Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1973, Blaðsíða 3

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1973, Blaðsíða 3
Búðir í Fáskrúðsfirði um 1950. í baksýn Hoffell. fluttir á hestum inn á Sauðár- krók. Þeir buðu af sér góðan þokka, voru vingj arnlegir og prúðir í framkomu og afskipta- lausir um allt utan síns eigin hóps. Þegar lífsgleði þeirra braust út í smávegis ærzlum héldu yfirmennirnir þeim í skefjum með hörðum aga. Á orði var haft, hversu þessir langt að komnu sjómenn voru illa búnir til sinnar löngu og ströngu útivistar hér á norður- slóðum, voru flestir berfættir í klossum sínum og annar búnaður þeirra eftir því. Ýmsir uvðu til að gefa þeim plöíre- og skjólflíkur, sem virtist með þökkum begið. öll kvnni fólksins á Skaga af strandmönnunum voru með þeim hætti, að eftir þetta var því hlýtt til hinnar frönsku þjóðar. Aiistur & Söndum Franska strandið á Skaga sum- arið 1900 var einstæður atburður þar um slóðir. Þessu var ólíkt far- ið á Suðnrlandi og við Anstfiörðu. Flest urðu fyrstu kynni Páls yfir- kennara Sveinssonar af franskri þjóð. Getur hann þess í formálan- um fvrir þýðincm sinnj á skáld- sögu Pierre Loti: Á fslandsmiö- um. sem Menningarsióður gaf út árið 1930. Var sú fallega saga mörgum kært lesefni á sínum tíma, enda mun hún nú ófáanleg. Frá uppvaxtarárum sínum í Skaftafellsþingi minnist Páll þess, þegar duggunum hlekktist á og þær bárust upp á hina sendnu strönd. Var strandmönnunum þá komið fyrir á bæjum, sem gátu hýst þá, þar sem þeir dvöldu oft alllengi meðan undirbúin var för þeirra um langan veg til Revkja- víkur. „Þeir voru ætíð vel þokk- aðir af heimafólki" segir Páll Sveinsson, „ekki sízt börnum, enda hefur mér ávallt fundizt þeir taka öðrum sjómönnum fram í háttprýði og góðu viðmóti". Skipstnpinn mikli Ekki munu vera neinar heim- ildir um það, hve margar fransk- ar duggur hafa farist á íslands- VlKINGUR miðum. hitt má hiklaust fullyrða, að aldrei hafi fiskifloti Frakka beðið slíkt afhroð, sem veturinn 1873. Frá þeim válegu atburðum segir Páll Sveinsson í formála sínum fyrir sögunni: Á íslands- miðum á þessa leið: Það var á útmánuðum eða í miðgóu árið 1873, aðfaranótt hins 6. marzmánaðar, að 13 skútur frakkneskar fórust úti fyrir Hornafirði eystra. Var á land- nyrðingur allhvass fram eftir degi, en gekk snögglega til hafs með ofsaroki. Skall það á svo skjótt, að fjöldi fiskiskipa, er þar var að veiðum fram undan, varð of naumt fyrir, og hrakti skipin á land, aðallega frá Hornafjarð- arósi og austur fyrir Hornskrið- ur; 5 þeirra rak í heilu lagi og voru seld á uppboðum síðla mán- aðarins. Er svo talið af kunnug- um mönnum, að á annað hundrað manns hafi týnzt; rak marga þeirra á land í Nesjum og í Lóni. Voru flestir jarðsettir í Bjarna- nesskirkjugarði, en nokkrir að Stafafelli. Einn þriðji hluti skip- brotsmanna hélt lífi, eða um 60 manns, og nutu ágætrar aðhlynn- ingar Nesjamanna. Er einkum við brugðið drengilegri fram- göngu þeirra Hornsbænda, Eyj- ólfs Sigurðssonar, föður Sigurðar er nú býr á Horni og Sigurðar Snjólfssonar. Veittu þeir skip- brotsmönnum hinn bezta beina og 2 þeirra er slasast höfðu, lágu í sárum í heilt misseri á Horni. Síðar sæmdi Frakkastjórn þá Hornsbændur báða gullmedalíu í viðurkenningarskyni fyrir hjálp- fýsi þeirra og færði þeim góðar gjafir. Var franskt herskip sent með spánýjan sexæring með veiðarfærum öllum og öðrum út- búnaði handa þeim bændum en Eyjólfi gáfu þeir auk þess smíða- tól mikil og vönduð. Þótt Frakkar hafi einatt átt um sárt að binda, sem ýmsar aðrar þjóðir í missi sjómanna sinna, munu þeir þó sjaldan eða aldrei hafa goldið meira afhroð hér úti við ísland en í þetta sinn. Síönsta strandlð Síðasta strand franskrar duggu, sem hér skal nefnt og e. t. v. það seinasta hér við land, varð á útmánuðum 1924. Það var skútan Manon frá Dunkerque, 355
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.