestafla Wichmann aðalvél og í því eru tvær 230 K.V.A. Caterpillar ljósa- vélar, 300 hestafla þilfarsvinda frá Brussell í Belgíu og að sjálf- sögðu fulkomin siginga- og fiski- leitartæki. Rafeindatœki: Helstu tæki í brú eru: Ratsjár tvær, Raytheon báðar, 64 sjómílna langdrægi. Dýptar- mælar, annar Atlas 780 með fisk- sjó og botnstækkun, hinn er af gerð Atlas 470. Asdic er af gerð- inni Simrad SK3, ásamt flot- vörpusjá, gerð FL2. Loran, Mieco. Miðunarstöð, Taio. Talstöð, Skanti TRP400. Örbylgjutæki, Storno 600, 28 rása. Gíróáttaviti og sjálf- stýring af gerð Anschiitz. Fiskilest: Fiskilest er 17 metrar að lengd, 325 m3 og er aftari hluti hennar gerður fyrir stöflun fiskikassa, en röskur þriðjungur er innrétt- aður fyrir ísun fiskjar í stíur. Lestin er kæld með rörakerfi í lofti og á að halda hitastigi við frostmark. Kælivél er Bitzer VI Wa, 10 hestöfl. Einangrun lestar er polyuretan, sem sprautað er milli byrðings og 4 mm stálplötu- klæðninga, sem er bæði á lofti og þiljum, en botn er einangraður með frauðplasti og steinsteypu- gólfplötu. Færiband er eftir endi- langri fiskilest. ísvél af Finsam gerð framleiðir 6 tonn af ís á dag og ísflutnings- tæki eru einnig af Finsam gerð og flytja þau ísinn í slöngum þangað sem hann er notaður. Fiskimóttaka: Fiskimóttakan tekur 28 m3 af fiski „upp úr sjó“ og blóðgað er í fjögur blóðgunarker, sem taka samtals nálægt 16 tonnum af fiski. Slægingaborð eru fjögur og geta allt að 16 menn unnið sam- tímis að slægingu. Færibönd flytja karfa beint í þvottvél, svo og fisk frá slægingu. Samningur um smíði skipsins var undirritaður 16. september 1971, og samþykktur í desember 1971. Kjölur var lagður 2. maí 1972 og er afhending áætluð seinast í júlímánuði. I stj órn Þormóðs ramma hf. eru þeir: Ragnar Jóhannesson formaður, Hinrik Aðalsteinsson ritari, Sigurjón Sæmundsson, Eggert Theódórsson, Eyþór Hallsson. Kjölur hefur verið lagður að næsta togara af sömu gerð fyrir Guðmund Runólfsson o. fl. í Grundarfirði. VlKINGUR 323

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.