Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1973, Blaðsíða 9

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1973, Blaðsíða 9
Veitti alþingi þá til vitagerðar- innar kr. 14.000, samkvæmt áætlun frá þar til kjörnum verk- fræðingi, A. Rothe, er hingað hafði verið sendur þá um vorið til að rannsaka vitastæðið, gera kostnaðaráætlun o. fl. vitanum að- lútandi, Rothe stóð síðan fyrir byggingunni, en ekki kom áætlun hans betur heim en svo, að kostn- aðurinn varð kr. 22.000,00 og fór þannig langt fram úr áætlun. ísafold segir svo: „Verkstjóri við vitahleðsluna var Luders, múrarameistari, sem hér dvaldi síðan mörg ár á eftir. Hann fékk góðan orðstír almennings, en Rothe miður. Sagði Luders svo, að sú sérvizkufirra hins, að hafa tuminn hlaðinn í átthyming, hefði hleypt kostnaðinum fram um helming. Sívala turna eða fer- hymda hefði mátt hlaða tvo fyrir sama verð“. Miklir erflðlcikar viA' liyjfffingn vitans Eins og eðlilegt var, voru erfið- leikar márgir og miklir við bygginguna. Rothe ætlaðist fyrst til að haft yrði hraungrýti í hleðsluna, sem nóg var af, en það var óvinnandi. Luders var svo heppinn að finna mikið af grásteini niður við fjömborð und- ir hraunsnös, á að gizka 1-200 faðma fyrir norðan Valahnjúk (þar sem vitinn var reistur). Það grjót mátti kljúfa og höggva að vild. En síðan varð að bera það allt á handbörum að rótum hnjúksins og síðan upp á hann. Var það eins og nærri má geta bæði erfitt verk og seinlegt. Isafold gerir lítið úr Rothe verkfræðingi, og segir að almenn- ingi hafi mjög lítið þótt til hans koma. Er eftirfarandi saga sögð því til sönnunar: „Til merkis um, hvað almenningi þótti lítið til „mannvirkj afræðingsins" koma, er þar í frásögur fært, að þegar að því kom að á vatni þurfi að halda í kalkið og sementið, tii turnhleðslunnar, vantaði fötur til að bera það í upp á hnjúkinn frá Framh. á bls. 38h. DUNLOP SEAFARER 12 manna lífbátar SEAMASTER 4 manna lífbátar B.O.T.I. slöngubátar 6 og 9 manna fyrirliggjandi Hagstætt verð M AUSTURBAKKI ÍSIMi: 3 8 944 Sjómannabókin 1973 BÁRA BLÁ Flytur ykkur spennandi efni frumsamið og þýtt af ritfær- ustu mönnum sjómannastéttarinnar á árunum 1939-1944. Afar fjölbreytt og stenzt samanburð ritleiknustu manna íslenzkra fyrr og síðar. Bókin er í algerri sérstöðu í íslenzkum bókmenntum. Tryggið ylckur eintak áður en þaS er orðið of seint. Það verður enginn fyrir vonbrigðum, sem eignast BÁRU BLÁ! VlKINGUR 361
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.