Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1973, Blaðsíða 27

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1973, Blaðsíða 27
JÓN STEINGRÍMSSON, skipstjóri: TAHITI Jón Steingrímsson, skipstjóri. Galapagagos 17. ágúst 1973. Margir hafa spurt mig hvar mér hafi þótt fallegast og skemmtilegast að koma, þá hef ég átt erfitt með að svara. Það er auðvitað enginn algild- ur mælikvarði til á slíkt, hinsveg- ar orka hinar ýmsu staðir mis- munandi á fegurðarskyn hvers og eins. Líklegt tel ég þó að öllum finnist okkur ættjörðin fegurst og einkum þeim er þurfa að dveljast erlendis af ýmsum ástæðum. Það var einusinni merkur maður, sem mælti svo að sig langaði að líta Napoli og deyja svo. Ég vona að honum hafi orðið að ósk sinni. Árið 1954 var ég með m/s „Tungu- foss“ í Miðjarðarhafsferð og var farið á marga fagra staði. Einn farþeganna var hinn góðkunni VÍKINGUR sýslumaður Júlíus Havsteen, sem reyndar skrifaði um þetta ferða- lag í ,,Víkinginn“ skömmu seinna. Daginn sem við komum til Napoli var alveg ljómandi gott veður eins og þar er títt. Ég lagði smá lykkju á leiðina til þess að sýna Júlíusi eyna Capri og spurði hann hvort við ættum ekki að sigla inn í bláa hellirinn. Hann taldi það of mikið umstang, því þá þyrftum við að fella möstrin. Við skoðuðum svo Napoli, sem var þó ekki neitt endanlegt tak- mark fyrir okkur, við áttum eftir að skoða ýmislegt um allar jarðir fyrir okkar daga. 1 siglingum mínum hef ég forð- ast að ráða mig á skip sem eru í föstum ferðum, það er ekki við mitt hæfi. Ég hef verið einstak- lega heppinn með skipaval og þess vegna komist víða og kynnst mörgum skemmtilegum stöðum. Nú loksins er svo komið að ég get talið einn stað bera af öllum öðr- um. Það er Tahiti ásamt Moorea í frönsku Polynesíu í Kyrrahafi. Tahiti er stærst eyjanna og liggur miðsvæðis milli Ástralíu, Kalifomíu og S-Ameríku. Svæði fi-önsku Polynesíu er á stærð við Evrópu án Rússlands. Eyjaklas- arnir heita Isles de la Siciété (með Tahiti), Marquesas, Tua- motos, Gambiers og Australs sem telja samtals 130 eyjar. Eftir manntali 1971 eru íbúarnir 120 þús. í frönsku Polynesíu, þar af meir en helmingurinn sem býr á Tahiti. Polynesar af Maori kyni eni 77%, af Asíu uppruna 9% og Evrópu uppruna 14%. Eyjarnar í Kyrrahafi eru ann- aðhvort goseyjar eða kóraleyjar. Kóraleyjarnar eru lágar og hringmyndaðar með lón í miðju og oft eru skipgeng sund inn í lónin. Það er mikið af fiski og gróðri í lónunum en fiskurinn oft eitraður. Það er hann þó ekki á miðum frá Tahiti sem hefur lokað lón, sem er fullt af vel ætum fiski, sem bragðast líkt og lax. Goseyj- arnar standa oft eins og gaddar upp úr hafinu, brattar og ómann- gengar. Þær stærri hafa þó nokk- urt undirlendi. Víðast hvar hafa þær líka kóralrif meðfram strönd- inni, oftast 1—2 mílur frá landi. Það var spánskur skipstjóri sem fyrstur sá Isles de la Société svo vitað sé. Það var árið 1606. Landkönnunarferðum Spánverja á þeim tímum var ekki haldið á lofti og því flestum ókunnar. Þeg- ar Georg III sendi Capt. Wallis á skipinu „Dolphin" árið 1767 í landfundaleiðangur í Suðurhöf- um, kom hann til Tahiti 19. júní og er þá fyrst talið að hún hafi verið fundin. Hann skýrði hana King George eyju. 2. apiúl 1768 kom þar M. de Bougainville á frönsku freigát- unni „Boueuse" ásamt birgða- skipi. Hann skýrði eyjuna Nouv- elle Cythere og fór þaðan 12 dög- um seinna. Næsta heimsókn, gerð 1769, var veigamest, ekki aðeins vegna athyglinnar sem hún vakti á þessum eyjum, heldur var ætl- unin að fylla í eyður vísindanna. Venus átti að ganga fyrir sólu og það var talið ráðlegast að gera athuganir samtímis frá sem fjar- lægustu stöðum á jörðinni þegar þessi fátíði atburður ætti sér stað. Captain Cook, (sem þá var Lieutenant) var sendur til Tahiti með hóp vísindamanna á skipinu „Endavour.“ Þegar Venus gekk fyrir sólu 3. júní 1769 voru þeir staddir á N.- enda eyjarinnar sem varð svo einhver öruggasta staðarákvörð- 379
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.