Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1973, Page 1

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1973, Page 1
SJÓMANNABLAÐIÐ VÍKINGUR 35. ÁRGANGUR — 11 .-12. TÖLUBLAÐ 1973 Ritstj.: Guðm. Jensson (ábm.) og Jónas Guðmunsson ■000000000000000000000000000000000000*00000000000000000000 '-------------------------------------------------------A BÁRAN Ég sit og horfi á sjóinn, það er nótt, og sólin hvílist vært á ægis barmi. Hann vaggar henni vinarblítt og rótt, hún vefur hann í staðinn mjúkum armi. Ég heyri hvísl í undurbliðum blæ, er breiðum söndum hlýja kossa gefur og strýkur mjúkri hendi hinn mikla sæ, en mig % hreinu fjallalofti vefur. Ég heyri langt í burtu Ijúfan nið, er lætur furðu blítt í eyrum mínum, en fossinn þann, er freyðir kletta við, hann felur næturrökkrið hjúpi sínum. Og hljóður lít ég hafið dimmt og vítt, ég heyri til þín, sjávarbára smáua, þú rís og hneigir síðan hægt og blítt þitt höfuð vott í móðurskautið bláa. Þú leggur þína litlu votu hönd á lausa sandinn rétt við fætur mína. Þú hjalar, er þú hnígur rótt að strönd, mig hrífa undarlega raddir þínar. Ég held ég skilji hulduljóðið þitt, þinn hreimur kveður: ég er alda á sænum, en það er eigi aðallífsstarf mitt að óma rótt í hæga næturblænum. Nei, mér er annað æðra takmark sett, ég á að vinna bug á gömlum löndum. Ég á að mola sundur margan klett og mynda nýjan reit á öðmm ströndum. Og þótt ég beri eigi höfuð hátt og hnígi bráðum látin ströndu viður, þá hef ég samt þann alheims mikla mátt, sem myndar nýtt, en brýtur gamalt niður. JÓHANN SIGURJÓNSSON oooooooooooooooooooooooooooooooooooo oooooo oooooooooooooo Víkingurinn óskar öllum sínum velunnurum gleðilegra jóla og farsœls komandi órs!

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.