Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1973, Blaðsíða 37

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1973, Blaðsíða 37
við leigjum núna tjaldstæðin og berjalöndin. Nú eigum við það sjálf, eða höfum við enn einusinni verið blekkt, einsog á Þingvöllum 1944. Að vísu fara hlutirnir hægt af stað, en samt er sjávarútvegs- ráðuneytið byrjað að reka hafið, einsog rentukammerið í Kaup- mannahöfn gerði. Réttur manna til hafsins er ekki lengur jafn á íslandi. Fyrir fáeinum árum var t. d. sett upp skelfiskvinnsla í sláturhúsinu í Borgarnesi. Þá máttu allir Islendingar, eða svo til, veiða skelfisk í Breiðafirði. Húsmæðurnar í Borgarnesi fengu dýrmæta vinnu við að brjóta skel, en núna eru þær heima og slátur- húsið góða er eitt saman og talar við vindinn, nema í blá sláturtíð- inni, því núna er búið að finna það út, að Breiðafjörðurinn sé bara fyrir Breiðfirðinga eina. Bannað er að aka með skelina um Kerlingarskarð, því hún skal vinnast við Breiðafjörð og það fá aðeins Breiðfirðingar leyfi til veiðanna. Breiðafjörður er sumsé orðinn prívat. Það er sama að segja um rækjustofninn í Arnarfirði og víðar. í undirbúningi mun vera yfirgripsmikil löggjöf, til að ná liéraðsyfirráðum yfir hafssvæð- unum. Það er sumsé verið að taka mitt haf af mér og láta það í hendurnar á einhverjum öðrum. íslenzkir ríkisborgarar eru ekki lengur jafnir á sjó. Nú á að fara að reka hafið einsog bílaleigu líka. Guðmundur Hagalín sagði mér að vísu, að karlarnir vestur í önundarfirði hefðu lagt það að jöfnu, að fiska með færum á „bæjarmiðunum“, og að ganga í hjallinn hjá hinum sömu. Þeir lögðu það að jöfnu að stolið væri úr hjalli og að fiskað væri á heimamiðum undan jörð þeirra. Þetta er vond stefna. Það kann að vera nauðsynlegt að skipu- leggja veiði í voru hafi, en það nær hinsvegar ekki nokkurri átt að aðstaða íslendinga sé ekki jöfn. Við sjáum framhaldið í ljósi hins liðna. Næsta skrefið verður svo að farið verður að selja veiði- leyfi fyrir rauðmaga og marhnút. Hrokkelsið, þessi heimsborgara- lega skepna, verður að húsdýri. Menn sem tóku sig upp úr Garð- inum á vorin til hrokkelsaveiða fyrir Norðurlandi, verða þá að sitja heima, nema þeir fái her- skipavernd. Svo koma leyfi til þorskveiða á Selvogsbanka, leyfi til útróðra í Keflavík og til sigl- inga um Faxaflóa og smám sam- an gengur vort haf okkur úr greipum, einsog fuglarnir og berjalöndin og þegar við deyjum látum við ekkert eftir okkur nema írskar bjöllur og bækur. Ilinndur eigu mús íugl ísland er 103.000 ferkílómetrar samkvæmt vasabókinni. 103.000 ferkílómetrar af köldu grjóti og vatnsósa mýrum. Þú ferð að dæmi skáldsins og kyssir moldina á munninn. Þetta er þitt land og ef þú stendur í skilum með kirkju- garðsgjaldið þitt, færðu þrjár ferálnir í þinn hlut, þegar þú deyrð. Annars verðurðu brenndur og settur í krús og einhver tekur þig kannske í nefið í misgripum fyriy neftóbak. Þú sest upp í litla bílinn þinn og skjögrar út á þjóðveginn. Þú kaupir þér leyfi til þess að tína svolítið af berjum, svo kaupirðu þér leyfi til að tjalda. Ef þú ert svo hátt settur og hlaðinn mann- virðingum, að þú sért með bronkó cða jeppa, þá notarðu framdrifið og stefnir norður Kjöl, til að horfa á nokkur merkileg fjöll og jökla, sem nokkrir bændur eiga og hafa komið fyrir inni á há- lendinu. Þau eru mjög fögur. Ef þig langar til að renna í heiðar- vatnið, þá seturðu framdrifið á og hossast niður í uppsveitir Borgarfjarðar og kaupir þér veiðileyfi og þú leggst að kvöldi dags á kalda jörðina og sofnar vært. Fjallkwnan græu í framaii Þú vaknar svo kannske ekki fyrr en sól er hátt á lofti og í svefnrofunum heyrirðu dyninn frá áburðarflugvélinni, sem drit- ar úr sér hundruðum tonna af áburði og fræi. Og rétt í svip fyll- ist hjarta þitt svolitlu stolti, að líka þú, sem ert svo smár og ve- sæll, að líka þú fáir að vera með að borga flugbenzín og áburð og fræ svo að fjallkonan komist hjá því að verða étin upp til agna af öllum þessum kindum, sem reyndu að éta skóna þína í nótt. Nú verður fjallkonan græn í framan aftur og verður í haust með grænt alskegg og lokka niðrí mitti. Og þú ákveður að fara í haust í melskurð og í nokkrar gróðursetningarferðir inná mið- hálendið, þar sem landið þitt er að blása upp, — því auðvitað gild- ir sama reglan hér. Þú átt ísland svo lengi, sem þú tekur upp budd- una. Líka þú ert hafður með. Við syngjum Ó fögur er voru fóstur- jörð í rútunni. Skildu bátar mínir róa í dag, sagði Árni í Botni. Mér finnst það í sannleika helvíti hart, að hafa ekki jörð til að ganga á, sagði skáldið K.N. I raun og veru breytir það ekki neinu, hvort það er Kristján III, eða einhver ann- ar, sem á jörðina, sem þú gengur á. Við sjáum í anda Papana hlaupa frá sálmabókum írskum og bjöllum. Við sjáum fornmenn helga sér land með eldi og við sjáum að þeir voru misjafnlega klókir. Ingólfur Arnarson var klókastur allra landnámsmanna og frægastur þeirra allra, en hann kom að óbyggðu landi. Það var engu líkara en að Ingólfur hafi liaft nýja fasteignamatið við höndina, þegar hann nam sitt land. Hann bjó í Reykjavík og nam land milli Ölfusár og Hval- fjarðar fyrir utan Brynjudalsá og öll nes og vogar fylgdu. Ekki tók hann samt Votmúlann, sem þó hefði átt að vera auðvelt, því hann var einn um hituna. — Koiiuiigsjarð'ir Síðan þetta gerðist hefur lang- ur tími liðið. Landaskipun hefur riðlazt síðan að hann helgaði sér land. í þann tíð voru líka jarðir vinsælar brúðargjafir, einsog ryksugur og mávastell eru núna og jarðir skiptu um eigendur, jarðir komu í sektargjöld og þeim VlKINGUR 341

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.