Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1973, Blaðsíða 21

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1973, Blaðsíða 21
50 ára loftskeytamannaafmæli 1923-1973 Aftari röð frá vinstri: Ragnar Guðmundsson, Ólafur Árnason, Jón F. Matthiasson, Pétur Brandsson og Einar Bjarnason. — Sitjandi: Snorri Jónasson, Kai Lorange og Óskar Bergmann Jónasson. — Á myndina vantar Kaare Forberg og Steingrím Matthíasson. Annað var það að sjómanna- samtökin voru ekki beðin um álit á þessu breytta fyrirkomulag’i vitaskipsins, enda kannski engin furða því þetta virtist ekki koma sjómönnum neitt við (aðeins Hag- sýslustofnuninni). Jón Eiríksson er með þanka í grein sinni um það hvaða hulin öfl höfðu þarna verið að verki, í sambandi við breytt rekstrarfyr- irkomulag vitaskipsins, það kem- ur að nokkru leyti í ljós hér fram- ar í greininni, samspil fjármála- ráðherra og hagsýslustofnunar- innar sem þóttist sjá sparnað í þessum ráðagerðum, en reiknaði þó dæmið aldrei til enda. Á meðan Árvakur var undir stjórn vitamála voru skráðir 11 menn á skipið. Eftir sparnað og undir yfirstjórn Landhelgisgæsl- unnar voru skráðir 14 menn á skipið. Fjárhagsáætlun fyrir skipið árið 1968 undir stjórn vita- mála var 7 millj., en fyrir árið 1969 þá undir yfirstjóm Land- helgisgæslunnar var 11 millj. Eins og sjá má getur það ekki hafa verið sparnaðar sjónarmið sem réði málum a. m. k. ekki með þessari tilfærslu, en hver var þá hin raunverulegi tilgangur þessa fyrirkomulags ? Þegar vitaskipið kom nýtt til landsins var mörgum manninum boðið um borð til að skoða skip- ið, þ. á m. Pétri Sigurðssyni for- stjóra Landhelgisgæslunnar, hafði hann þá látið að því liggja að yfir þessu skipi myndi hann ráða fyrr eða síðar. Nú bið ég þá er þetta kunna að lesa að líta ekki svo á, að ég hafi verið mótfallinn breyttri vinnutilhögun skipsins. Við yngri mennirnir, sem voru á vitaskip- inu fyrir breytingarnar vorum oft búnir að hugleiða það hvílíkur munur það væri ef þyrla flytti fyrir okkur gasflöskurnar á land eða byggingarefnið þar sem við urðum að vinna við frumstæð- ustu skilyrði. Það var að vísu ekki nema hluti starfs okkar, viðgerðir á innsiglingamerkjum, viðhald og viðhald á vitum, lagfæringar Frh. á bls. SU5 Það var efnilegur hópur ungra pilta, sem útskrifaðist sem fullgildir loft- skeytamenn vorið 1923 úr fyrsta reglu- lega loftskeytaskólanum, sem haldinn var hér á landi. Með þeim myndaðist vísir að nýrri atvinnugrein, sem mikið hefir komið við sögu kaupskipa — og togaraút- gerðar á Islandi, sem og f jarskiptamái þjóðarinnar. Á þessu sama ári stofnuðu þeir Fé- lag íslenzkra loftskeytamanna, sem í ár á því einnig 50 ára afmæli. í tilefni afmælisins buðu afmælis- börnin undirrituðum og Snorra B. P. Arnar, sem er einn á lífi af fyrstu kennurum skólans, í skemmtiferð upp að Hvítarbakka í Borgarfirði og var þar haldin dýrleg veizla. Viljum við Snorri nota tækifærið og þakka piltunum höfðingsskap þeirra og ógleymanlega samverustund. G. Jensson. Hópurinn á Hvítárbakka. Á myndinni eru einnig Snorri B. P. Arnar, fyrsti kennari Loftskeytaskólans, og Guðm. Jensson form. F. í. L. VlKINGUR 325

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.