Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1973, Blaðsíða 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1973, Blaðsíða 14
 Great Western England. 1838—1840, sigldi á 15 dögum. City of Paris 1889—1892, 5 daga 19 tímar 18 mín. USA Luditania England 1893—1897, 5 daga 7 tímar 23 mín. BARÁTTAN Hraðagleði og flýtir eru eigin- leikar, sem lengi hafa fylgt mönn- um, en fáar hraðakeppnir hafa gleypt aðrar eins geysifjárhæðir og baráttan um hið svonefnda „bláa band“. Fáar hafa leitt af sér jafnmikla harmleiki og enn færrí verið greidd jafn kyrfilega með taugabilun og mannslífum. Engin keppni í veraldarsögunni hefur verið jafn sérstök og ein- kennileg að formi til. Heila öld stóð baráttan um sigurvinning, sem alls ekki var til. Það er til- tölulega nýlega, sem verðlauna- gripur hefur verið gerður, og hann slík herfa, að það er full ástæða til þess að forðast að vinna hann. Áratug eftir áratug hefur hin erfiðasta og einstakasta keppni sögunnar hvorki haft ákveðin brottfararstað, við- bragðslínu, né heldur komustað eða mark. Til þess að fullgera þessa sérkennilegu mynd, þá er þann dag í dag hvorki að finna tímavörð né dómara í þessari keppni. Hér er um að ræða híð „bláa band“ Atlanshafsins. Eins og stendur er það hið 51 þúsund lesta, ameríska skip, „United States“, sem hefur rétt til þess að flagga með blárri veifu á fram- mastri, en þetta er arfur í far- þegaflutningum mili Evrópu og Bandaríkjanna, frá hinum stolnu tímum seglskipanna, sem sigldu frá San Fransisco um Hornhöfða til Evrópu, og var hvorki til spar- að harka né fé. Þessi réttur er þó ekki notaður, og það er vafamál hvort margir af starfsmönnum útgerðarfélagsins í New York vita hvar verðlaunaófreskjan — silfurhnöttur flúraður og skreytt- ur gimsteinum — er geymdur, það er að segja, ef útgerðin hefur þá haft fyrir því að losa fyrrverandi handhafa, Cunard-skipafélagið, við þennan grip, sem brezkur stjórnmálamaður og silfursmiður fann hvöt til þess að efna til árið 1935. Keppnin um „bláa bandið“ er þó allt annað og meira heldur en að vinna þennan afskræmislega verðlaunagrip, sem líkt hefur ver- ið við martröð. Hinn raunsanni vinningur er auglýsingin um snilli sigurvegarans í iðnaði, og möguleikinn á því að ná til sín farþegaflutningum í stærri mæli. Stórt skip er í raun og veru stór- bygging á floti, sem betur en nokkuð annað sýnir hvað tækni, snilli og framleiðslugeta viðkom- andi lands megnar að inna af höndum. Jafnvel þótt þannig sé hægt að sjá hinn nakta raunveruleika bak við hina sígildu kappsiglingu um Atlantshaf, þá er ekki hægt að svifta baráttuna um „bláa band- ið“ þeim mikilleik og fórnarlund, sem menn hafa sýnt í þessu sam- bandi. Yfirvættis sigurgleði og örvæntingarfull vonbrigði hafa þyrlast upp í kjölfari hinna miklu kappsiglara, sem kostað hafa geysi fjárfúlgur, hugvit og erfiði. Baráttan hófst þegar járn- brautarfélagið „Great Western" lagði kjöl að skipi, sem hlaut nafn félagsins. Þetta var gufu- skip, en þangað til hafði sigling- in verið ærið mislöng, háð dutt- lungum vinda og strauma, enda hafði tíminn verið breytilegur, allt frá þrem vikum í tvo mánuði. Skipstjórar seglskipanna litu gufuskip með gríðarmiklum efa, að ekki sé sagt fyrirlitningu — jafnvel eftir að fyrsta gufuskipið — hollenzkt skip með gufuknúð- um hjólum, „Curacao" að nafni, varð fyrst skipa til þess að fara um Atlantshaf án þess að nota segl. Útgerðarmenn litu á það með samúð og velvild, að skipstjórar þeirra féllu í þá freistni að fara undir fullum seglum nokkra hringi kringum gufuskip, sem silaðist áfram með erfiðismunum. Félag, sem keppti við „Great VlKINGUR 366
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.