Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1973, Blaðsíða 35

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1973, Blaðsíða 35
Jónas Guömundsson, rithöfundur HVER Á FUGLA? OTVARPSERINDI Island er 103.000 ferkílómetrar að flatarináli, ef gáð er að því í vasabókinni, og við elskum það allt og kyssum það á munninn. Það er vont land. Sama hvort við virðum það fyrir okkur í dapur- legu haustregninu, meðan him- inninn grætur dag eftir dag, eða á veðraköldum vetri, þegar storm- urinn hvæsir í fjallaskörðunum og sjórinn þrumar í beinbrotinni fjörunni. Island er harðbýlt land, þar sem seigar ræturnar faðma kalt grjótið og skelkuð blómin springa út í vorhretinu. En okk- ur þykir samt vænt um þetta makalausa land, og okkur er það Ijóst, að í rauninni værum við enn verr settir, ef ísland væri venjulegt land, hlaðið upp úr sandi og pimpsteini einsog Frans og mörg önnur suðræn lönd, því þá myndi því bara skola burt í vetrarbriminu. Hér úti í verald- arhafinu dugar ekkert nema grjót, melrót og aftur grjót. Þú átt þetta land og elskar kalt grjótið, grænt grasið og tign óbyggðanna, og þegar þú laugar þig nakinn í dögginni á Jónsmess- unni, finnur þú að landið er harla gott og þér er það ljóst, að í raun- inni geta íslendingar ekkert land elskað nema fyrir fulla borgun. Þú sérð það lemja hafið með vold- ugum hramminum, heyrir það öskra á storminn og brosa á móti sólinni og þú ferð líka að öskra og brosa og þú finnur að þú átt sterkt land. Fongu landið af 1‘öpum íslendingar fengu land sitt af Pöpum, sem aftur á móti fengu það af fuglum. Paparnir voru VlKINGUR mj ög undarlegir menn, sem lögð- ust hér í bænir og sálmabækur, í stað þess að herbúast. Þeir voru einskonar guðspjallamenn, sem sigldu hingað upp á skinnbátum, til að biðjast fyrir, því hvergi á þessari jörð var annað land nær himni. Papar áttu gott á íslandi. Þeir þurftu ekki að spyrja neinn nema guð. Þá var enginn seðlabanki, ekkert skattakerfi og laxinn bylt- ist í ám og vötnum. En sú dýrð stóð ekki lengi. Skip kom úr hafi. Villimenn voru komnir með fullt skip af svínum, hrútum, hestum og beljum og þeir munduðu sverð og töluðu með tveim hrútshorn- um. Þeir voru á flótta undan gjaldheimtunni í Noregi og nú tóku þeir Island af Pöpum. Papar létu eftir sig írskar bækur og bjöllur. Nú komu tímar á Islandi. Fjöldi skipa. Ný og ný skip með svín, kindur og hesta og brátt dundu axarhöggin í skóginum og svínin hrinu útum allt og kind- urnar drógust belgfullar um smjörlöndin og brátt var þessi sérkennilega eyja fullbyggð af íólki, sem þrátt fyrir allt bar svip þessa lands í hjarta sér. Þetta voru íslendingar. SlurJuugnuld Það liðu mörg ár. Skógarnir féllu og það kom Sturlungaöld. Svo kom Gamli sáttmáli og féll einsog stór víxill með fátæka bændur aftan á sér og landið var tekið. Allt landið var tekið, foss- arnir, ölkeldurnar, berjalandið, jöklarnir og öll þýfðu túnin. Segja má að síðan hafi landið þvælst úr einu skrifborðinu í annað og ým- ist verið í Noregi, Svíþjóð eða Danmörku, eins og hvert annað skuldabréf, uns það komst í eigu Oldenborgara, sem héldu því síð- an. ísland var óskiljanlegt land, umsetið reyfurum og duggurum, sem fóru með lóðir og ólöglegan kaupskap og það var ekki einu- sinni hægt að græða á því pen- inga, þegar verst gekk.-------- Og Oldenborgarar læstu Island niðri í rentukammerinu og í kan- selíinu, ásamt brúðargjöfum og öðrum rarítetum — en svo eitt vorið kom vort land heim til sín með fuglunum sunnan úr heimi og við heyrðum þyt vængjanna og arnsúgur fór um hjartað. Menn krepptu hnefana og það blikaði á tár. Við sem komum í fermingarfötunum á Þingvöll, krepptum líka visna hnefana og sál okkar var upphafin og fjaður- mögnuð og við létum rigna beint í andlit okkar og vánga, því nú voru engir niðurlútir, nema Dan- ir. Enginn bóndi hefur riðið glað- ari heim frá jarðarkaupum en vor þjóð, sem steig upp í boddý- bílana á sumardeginum á Þing- völlum árið 1944. Við höfðum eignast land. Á I'iiigvöllmn í fermingar- fötiim -------Það liðu mörg ár. Við sem létum okkur rigna niður í fermingarfötunum á Þingvöllum, daginn, sem landið kom heim frá Danmörku árið 1944, erum orðin dálítið breytt. Barnsaugun eru orðin að refsaugum og langar vökur og samkeppni á öllum svið- um, hefur gert okkur beisk á svip- 339

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.