Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1973, Blaðsíða 30

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1973, Blaðsíða 30
heiminum svo fleiri geta leyft sér það. Leigutakar skipsins eru í San Fransisco, umboðssmaður þeirra tók á móti okkur þegar við lögð- umst að. Að venju greiða þeir fyrir öllum þörfum skipsins, auk þess stóð mér nú til boða ágætis bifreið til afnota meðan á dvöl stæði. Þetta var einkennandi fyr- ir þá gestrisni og höfðingsskap sem ríkir á eyjunum, því það er ekki venjan að skipstjórar hafi bíla alveg til eigin umráða í höfn- um. Farartækið, sem var nýr Renault og ég kallaði „blaðlúsina“ af því hann var blaðlúsagrænn, kom í góðar þarfir þennan viku- tíma sem við stóðum við. Vega- kerfið var ekki flókið en vegurinn góður þótt hann væri mjór. Út frá aðalveginum var hægt að fara inn í dali og hátt upp í hlíðar. Inn á miðri Tahiti Iti, upp í hæð- unum, var komið í stórt kúabú þar sem allar kýmar voru hvítar. Ekki man ég eftir að hafa séð það áður, ég man eftir skjöldóttum beljum — en þetta eru auðvitað hitabeltiskýr. Það var mjög hentugt að hafa bílinn og gafst betra tækifæri að kynnast öllum staðháttum og njóta þessarar einstöku náttúru- fegurðar. Auk þess var kostur að kynnast þessu einstaklega geðuga fólki, sem bjó fyrir utan bæinn i sinni ljúfu lífsaðlögun. Á Palau-eyju í V.-Carolina I., sem er kóraley, voru svipaðar móttökur en það var ekki bíll sem mér stóð þar til boða, heldur lítill hraðbátur. Hann var vel notaður til þess að kanna kóralrifin og lífið á þeim, það var einn undra- heimur sem opnaðist manni. Fólk- ið þar, sem flest er af Papúa kyni var einnig mjög vingjarnlegt, en skorti þann „sjarma“ sem Tahiti- búar hafa. í Papeete er stór yfirbyggður markaður þar sem var fróðlegt að koma og sjá ríkulegar afurðir eyjarinnar. Þar var nóg af fiski, ég bar ekki kennsl á annað en túnfisktegundirnar en sá einnig fisk af ýmsum stærðum og í öllum regnbogans litum. Ávextirnir voru fallegir, mikið af banönum, ananas, papaya, mangos og pam- plemousse. Þeim síðastnefnda hef ég ekki kynnst fyrr. Mér var sagt að það væri appelsínutegund. Pamplemousse líkist helst góðum grapefruit en er talsvert stærri og mun ljúffengari. Mangó ávext- ir vaxa viða í hitabeltinu á stórum trjám en geymast illa og eins er með papaya og þess vegna fáum við Norðurlandabúar sjaldan að njóta þeirra. Þessar mangós sem spretta hér eru þær stærstu og bestu sem ég hefi bragðað. Á markaðnum var líka á boðstólum ýmiskonar iðnaðarvara og list- munir, svo sem útskornar skelj- ar, falleg hálsbönd úr skeljum, útskornir trémunir og annað fyr- ir ferðamenn, sem einnig fæst í búðum. Á sumum eyjum Kyrrahafsins er bjalla sem eyðileggur kókos- pálmanna. Til þess að varna því að hún berist til Tahiti, hafa ver- ið sett lög er banna skipum er koma af smituðum svæðum að dvelja við land næturlangt. Þessi bjalla sem kölluð er „rhinoceros” af því hún líkist nashyrningi í laginu, flýgur aðeins um nætur og aðeins stuttan spöl. Við höfðum legið í Pago Pago á Samoaeyjum í rúma viku þar sem þessi pálma- sýki er og þurftum þessvegna að færa skipið út undir kóralrif fyrir myrkur á kvöldin og svo uppað á morgnana í birtu. Þetta bagaði ekki frjálsræði okkar því við höfðum afnot af góðum léttbáti. Það er nóg skemmtanalíf á kvöldin, dans og víða sýningar. Á Tahiti eru 10 hótel, tvö þeirra svokölluð „de Luxe“ og hin í „A- flokki". Maeva Beach Hotel er „de Luxe“ og hefur 230 gistiher- bergi ásamt stórum veitingasöl- um. Á kvöldin eru framhliðar matsalarins opnar út í fallegan garð, þá er svo hæfilega svalt að það þarf enga loftkælingu og það eru engar mýflugur að óttast á eyjunum. Gestir velja sér sjálfir matinn, þar eru glóðarsteikur á staðnum, margar tegundir af kj öti en öðrum réttum er smekklega raðað skammt frá. 1 lok kvöld- matar skemmta hópar innfæddra með dansi og söng. Það vakti kát- ínu þegar þeir buðu gestunum upp í dans, það skorti mikið á að þeir næðu réttum hraða í mjaðmahreyfingum þótt þeir hefðu sig alla við. Nú verð ég að fara að láta stað- ar numið þótt margt merkilegt sé ótalið. T. d. eins og kunnugt er eyddi listmálarinn Goughin mörg- um árum ævi sinnar á Tahiti og fleiri frægir menn koma við sögu eyjarinnar. Sá sem hefur skrifað einna ítarlegast um þær og íbúana Bengt Danielsson, er sænskur konsúll þar nú og það var ekki ónýtt að fá hann í heimsókn í inniverunni. Sænsk skip eru orð- in nokkuð sjaldgæf í Papeete í seinni tíð. Að lokum skal geta atriðis úr ferðinni, sem var nokkuð óvenju- legt. Þarnamegin á hnettinum eru nokkuð tíð neðansjávargos og eyjar myndast og hverfa svo við- sjált er að reiða sig á sjókortin eingöngu. Það bar til að nætur- lagi að við sigldum yfir eldgos. Við vorum staddir nálægt eyjun- um Niuatoputapu og Tafahi í Tonga eyjaklasa að koma frá Suva á Fiji-eyjunum á leið til Eystri Samoa. Allt í einu vorum við staddir í þykku vikurlöðri og VÍKINGUR 382
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.