Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1973, Blaðsíða 2

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1973, Blaðsíða 2
SÉRA GÍSLI BRYNJÓLFSSON: FJÖRUTÍU FRANSKAR DUGGUR Eflaust eru þeir margir — að minnsta kosti flestir þeir, sem lærðu gömlu skólaljóðin hans Þór- halls biskups, sem kunna eða kannast við smalavísur Jóns Ól- af ssonar: Gaman er um holtin há, hlaupa kringum ær i haga; man ég alla mína daga, fyrsta sinn er sat ég hjá, undur vel lá á mér þá, helzt ég vildi hlaupa í sprett StaöarheiSi austur alla upp á Halaklett. Þetta er svo lifandi kveðskapur, að það er eins og maður sjái hvernig þessi spræki strákur hoppar þúfu af þúfu, hendist austur alla heiði og linnir ekki á sprettinum fyrr en komið er upp á Halaklett. Og þá gefst á að líta: HalaMett ég upp komst á, ennþá Jcoman þar mig gleður, þá var bjart og bezta veSur, út um hafiS allt ég sá, sá á Papey suSur þá, eygSi svo í einum svip fjörutíu franskar duggur, fimmtán róSrarskip. Fjörutíu franskar duggur! En þær voru vitanlega langtum fleiri, frönsku duggurnar á ís- landsmiðum í gamla daga. Jón Ólafsson segir frá því í endurminningum sínum, að hann hafi talið 80-100 skip liggjandi í einu inni við Búðaströnd fyrir innan Mjóeyri. Tvciinskonar skipsslrand „Þessi frakknesku skip voru tvennskonar. Annar flokknrinn, sá fjölmennari, voru fiskiskipin. Þau lögðu út frá Frakklandi seint í febrúar og komu hingað undir land til að fiska. Þau komu þá sjaldan eða aldrei inn á hafnir, nema einhver sérstök nauðsyn ræki til. En í maímánuði komu þau öll inn á tilteknar hafnir, úr því að leið á mánuðinn, flest á Fáskrúðsfjörð. Þar lágu þau svo lengri eða skemmri tíma eftir at- vikum. — Hinn flokkurinn voru flutningaskip; þau voru miklu stærri en hin og komu hlaðin vistum. Hvert þeirra átti að birgja að vistum svo og mörg fiskiskip og taka aftur afla þeirra og flytja hann heim til Frakk-- lands. Þegar þau höfðu birgt upp öll skipin, sem þau áttu að sinna og tekið afla þeirra, lögðu þau aftur á stað til Frakklands með aflann, en fiskiskipin lögðu aftur út til fiskjar og stunduðu veiðina fram í ágústlok eða september og héldu þá heimleiðis. Stundum máttu fiskiskipin, sem fyrst komu inn, bíða nokkuð eftir flutninga- skipunum, sem þau áttu saman við að sælda og stundum máttu flutn- ingaskipin bíða nokkuð eftir sein- ustu fiskiskipunum, sem þau áttu að annast. Þessi legutími Frakka á firðinum gat því staðið yfir svo vikum skipti. Var þá stundum sukksamt um borð eða á næstu bæjum. Þarna komu sömu skipin og sömu mennirnir ár eftir ár og sama fólkið var ár eftir ár á bæj- unum í landi. Það var því skiljan- legt, að af þessu sprytti kunn- ingsskapur og jafnvel vinskapur milli sumra manna. Þetta var ekki nema eðlilegt. Hitt var lak- ara, að af þessu spratt einnig nokkurt sukk og svall; en nærri því eindæmi mátti það heita, ef af því spruttu líka „blessuð börn- in frönsk með borðalagða húfu“, og heyrði ég varla nefnt meira en eitt dæmi, þar sem slíkur orð- rómur lék á“. Á Skaga Enda þótt aðal-fiskislóðir franska flotans væru úti fyrir Austfjörðum héldu skipin norður fyrir land og fiskuðu þar. Þann 28. júlí, aldamótaárið, strandaði franska fiskiskútan, Coquette frá Dunkerque, á svo- nefndum Múlaboða nálægt Þang- skála á Skaga. Á henni voru 19 manns. Björguðust þeir allir. Þá var Jón Skagan, síðar prest- ur á Bergþórshvoli, þriggja ára snáði heima í föðurhúsum á Þang- skála. Hefur hann sagt skemmti- lega frá þessari bernskuminningu sinni í þætti er hann nefnir: Ævintýralegt strand. Greinir hann þar nákvæmlega frá öllum atvikum. Skipbrotsmennimir héldu til á Hrauni í rúma viku unz þeir voru VlKINGUR 354
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.