Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1973, Blaðsíða 11

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1973, Blaðsíða 11
BÖÐVAR STEINÞÓRSSON: HUGLEIÐINGAR YEGNA SÖLU M.S. GULLFOSS GuIUoss: Nú hefur stærsta farþegaskip sem fslendingar hafa átt, og það eina sem starfrækt hefur verið síðustu fjögur ár, m/s. Gullfoss verið selt af landi burt. Við slíka atburði kemur margt upp í huga manna, og sitt sýnist hverjum, sem kannski er ekki nema von. Ég sem þessar línur rita, hefi áður rætt skoðanir mínar varð- andi það að á íslandi sé rekið far- þegaskip, og ég á sjálfsagt eftir að gera meira af slíku, en við þessi tímamót, þegar síðasta far- þegaskipið hverfur, tel ég rétt að staldra nokkuð við, og láta minn- ingarnar þar um fá einhverja út- rás, ef þannig mætti að orði kom- ast. Ég mnnist þess enn í dag, hve m/s. Gullfossi var vel fagnað við komu sína til Reykjavíkur 20. maí 1950. Fjölmenni var á bryggjunni til að taka á móti hon- um. Móttökur voru allar einlæg- ar. Það væri ekki úr vegi að rifja upp bæði ræður er fluttar voru við það tækifæri, svo og hinar ýmsu blaðagreinar í bundnu ogóbundnu máli, er þá komu fram, og allar hnigu á einn veg. Það verður langt mál, en mig langar að minn- ast lítið eitt ræðu þeirrar er þá- verandi formaður Eimskipafél- ags íslands Eggert Claessen flutti við komu skipsins. Þar seg- ir m. a. „Þegar Eimskipafélag íslands var stofnað 17. janúar 1914 var rætt um tvær leiðir: Annaðhvort að stofna félag með farmskipum aðeins og taka einungis upp þá hlið samgangna milli íslands og útlanda. Eða að félagið væri stofnað til þess að hafa á hendi samgöngur milli íslands og útlanda og innan- lands á öllurn sviðum, bæði farm- og farþegaflutninga, og gæti því með tímanum fullnægt allri flutn- ingaþörf landsmlanna á sjó. Hin síðastnefnda leið var val- in. Það var metnaðarmál lands- manna að komast á það menn- ingarstig, að þurfa ekki að vera upp á aðrar þjóðir komnir um nokkrar samgöngur innanlands né í millilandasisglingum. Það, að starfsemi félagsins var komið á svo víðtækan grundvöll hefur ekki hvað sízt orðið til þess frá byrjun, að setja þann svip á félagið, að það hefur verið og er alþjóðarfélag. Hinn yfirgripsmikli tilgangur félagsins í þessu efni, hafði í för með sér að félagið lét í upphafi smíða skip, sem stuðluðu að því að fullnægja bæði farþega-' og farmflutningaþörfinni. „Gull- foss“ og „Goðafoss“ fyrsti voru slík skip. Þegar „Goðafoss“ fyrsti fórst og „Lagarfoss“ var keyptur árið 1917, þá var honum breytt í farþegaskip eftir því sem við var komið. „Goðafoss* 'annar var smíðaður 1921 með sama fyrir- kontulagi í þessum efnum, sem „Goðafoss" fyrsti“. Eins og fram kemur í þessari ræðu þáverandi formanns Eim- skipafélags íslands við komu m/s. Gullfoss 20. maí 1950 var horfið að því ráði þegar í upphafi vega, að byggja skip félagsins með bæði farþegaflutninga og farm- flutninga í huga. Tæknin mun nú hafa breytt þannig um, að nú tel- ur Eim/skipafélagið sér ekki fært VlKINGUR 363
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.