Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1973, Blaðsíða 23

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1973, Blaðsíða 23
Gunnarsson og þá fiskifræSinga Dr. Bjarna Sæmundsson og Árna Friðriksson sem komu á fundi í félaginu með erindaflutning og ákveðin framfaramál. Hvað félagsmenn voru fram- farasinnaðir má benda á gamla fundargerð frá 6. febr. 1899. Þar kemur fram uppástunga um kaup á fyrstu síldveiðinót hingað til landsins, og Dr. Bjarni Sæmunds- son fenginn til að halda erindi um fiskiklak í sjó. öldumenn létu mikið bæjarmál Reykjavíkur til sín taka og neyttu áhrifa sinna til að fá mann úr sínum hópi í bæjarstjórn. Styrktarsjóður Öldunnar var stofnaður 1894. Tilgangurinn; að styrkja ekkjur látinna félags- manna. Stofnfélagar Öldunnar voru 24 menn, flestir skipstjórar frá skútuöldinni, allir héðan frá Reykjavík. Nú í dag er Aldan landsfélag með 500 félagsmenn á eftirtöldum svæðum: Reykjavík og nágrenni, Austurland, Snæ- fellsnes, Þorlákshöfn, Stokkseyri og Eyrarbakki, auk félaga úr nokkrum smærri sjávarplássum úti á landi þar sem ekki er fyrir stéttarfélag skipstj órnarmanna. Á árinu 1964 fór þáv. erind- reki öldunnar Ingólfur Stefáns- son austur á land og hélt fundi með skipstjórnarmönnum á fjörð- unum og lét þá ganga inn í félag- Frh. á bls. 329 Konráð Gíslason kompásasmiður Einn mestur samstarfsmaður okkar Konráð Gíslason, kompása- smiður varð 70 ára þann 10. okt- óber. Við þessi tímamót rifjast eitt og annað upp og finnst mér ástæða til að færa honum þakkir fyrir hans mikla og óeigingjama starf fyrir félagasamtök skip- stjórnarmanna, því sannleikurinn er sá að félagshyggju- og framá- menn okkar samtak fá oft óþvegnar skammir, en það sem þeir gera vel og marka oft tíma- mót í félagsbaráttunni, gleymist í þögninni. Við Konráð Gíslason höfum þekkst og starfað meira og minna að félagsmálum frá því 1933 eða KONRÁÐ GÍSLASON KOMPÁSASMIÐUR 70 ÁRA um 40 ár. Konráð hefur alla tíð yfirvegað hlutina málefnalega, og ekki látið pólitíkina eða önnur utanaðkomandi áhrif verka á af- stöðu sína til afgreiðslu mála. Tel ég það hans sterku hlið. Konráð hefur komið víða við varðandi málefni sjómannastétt- arinnar, og vík ég hér lítillega að þeim söguþræði. Undanþágur frá lögum um atvinnu við siglingar hafa verið eins og draugur í gegnum árin. Á alþingi 1927 var rætt um breytingar á lögum um atvinnu við siglingar, og varðandi af- greiðslu á þingi um breytinga- tillögu um að Samgöngumála- ráðuneytinu yrði heimilt að veita undanþágur frá gildandi lögum. Miklar væringar og deilur urðu um þessa lagasetningu, en eftir þungan félagslegan áróður gegn frumvarpinu, er Konráð tók virk- an þátt í með blaðaskrifum og fleiru, var ákvæði þetta fellt áður en lögin tóku gildi. Nú líður tíminn fram til haust- þings árið 1934, en þá kom fram á Alþingi tillaga um að breyta lögum um atvinnu við siglingar á þá lund, aðhækka 60 tonna próf- ið upp í 150 tonn án nokkurrar bóklegrar þekkingar. Áður var búið að hækka réttindin úr 30 tonnum í 60 tonn. Nú fannst flest- um er hugleiddu þessi mál, að mælirinn væri fullur, og hér væri á döfinni mjög vanhugsað mál, sem væri biturt kjaftshögg í and- lit skipstjóra og stýrimanna á fiskiskipum. Konráð brýndi okkur marga um að aðhafast eitthvað, til að reyna að hnekkja þessari vitleysu. Við sömdum svo eftirfarandi varnar og mótmælaskjal til Al- þingis er undirritað var af 82 827 SkoSun og viðgerð ó gúmmíbiörgunarbótum. Dreglar til skipa. - Fjölbreytt úrval. Söluumboð fyrir LINKLINE-neyðartalstöð. GÚMMÍBÁTAÞJÖNUSTAN Grandagarði - Sími 14010 VlKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.