Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1973, Blaðsíða 46

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1973, Blaðsíða 46
VÖKULÖG Hr. ritstjóri. Þar sem ég veit, að margir sjó- menn eru frekar pennalatir, og skrifa ekki mikið um þau mál sem þá varðar um, eins og kjaramál og félagsmál. Ætla ég að bæta úr því, að litlu leyti. Núna eru komn- ir nokkuð margir skuttogarar og ég veit um nokkra enn, sem eftir eiga að koma til landsins. Þá kem- ur spurningin, getum við mannað þá alla? Það held ég, en ég veit að það verður erfitt að manna skip eins og Maí og Víking. Nema að við breytum þeim lögum, sem heita vökulög, og gætum látið vinna á þeim 6-12, eins og á þeim skipum sem eru minni; 500 rl. Eg veit um, að í Þýskalandi, er meira kaup á síðutogurum en á skuttogurum, því að það er verra að manna þá. Ef menn spyrja, því að vera kasta þessum lögum, þar sem það var erfitt að koma þeim á. Þá get ég sagt þeim að nú er öldin önnur og breyttir tímar. Þessi lög vóru góð, þegar salt- fiskiríið var við Grænland, þar var mikil vinna og oft erfitt, og í svona tilfellum þyrfti að láta þessi lög gilda. Núna kemur allt splæst um borð og munar það miklu fyrir mannskap. Háseti sem fer út með togara í dag (þeim stærri) í 1/> mánuð, hann sefur í viku af þeim tíma. Þar sem við- horf sjómanna til fría hefur breytst, og sjómenn fara meira í frí nú en áður, tel ég að sú þróun í þessum málum væri, að hafa visst marga menn í landi í fríi, og hinir legðu meira á sig, eða að maður færi 2 túra og þann 3ja í frí á fullu kaupi. Stefnan í þess- um málum er sú, að menn vilja vinna meira úti á sjó og hafa meira frí í landi. Þetta er sú stefna sem við ættum að reyna, og ekkert frekar á þeim minni heldur líka á þeim stærri. Þess vegna þarf að fella þessi vökulög úr gildi, í einhverri mynd, svo að þetta sé hægt. Ég tel að þetta fyr- irkomulag komi útgerðarmönnum líka til góða, þar sem það mundi fækka um nokkra menn. Ragviar G. D. Hermannsson, stýrimaSur. Fiskirækt . . . Frh. af hls. 321 osis-áhrifanna hætti að gæta og var þá ofangreind víxlun af lögð í áðurtöldum sambandsríkj um, nema í Úkraínu. Kynblöndun Vkraínu ropsín- karfa gefur ágætan heterosis, einkum hvað vaxtarhraða viðvík- ur. Gæði þessara kynblendinga gefa fulla ástæðu til að mæla með stórframleiðslu á þeim á fiski- búum. Afli flestra fiskibúa, sem rækta báðar úkraínsku tegundirnar, hreisturkarfa og ropsín; þyhbna karfa, byggist á víxlun þeirra. Af efnilegum kynblendingum f jarskyldari tegunda ber að nefna afsprengi karfa og rauðugga. I Úkraínu hefur tekizt að vinna bug á ófrjósemi þessara bastarða og rækta nokkrar kynslóðir í röð. Á þessi kynblöndun vafalaust mikla framtíð fyrir sér. í Leningradhéraði hafa nú staðið um skeið kynbætur á regn- bogasilungi. Kynbætur á jurta- ætum meðal nytjafiska eru þeim mun mikilvægari, að þær eru nú sú tegund, sem næstmest er rækt- uð í tjörnum landsins. í Rostov héraði eru hafnar kyn- bætur á styrjufiskum með víxl- æxlun bélúgu (hvítu styrju) og sterlettu. Kynblendingarnir geta orðið afbragðs tjarnfiskar. Næst liggur fyrir að hefja kynbætur á laxfiskum af síg-ættinni, fyrst og fremst Oblaxinum (peljad) og eins þeim erlendum tjarnfiskum, sem fluttir hafa verið til Sovét- ríkjanna. Kynbætur eru og afar mikilsverðar fyrir þá fiska, sem ræktaðir eru í þróm og stíum, þ. e. við skilyrði, eru eru gersam- lega ólík því, sem þeir eiga að venjast. Mest er þó um vert að vinna að kynbótum á ýmsum tegundum göngulaxa og styrju. Þegar litið er á kynbætur fiska almennt í Sovétríkjunum, kemur í ljós, að mestur árangur hefur náðzt á sviði karfaræktar. Tekist hefur að rækta nýjar tegundir og arðmikil afbrigði kynblendinga. Þetta gefur fyrirheit um stórauk- inn afrakstur tjarna og miklu arðbærari rekstur þeirra. Hins vegar verður ekki fram hjá því horft, að mikið vantar á að árangur, sem náðst hefur við erfðarannsóknir og kynbætur karfa, sé hagnýttur í framkvæmd, sem vert væri. Hönnun og byggingu kynbóta- búa og eldisstöðva miðar afar hægt og mikill skortur er á sér- fræðingum í kynbótum til starfa á búunum. Þá er Ijóst, að hraða þarf kynbótum á öðrum tjarn- fiskum, sem og erfðafræði- og kynbótarannsóknum á fljótafisk- um, vatnafiskum, göngufiskum og sjófiskum. Þetta kallar á þéttriðið net af rannsóknastofum og stofnunum og að sem bráðast verði komið á fót vel búnum tilraunastöðvum til rannsókna. Jafnframt þarf að mennta nægilegan fjölda sérfræð- inga bæði í menntastofnunum sjávarútvegsins og í erfða og líf- fræðideildum hinna almennu há- skóla. V. S. Kírpíttsnjíkov, APN. 1) L. E. Donaldsson. Selective breed- ing of salmonoid fishes. 1969. „Mar- ine aquaculture", Oregon St. Uni- verse. 2) T. V. Nikolskí. Aðild erfðafræðinga að lausn líffræðilegra vandamála í sambandi við fiskveiðar. Árbók Moskvuháskóla. Bíología-1966, nr. 6. ALLUR ÁÞVERVEGINN Læknirinn: ,,I réttu hlutfalli við þyngdina, ættuð þér að vera 4 metrar á hæð“. 350 VlKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.