Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1973, Blaðsíða 16

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1973, Blaðsíða 16
„skakkan pól í hæðina“ þegar hann treysti ekki skrúfunni, þeg- ar hún tók að ryðja sér til rúms, en skófluhjólin að víkja. Nokkurt árabil dróst félagið aftur úr, en náði sér brátt vel á strik, og það svo, að Immanfélagið sendi í marz 1890 óskabarn sitt, skipið „City of Paris“ frá New York með ströngum fyrirmælum um að hnekkja meti Cunards hvað sem það kostaði. Það varð dýrkeypt. Þegar skip- ið átti eftir 24 stunda ferð til írlandsstranda, braust út eldur í vélarrúmi þess með þvílíkum ofsa að mest líktist eldgosi. Drunur og brak og brestir hristu skipið stafna milli, en sjóðandi gufa hvein út. Sjö vélamenn, skað- brenndir og ruglaðir, höfðu ekki hugmynd um hvað hafði gerzt, en ærandi hávaði neðan úr skipinu sýndi að sveifarásstöng hafði losnað og hamraði eins og kylfa á strokknum, vatnsheldu skilrúm- unum og botni skipsins. Það tókst þó að halda „City of Paris“ á floti, og það var met, sem var áhrifameira heldur en hraðamet- ið, sem gekk nú úr greipum út- gerðarfélagsins. Sigurhrós Cunardfélagsins stóð þó ekki lengi, því að útgerðin kom ekki auga á atriði, sem voru mik- ilvæg í keppninni. Að þessu sinni voru það Þjóðverjar og hverfill- inn. Norddeutscher Lloyd-félagið hreppti hnossið með 14850 lesta skipi sínu „Kaiser Wilhelm der Grosse“, og náði þar með til sín fjórða hluta af þáverandi far- þegaflutningum um Norður-Atl- antshaf. Þvílíka þýðingu hafði það að vera í fremstu röð kepp- enda. Þjóðarstolt örvaði Englendinga þó enn þá meira, og nú vörpuðu þeir fyrir róða því litla, sem eftir var af íhaldssemi. Cunard kom inn á sviðið á ný með „Mauretan- íu“, sem setti met bæði á austur og vesturleið árið 1909, og hélt þessum metum í 22 ár — met allra meta. Árið 1912 var goldið hæsta verð fyrir þessa meta-keppni, sem til þessa hafði þekkst. Hið ný- United Stetes, USA 1952—. Handhafi Bláa bandsins núna. 3. daga, 10 tíma og 40 mínútur. byggða skip White Star-skipa- félagsins „Titanic", risti hafið á fullri ferð innan um ísjaka og sýndi það sannarlega fyrirlitn- ingu á dauðanum. Það var til þess að glata ekki einni sekúndu í bar- áttunni um bláa bandið. Harm- leikurinn hófst með því, að ísjaki reif sundur hlið skipsins frá bóg og aftur á mitt skip, en lengi neituðu farþegar að yfirgefa skipið. Auglýsingaskrum um það að skipið gæti ekki sokkið, hafði lengi hljómað hátt í eyrum manna. Sama ástæða var til þess að björgunarbátar voru ekki nógu margir. Með skipinu hurfu 1503 per- sónur í jökulkalt hafið. í björg- unarbátunum lifðu af 703, og voru það nær eingöngu konur og börn og fáir karlmenn, sem gátu vart færri verið til þess að stjórna bátunum. Karlar höfðu fórnað sér, og þessi fómarvilji varpaði hetjubjarma á þann hryggilega harmleik, sem þarna gerðist. Önnur dökk síða í sögu Atl- antshafsferða,- er saga „Lusitan- íu“. Skipið náði um tinia meti, bæði á austur og vesturleið, en frægð systurskipsins „Mauretan- íu“ skyggði þar nokkuð á, unz ,,Lusitanía“ mætti hörmulegum örlögum sínum, þegar þýzkt tund- urskeyti hitti skipið 7. maí 1915. Það var fyrst í ágúst 1929, sem „Mauretania" laut í lægra haldi í þessari baráttu, sem óneitanlega fór fram með göfugmannlegri hætti á friðartímum, og þar voru Þjóðverjar enn á ferð. Það var í þessu uppgjöri við Þjóðverja, sem „Mauretania" fór hröðustu ferð á hinum langa ferli sínum, þegar skipið keppti við hið nýbyggða þýzka skip „Bremen“. Þótt hinar 80 þúsund hestafla vélar væru knúðar til hins ítrasta og raunar meira af þeim heimtað heldur en þær höfðu verið ætlaðar og byggð- ar fyrir, þá féll hraðametið Þjóð- verjum í skaut, en að þessu sinni var hinn gamli skrokkur „Maur- etaniu“ píndur í meira en 30 hnúta hraða, og var sannarlega virðulegur lokasprettur. Þátttaka ítala í þessari söf kom fyrst með stórskipinu „Rex árið 1933, en það náði 28,92 hnúta meðalhraða. Því meti var hrund- ið af franska skipinu „Normand- ie“, sem eyðilagðist í eldsvoða í New York-höfn meðan síðari heimsstyrjöldin stóð enn yfir. Árið 1936 náði Stóra-Bretland enn bláa bandinu, en þá fór „Queen Mary“ yfir Atlantshaf á 3 dögum, 23 stundum og 57 mín- útum, og var meðalhraðinn 30,63 hnútar. Systurskipið „Queen Elizabeth“ hefur aldrei reynt við hraðametið, og hámarkshraði skipsins hefur aldrei verið látinn uppi. Það var hyggilega ráðið, því að skipið var í styrjöldinni notað í langt um alvarlegri bar- áttu, þegar það var haft til her- mannaflutninga um Atlantshaf og víðar. Nú er drottningin of gömul til þess að hefja baráttu við „United States", en heimurinn allur — og ef til vill í síðasta skipti með fyrstu ferð skipsins um Atlants- haf árið 1952. Ferðin stóð yfir f 3 daga,-10 stundir og 40 mínútur. Það er 10 stundum og 2 mínútum minna en fyrirstríðsmet „Queen Mary“, en hvort „United States“ getur gert betur, er fullkomið leyndarmál. Einnig þetta 51 þús- und lesta skip verður ef til þarf að taka, notað til herflutninga. Það getur flutt heila herdeild, 15 þúsund manns, í fullum hertygj- um. Það varaafl, sem alger leynd hvílir yfir, er nóg til þess, að keppinautarnir hugsa sig um og stilla sig í baráttunni um bláa bandið — ef þotuöldin hefur þá ekki svipt þá allri löngun til þessa. Það virðist ekki mikið við VlKINGUE 368
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.