Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1973, Blaðsíða 31

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1973, Blaðsíða 31
vikrið þeyttist inn á þilfar. Felmt- ur mikið greip mannskapinn, sem vissi ekki sitt rjúkandi ráð. Líf- bátamir virtust ekki koma til greina í þessu tilfelli. Þeir sefuð- ust nú brátt þegar þeir sáu að hættan var ekki alveg yfirvofandi og það var ekki um strand að ræða en skipið öslaði í gegnum þetta á hálfri klukkustund. Þegar við komum í höfn í Pago Pagó sáum við að hliðar og botn skips- ins höfðu hreinsast vel, allt var slétt og fágað. Það sem benti til þesss að það væri úr fersku gosi var hvað vik- urlagið var þykkt og hafði ekki náð að breiða úr sér. Fiskverkunarstöð Gunnars h.f. °g Snœfugls h.fv Reyðarfirði. Sími 97-4123 ★ SKRESÐAR- OG SALTFISKVERKUN SÍLDARSÖLTUN t MINNING: ÞORSTEINN STEFÁNSSON SKIPSTJÓRI Hinn 3. sept. s. 1. andaðist að Hrafnistu, dvalarheimili aldraðra sjómanna, Þorsteinn Stefánsson, fyrrverandi skipstjóri og síðar hafnarvörður á Akureyri. Þorsteinn var Eyfirðingur að ætt, fæddur að Hauganesi v. Eyjafjörð hinn 7. marz 1896. For- eldrar hans voru hjónin Kristín Jónsdóttir og Stefán Hansson, sem fórst mieð hákarlaskipinu Kærstinu vorið 1907, en á því skipi var hann stýrimaður. Þorsteini var sjómennska í blóð borin, um það vitnar hans sjó- mannsferill allur, frá því er hann kornungur hóf sjósókn á árabát- ura, en síðar á skútum, og stund- aði þar bæði hákarla- og þorsk- veiðar. Prófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjávík lauk hann vorið 1921, en vorið eftir varð hann skip- stjóri á skipi er Fönix hét. Þetta vor lentu mörg skip í erfiðleikum, og þrjú týndust alveg, í ofsaveðri út af Vestfjörðum. Fönix litli slapp óskaddaður þótt hann lægi úti allan garðinn, og má það vafa- laust þakka gætni og árvekni hins unga skipstjóra, er þarna fékk sína eldskím. Ekki er það ætlan mín að rekja hinn langa sjómannsferil Þor- steins, en geta má þess eftir að hann var kominn á Hrafnistu og, að maður hélt var búinn að ,,nausta“ að fullu, fór hann annar stýrimaður á rannsóknarskipið Árna Friðriksson, um tveggja mánaða skeið. Þorsteinn lét félagsmál sjó- manna mikið til sín taka, var t. d. yfir 20 ár í sj ómannadagsráði hér á Akureyri og þá lengst af for- maður. Strax að afloknu prófi frá stýrimannaskólanum mun hann hafa gengið í Skipstjórafélag Norðlendinga, sat í stjórn þess í 15 ár, þar af 7 ár formaður. Hann var og heiðursfélagi þess. Nú, þegar Þorsteinn er allur, viljum við félagar hans í Skip- stjórafélagi Norðlendinga þakka honum hans mörgu og óeigin- gjörnu störf í þágu félagsins, og við munum ætíð minnast hans þegar góðs félaga er getið. Sjálfur vil ég frændi minn þakka þér margar og ánægjuleg- ar samverustundir á lífsleiðinni, og kveð þig í þeirri fullu vissu ,að landtaka þín, handan hafsins mikla, hafi gengið að óskum. Björn Baldvinsson. VÍKINGUR 383
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.