Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1973, Blaðsíða 25

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1973, Blaðsíða 25
Eftir sameining'u félaganna sat Konráð mörg ár í stjórn Öld- unnar, og hefur jafnframt gegnt mörgum og margvíslegum trún- aðarstörfum fyrir Sjómanna- stéttina. Á þingum F.F.S.I., hefur hann setið frá stofnun þess. Þó margt mætti enn segja um félagsmálin og þrautseigju Kon- ráðs Gíslasonar þeim til fram- dráttar, læt ég hér staðar numið. Konráð Gíslason hefur alla tíð verið félagshyggjumaður, og fús til starfa, ráðsnjall og heilsteypt- ur og góður samstarfsmaður, og eiga þar margir honum gott upp að unna. G. H. 0. ALDAN Frh. af bls. 327 ið, síðan þá hafa 3 deildir innan öldunnar verið stofnaðar á Aust- urlandi og 2 þeirra nú starfandi með góðum árangri. önnur á Nes- kaupstað undir forystu Sigur- jóns Ingvarssonar og hin á Höfn í Hornafirði undir forystu Elías- ar Jónssonar. Árið 1967 fer sami erindreki vestur á Snæfellsnes og heldur fundi þar með skipstjórnarmönn- um, sem flestir gengu í Ölduna, en trúnaðarmenn félagsins þar eru Garðar Gunnarsson skipstjóri Grundarfirði, og Rafn Þórðarson skipstjóri Ólafsvík. I Þorlákshöfn er trúnaðarmað- ur félagsins Einar Sigurðsson skipstj. Félagið hefur lagt á það áherslu að halda nánu og góðu samstarfi við félagsmenn og trúnaðarmenn sína úti á landsbyggðinni. Aldan væri ekki það sem hún nú er í dag, væri það ekki fyrir þessa félaga og deildir úti á landi. Vill stjórnin koma á framfæri þakk- læti sínu til allra félaganna úti á landi og heillaóskir á þessum merku tímamótum félagsins. Aldan er félag skipstjórnar- manna á fiskiskipaflotanum upp VlKINGUR að 500 lestum, og er samnings- aðili þeirra á fyrrgreindum stöð- um. Einnig samningsaðili 2. stýri- manna á togurum héðan úr Reykjavík, skipstj órnarmanna á hafrannsóknaskipum Ríkisins, auk skipstjórnarmanna á m/b. Sandey og hvalveiðiskipum. Árið 1959 er kvenfélag Öldunn- ar stofnað og fyrsti formaður þess frú Laufey Halldórsdóttir, og sem starfað hefur flest öll árin sem formaður. Núverandi formaður kvenfélagsins er frú Sigríður Guðmundsdóttir. Félagið starfar með miklum krafti og dugnaði í þágu ýmissa velferðarmála. Samningsbundinn sjúkra- og styrktarsjóður félagsins hefur verið starfandi frá stofnun hans árið 1964, til hjálpar félagsmönn- um í löngum sjúkdómstilfellum, auk ekkjum og börnum þeirra. Starfandi félagsmenn eru aðil- ar að lífeyrissjóði sjómanna og lífeyrissjóði Hlífar, auk aðildar að Fiskimannasambandi Islands. Orlofsheimilasjóður er starf- andi innan Öldunnar, og er fé- lagið og deildir þess nú búið að festa kaup á 2 Orlofsheimilum að Hrauni í Grímsnesi ásamt fleiri aðildarfélögum Sjómannadags- ráðs, sem þar byggja, en Aldan er aðili að þeim samtökum. Von- Ásgeir Þorsteinsson fyrsti formaður öldunnar umst við eftir að húsin verði kom- in upp tilbúin á næsta ári. Félagið á eignarhluta í félags- heimilinu hér að Bárugötu 11, ásamt öðrum stéttarfélögum inn- an F. F. S. I. En hugmyndin er að reisa nýtt félagsheimili á næst- unni á góðum stað hér í borginni, fyrir sömu félög innan F. F. S. I. Nú í tilefni 80 ára afmælisins hefur félagið ákveðið að gefa út minnispening úr silfri og kopar, teiknað af Atla Má Árnasyni. Framhlið peningsins er félags- merki Öldunnar og ártal, en bak- hliðin er táknrænt merki skip- stjórnarmanna akkeri og stýris- hjól, með áletruninni: „Fast þeir sóttu sjóinn. „Upplag minnispen- ingsins er 400 stk. Ágóðinn af sölunni ef einhver verður rennur í byggingarsjóð félagsins. Að endingu má geta þess að þeir formenn félagsins sem lengst störfuðu voru: Hannes Hafliða- son skipstjóri, Guðbjartur Ólafs- son hafnsögumaður og Guðmund- ur H. Oddsson, skipstjóri. Núverandi formaður er Loftur Júlíusson skipstjóri, og auk hans i stjórn eru: Páll Guðmundsson skipstjóri, varaformaður. Guðmundur Ibsen skipstjóri, ritari. Haraldur Ágústsson skipstjóri, meðstjórnandi. Björn Ó. Þorfinnsson, skipstj., gjaldkeri. Þorvaldur Árnason skipstjóri, meðstjórnandi. Ingólfur Þórðarson skipstjóri, meðstjórnandi. 4 Þegar bresku bítlarnir voru hérna um árið á hlj ómleikaför sinni um Bandaríkin, ætlaði fagn- aðarlátunum aldrei að linna. Um- boðsmaður þeirra komst oft í hreinustu vandræði, en hann bjargaði málunum með því að hrópa í gjallarhorn: Ef þið haldið ekki kj.. þá kalla ég hingað allt lögreglulið og alia hárskera borg- arinnar! 329

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.