Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1973, Blaðsíða 42

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1973, Blaðsíða 42
er kominn tími til þess að gefa þeim annan skammt. Hann gaf hverjum þeirra mat- skeið, og skipstjórinn fór upp og þeir, sem ekki voru sjúklingar, ætluðu að rifna af kæti. Stýrimað- urinn vildi ekki láta þá hafa neitt til þess að taka bragðið úr munn- inum, vegna þess, að þá verkaði meðalið ekki sagði hann, og svo sagði hann okkur hinum að taka freistingarnar frá sjúklingunum, og það létum við ekki segj a okkur tvisvar, skaltu vita. Eftir fimmtu inntökuna fóru sjúklingarnir að örvænta um sinn hag, og þegar þeir heyrðu að það ætti að vekja þá á 15 mínútna fresti um nóttina til þess að taka leðjusullið, þá fóru þeir eins og að guggna og gefa sig. Danni gamli sagði að það væri eins og ylur færðist um sig allan og styrkti sig og hressti, og Dóri sagði að meðalið væri eins og græðandi balsam fyrir lungun. Öllum kom þeim saman um að þetta væri alveg dásamlegt meðal. Eftir sjöttu inntökuna rauk löm- unarsjúklingurinn upp á dekk og klifraði eins og köttur efst upp í reiða. Hann sat þar spýtandi og bölvandi nokkra klukkutíma, og sór og sárt við lagði að hann skyldi berja hausinn ofan í maga á hverjum, sem ekki léti sig í friði. Ekki leið á löngu þar til Mikki rauði fylgdi lömunarsjúkl- ingnum eftir, og hafi stýrimaður- inn ekki fengið hellu fyrir eyrun af því sem þeir sögðu um hann, þá er ég illa svikinn; að réttu lagi hefði hann áttt að fá hroðalegan hlustarverk. Þeir voru allir farnir að vinna daginn eftir, rétt eins og ekkert hefði í skorizt. Þó að skipstjórinn sæi vitanlega hvernig í öllu lá, þá nefndi hann það ekki einu orði. Það er að segja, hann lét það ekki í Ijós upphátt. En þegar maður reynir að láta fjóra menn vinna minnsta kosti átta manna verk, og gefur þeim umsvifalaust á hann þegar þeim tekst það ekki, þá er vandalaust að sjá hvar skór- inn kreppir, í öllu falli eins og hér stóð á. Bréf um lögreglu Frh. af bls. 319 hana hefur dottið, viljandi eða óviljandi. Þeir eru beðnir að fjar- lægja unglinga sem trufla svefn- ró manna á síðkveldum og jafnvel ketti og önnur loðdýr sem borgur- um finnst of nærgöngul. Þeir eru kvaddir til þess að hafa hendur á og festa ýmsa óþægilega hluti sem taka uppá því að losna í ofveðr- um, svo sem járnplötum á hús- þökum, ruslatunnum, rafmagns- og símalínum o. fl. o. fl. Það sem ég hefi hér talið upp af handa hófi, og er aðeins brot af því sem borgarar (í það minnsta stór hópur þeirra) telja ekki nema sjálfsagt að láta „lögg- una“ annast, er alveg fráleitt að sé beinlínis í þessara manna verkahring, og þá einnig hitt að sennilega fá þeir lítið eða ekkert greitt fyrir þessi aukastörf og sjaldnast mikið þakklæti, enda þótt þeir í mörgum tilfellum hætti bæði lífi og limum við þau. Leikmanni virðist að lögreglu- manni beri ekki meiri skylda til að inna af hendi ýmsa þá hjálp, til hins almenna borgara, en venjulegum, fullfrískum sam- ferðamönnum, en þeir eru alltaf tiltækir, þægilegast að ná til þeirra, og ódýrast, og síðast en ekki síst ákaflega fljótir og ótrú- lega liðlegir og hjálpsamir. Mér virðist því eðlilegra að þessi stétt væri dáð, fyrir liðlega og góða aðstoð í tíma og ótíma, og fengi fleiri orð fyrir lýtalausa framkomu og frábæra hjálpar- þjónustu við almenning, en rudda- skap. En því miður virðist svo að okkur láti betur að finna að því sem eitthvað þykir ábótavant, en þakka það sem vel er gert. Elim. Víkingur þakkar Elliða bréfið". Væri vel, ef fleiri leggðu jafn lilutlægt og sanngjamt mat á aðstoð lögreglunnar l ótal „neyðar“,tilfellum. Árvakur og . . . Frh. af bls. 347 ljósdufla, lagfæring á ljóshornum vitanna svo eitthvað sé nefnt, var m. a. í okkar verkahring. Yfir- leitt hef ég haldið, að varðskipin hefðu í öðru að snúast en að vera bundin við ákveðin verkefni í landi. Kannski að það sé stefnan að Landhelgisgæslan verði yfir- stjórnandi allra þátta er lúta að sjómanninum, t. d. vitamál, hafnamál, hafrannsóknir, vöru- flutningar við Islandsstrendur, o. fl. o. fl. Nú hefur Landhelgisgæslan séð um gasflutningana og annað er að þeim lýtur frá áramótum 1968, væri nú gaman að fá upplýsingar frá starfsmönnum vitamálastjóra, hvernig ástand vitanna sé í dag, hvernig þeim gangi að komast út í vitana þar sem flutningur á sjó, eingöngu, getur átt sér stað og hver sé fengin reynsla eftir missi vitaskipsins. Og hvað segja vitaverðir nú?, hvað finnst þeim um þetta breytta fyrirkomulag. Skyldi sjófarend- um finnast nokkuð athugavert við vitakerfið og ljóshorn vit- anna, innsiglingamerki eða önn- ur leiðarmerki við strendurnar sem beinlínis mætti rekja til van- rækslu vegna viðhaldsleysis, eða er kannski ratsjáin orðin eitt og allt ?, og þar af leiðandi skipti þetta engu máli hvort vitarnir séu réttir eða rangir logi eða logi ekki. Að endingu vil ég heils hugar taka undir orð Jóns Eiríkssonar, það hefur gerst alltof lengi að menn, sem ekkert vit hafa á sjó- mennsku eru að stjórna ýmsum opinberum þj ónustufyrirtækj um fyrir sjófarendur á bak við skrif- borðið, án nokkurra tengsla við sjómennhvað þá heldur að þegnar séu ýmsar ábendingar frá sjó- mönnum eða samtökum þeirra. Guömundur Hallvarðsson gjaldkeri Sjómannafélags Reykjavíkur VlKINGUE 346

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.