Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1973, Blaðsíða 33

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1973, Blaðsíða 33
er vitað mál, að þar sem grunn- sævi er og mikill sjór, getur trufl- un frá skipi, einkum djúpskreiðu skipi, sem siglir þar yfir, orðið til þess að sjóinn brjóti, þó að hann geri það ekki annars. Þetta er einnig ein af ástæðunum til þess, að sigla verður með fullri ferð inn í hafnarmynnið. (12 metra dýpi er of lítið, eins og ég hef áður sagt, og það er alls ekki óalgengt að sjó brjóti á því dýpi). í þriðja lagi, að vegna þess að garðarnir náðu svona langt út, varð innsiglingarrenn- an nógu löng til að skipið gat runnið mesta skriðið af sér áður en það kom inn í innri höfnina. Og í fjórða lagi vegna þess, að nógu rúmt var þar inni til að geta stöðvað skipið alveg án þess að missa stjórn á því. Ilversvegna Byrhólaey? Dyrhólaey hefur kosti fram- yfir aðra staði á Suður-strönd- inni, og hafa aðrir menn, mér færari í þeim efnum, getið flestra þeirra. Ég vil aðeins leitast við að gera hér stutt yfirlit yfir þá helstu, eins og þeir koma mér fyrir sjónir. 1. Á öllu svæðinu frá Vestmanna- eyjum til Hornafjarðar er eng- in höfn. Innsigling til Horna- fjarðar er erfið og ótrygg, og verður að sæta þar sjávarföll- um. Vegna mjög harðra sjáv- arfallastrauma er leiðin ekki fær nema á liggj anda, og stærð skipa, sem leiðina geta farið er takmörkuð. Leiðin er ekki fær í vondum veðrum, og höfn- in getur því ekki talist lífhöfn. ins vegar er hún örugg eftir að inn er komið. 2. Á framangreindu svæði er Dyrhólaey eini staðurinn, sem til greina kemur að gera höfn á. 3. Bæði fyrir austan og vestan Dyrhólaey eru blómleg sveita- héruð, sem frá upphafi íslands- byggðar hafa enga inn - eða útflutningshöfn haft, og ekki svo mikið sem afdrep fyrir opin fiskiskip sín. Bændur í VlKINGUE þessum héruðum hafa orðið að flytja vörur sínar að og frá heimilunum óralangar leiðir til næstu hafnar. Þessir flutn- ingar á landi eru bæði kostn- aðarsamir og tímafrekir, og hafa staðið þessum landbúnað- arhéruðum fyrir þrifum. Og þó að góð vegasambönd séu nokk- ur úrbót, þá er þar ekki nema um stigsmun að ræða. 4. Út af Dyrhólaey og þar í grennd eru fengsæl fiskimið. Útgerð þaðan yrði því mjög hagstæð. (Þennan kost hafa fleiri staðir á Suðurströnd- inni). 5. Aðstaða til hafnargerðar og byggðar er betri þar en ann- arsstaðar á ströndinni. a) byggingarefni (grjót og sand- ur) á staðnum, b) byggðar- stæði gott og nægilegt, c) vatn við hendina, d) leiðarmerki (Ijósviti og radíóviti) til að finna höfnina, til staðar. 6. Sandburður eða hætta á sand- burði er talinn minni þar en annarsstaðar, að sögn kunn- ugra. Það mun nú vera í rann- sókn. 7. Vegasamband er gott, verk- efni næg, og atvinnuleysi því næstum óhugsandi. Umhverfið er fagurt. Hætta á því, að fólk fáist ekki til að flytja þangað er af þeim sökum sára lítil. Efísrhroytur Við lestur nefndra blaðaskrifa um hafnargerðir og hafnabætur á Suðurströnd landsins, og við athugun á uppdráttum, sem sum- um af þessum blaðagreinum hafa fylgt, urðu fyrstu viðbrögð mín, að brosa að þeim mikla áhuga á höfnum, sem gripið hafði mann- fólkið. Þegar ég gáði betur að, sá ég að hér var þó ekki um hlát- ursefni að ræða. Hafnamál á Is- landi eru og hafa lengi verið í miklum ólestri, eins og þeir best vita, sem málið snertir á einn eða annan hátt, mál, sem hefur mikil áhrif á einn af aðal-atvinnuvegum þjóðarinnar, sjósókn og siglingar. Það vakti sérstaklega athygli mína, að enginn sjómaður lét þarna til sín heyra, í það minnsta enginn skipstjórnarmaður hinna stærri flutningaskipa. Það er eins og þeim komi hafnir eða ástand hafna ekkert við. Það ættu þó skipstjórar að muna, að verði skaði á skipi þeirra á meðan það er í höfn eða á mannvirkjum í höfninni, sem skip þeirra hefur valdið, þá eru það þeir, skipstjór- arnir, sem fá skaðann og skömrn- ina, þótt oftast megi heimfæra ástæðuna til atburðarins eða slyssins til rangrar og klaufa- legrar tilhögunar ogframkvæmda við hina upphaflegu hafnar- gerð, en á þetta hafa skipstjórar aldrei fengið að hafa hin minnstu áhrif vegna ráðríkis liafnamála- stjóra, og ótrúlegs sinnuleysis og skilningsleysis stj órnvalda og annarra ráðamanna, sem með vita- og hafnamál hafa að gera. En það er nú einusinni svo, að hafnir koma ekki að miklum not- um, ef skipstjórar geta ekki kom- ið skipum sínum inn í þær og lagt þeim þar við bryggjur, án þess að setja skipin beinlínis í hættu. Eftir þennan lestur og athugun á uppdráttum, fannst mér það óverjandi, að hvergi kæmu fram sjónarmið skipstjórnarmanna, en allt samþvkkt með þögninni. Það þr því fyrst og fremst til að sýna fiðhorf skipstjórnarmanns, sem í full 30 ár hefur stjórnað íslenzk- um flutningaskipum af hinni stærri gerð hverju sinni, bæði í utan — og innanlandssiglingum, að ég hef fest þessar skoðanir mínar á blað. Ekki svo að skilja, að ég hafi hina minnstu von um, að neitt af þessu verði tekið til greina. Eins og á er minnst hér að framan, þá hafa hafnamála- stjóri og verkfræðingar hans, al- þingismenn og aðrir þeir, sem hafnamálum stjórna, eða áhrif hafa á stjórn þeirra og fram- kvæmd, tekið öllum leiðbeiningum og ráðleggingum okkar skip- stjórnarmanna og tilraunum okk- ar til að fá rétt til áhrifa á gerð og fyrirkomulag hafna, með tak- markalausri fyrirlitningu. Það hefur meira að segja verið stofn- uð „fimmta herdeild" innan okk- 337

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.