Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1973, Blaðsíða 18

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1973, Blaðsíða 18
fyrir vélstjóra, sem búnir eru að starfa í allt að aldarfjórðung, að setjast á skólabekk á ný, sumir hverjir eru orðnir afar og farnir að grána í vöngum. Mér virðist að tíminn hafi verið helst til naumur fyrir þetta náms- efni, en eins og Örn Steinsson segir í grein um fyrra námskeiðið í 6. tbl. Víkings: „ . með nám- skeiðshaldi af þessu tagi er góð undirstaða lögð að sjálfsnámi nemenda. . og vil ég taka undir þessi orð Arnar. Of langur tími finnst mér hafa liðið frá því ég útskrifaðist úr vélstjóradeild fyrir 25 árum. þar til mér gafst tækifæri til að kynnast nýjungum, sem komið hafa fram í vélum á þessu tíma- bili. Æskilegt væri að námskeið sem þessi yrðu árviss liður í starfsemi Vélskólans, og ætti með því að vera hægt að brúa bilið sem verður milli eldri og yngri vélstjóra og skapast óhiákvæmi- lega í þróun tækninnar. Heppilegt hefði verið, að námskeiðið hefði staðið einni til tveim vikum leng- ur, og fleiri greinar hefðu verið teknar fyrir. Ég saknaði þess t. d. að fá ekki tilsögn í efnagrein- ingu á olíu og reyk. Ennfremur í stillingu á olíuverki véla, með- ferð á eldsneytisdælum og eld- snevtislokum. Kvnna hefði mátt störf í áburðarvei'ksmiðju, sementsverk- smiðiu, álveri, ennfremur salt- vinnslu og málmbræðslu. Ég vænti þess, að skólastjóri ogkenn- arar taki þessa ábendingu til at- hugunar fyrir næsta námskeið vélstjóra. í sameiginlegri kaffidrvkkin konnara og nemenda sleit Andrés Guðiónsson skólastióri námskeiði þessu. Þeim sem að námskeiðum þessum stóðu ber heiður og þökk fvrir framtakssemina og er hún Vélskólanum til mikils sóma. Þorsteinn Ársælsson. UR MINNINGUM HALLFREÐS GUÐMUNDSSONAR FYRRV. HAFNSÖGUMANNS, AKRANESI Ég er fæddur 23. júní árið 1896 að Seljalandi í Gufudalssveit, en það er á Barðaströndinni. Það voru erfið ár þá og foreldrar mín- ir voru fátæk og þegar ég var hálfs annars árs, var heimilið leyst upp. Mamma og pabbi urðu að sjá að meira eða minna leyti 'f ellefu börnum, sem fóru á tvist ag bast. Faðir minn kormst alla leið austur á firði í hrakningi sínum og dó á 98 ára afmælisdaginn sinn í Berunesi við Berufiörð. Það var 20. nóvember árið 1948. Mamma dó árið 1926. Ég slitnaði alveg úr tengslum við foreldra mína og hafði ekkert samband við þau. Ég leit á fóstur- toreldra mína Björn Biörnsson í Fremri Gufudal og Sigríði Jóns- dóttur konu hans, sem mína for- Qldra, en til þeirra fór ég þegar fjölskyldan flosnaði upp. Guð- mundur bróðir minn var þarna 'íka, í Framra Gufudal, og hann býr núna í Reykjavík og er 80 ára gamail. Hjá þeim Birni og Sigríði ólst ég svo upp til 14 ára aldurs. er ég fór að sækja sjóinn. Ég fékk sveita uppeldi, en fékk snemma mikla löngun til þess að komast á sjó. Fóstri minn hafði vinnu- menn, sem verið höfðu á skútum og þeir sögðu mergiaðar sögur. Líka átakanlegar sögur, eins og af Ino-varsslvsinu 1906. b°gar fiskiskútan Ingvar strandaði á Engeyjarsundi. Það var eitthvað annað að vera á sjó, þar sem eitt- hvað karlmannlegt var að gerast og eitthvað spennandi, í stað þess að rölta eftir fé sí og æ í óendan- legum smalamennskum. í þá daga lifði þjóðin allt öðru andlegu lífi, en núna er. Þá var gamla þjóðtrúin enn við lýði og myrkfælnin var eftir því. Ég held að við Guðmundur bróðir höfum talið það víst að þegar fólk dó, þá gengi það aftur með það sama. Þessi myrkfælni læknaðist ekki af mér fyr en í spönsku veikinni ár- ið 1918, en þá kom dauðinn mjög við sögu. Sem dæmi um aiþýðutrúna var það, að einu sinni dóu tvær kerl- ingar um sama leyti fyrir vestan. Það var komið með þær heim á kirkjustaðinn til greftrunar á sama degi. Auðvitað myndu þær ganga ljósum logum, um það var ég viss. Hvernig lízt þér nú á. Tvær kerlingar grafnar sama daginn sagði Haraldur Guðmundsson (síðar ráðherra) við mig. Ja satt segirðu. Það verður skemmtilegt, eða hitt þó heldur, svaraði ég. Til sjós 14 Ara Ég var 14 ára, þegar ég fór fyrst til sjós. Til fiskiróðra á vor- vertíð í Álftafirði við ísafjarðar- djúp. Vorvertíðin stóð þá frá pásk- um fram á Jónsmessu, eða síðari hlufa júnímánaðar. Formaðurinn á bátnum hét Biarni Siprurðsson frá Steini í Álftafirði. Við vorum fimm á að mig minnir, en þetta var mótorbátur. Það var notuð þessi gamla að- ferð, að beita í köggla, en beitan var innvols úr grásleppu. Hún var ágæt. Ég var samt enn um sinn við- loðandi heimilið í Gufudal, þótt ég væri byrjaður til sjós. Fóstur- móðir mín hafði dáið árið 1907 og árið 1915 brá Björn fóstri minn búi. Hann lézt 1947, eða 1948 þá háaldraður maður. Þegar ég fór svo að heiman réði ég mig til ólafs Bergsveinssonar í Hvallátrum (eyja á Breiða- firði), þeim annálaða dugnaðar- manni. Þar var þá mikið bú, 30 VlKINGUR 370
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.