Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1973, Blaðsíða 32

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1973, Blaðsíða 32
REYKJANESVITI Framhald af bls. 361. vatnsbóli því, er loks hafði fund- ist góðan spöl fyrir neðan hann, eftir mikla leit og margar (13) árangurslausar tilraunir til brunngraftar, sumar næsta fá- kænlegar, að sumum þótti. Brá þá mannvirkjafræðingurinn sjálf- ur við, og lagði af stað inn til Reykjavíkur að útvega föturnar. Segir ekki af þeirri ferð fyrr en hann á heimleiðinni aftur, er kom- inn suður undir Bæjarfell, fyrir ofan bæ vitavarðar. Þá minntist hann þess, að hann hefir stein- gleymt erindinu, hann hafði skemmt sér svo vel í Reykjavík, að þar komst engin vatnsfötu- hugsun að. Eftir hæfilega hvíld leggur hann síðan af stað aðra ferð til höfuðstaðarinss. Þá er þess getið að hann hittist ein- hvern dag í fögru veðri í barna- leik suður á melum með sonum landshöfðingja (H. Einssen). Það var Grímur Thomsen, sem rak sig þar á hann og hjalaði við hann lítilsháttar, fann síðan landshöfð- ingja að máli og hafði orð á því, að betur mundi fara á, að mann- virkj afræðingurinn" væri við starf sitt suður á Reykjanesi úr því að Landssjóður gyldi honum afarhátt kaup daglega. Verður niðurstaðan sú, að Rothe sást von- bráðar aftur syðra, í mjög slæmu skapi og hábölvandi Grími þeim, en — fötulaus. En í þriðju ferð- inni höfðust svo föturnar. Varð þá turnhleðslan að bíða á meðan, í margar vikur? Nei, menn björg- uðust við naglakassa, kíttuðu þá og þéttu og báru vatnið í þeim“. í sjálfum byggingarkostnaðin- um var innifalið verð á íveruhúsi handa vitaverði og fjölskyldu hans. Því var spáð í Isafold árið ]870, að þetta hús, sem var torf- bær, myndi ekki standa í 10 ár, sakir þess hve óvandað það var og illa frá því gengið. Þetta rætt- ist. Þegar ísafoMar-Björn skrif- aðium Reykjanesvitann 1895, er búið að byggja þar timburhús, og þó tvö heldur en eitt, járnvarin, góð híbýli og myndarleg nú orðin, 384 enda hefur talsverðu verið kost- að til þeirra síðan. Ibúðarhúsin stóðu þá eins og nú, sunnan und- ir Bæjarfelli, sem núverandi viti stendur á. Vitngjnldið Landssjóður íslands átti að sjá um reksturinn á vitanum, og var með lögum 1879 lagt vitagjaM á skip þau, sem fóru framhjá Reykjanesi, 20 aurar á smálest, ef skip leitaið hafnar við Faxa- flóa, en annars 15 aurar. Herskip og skemmtiskútur voru undan- þegin gjaMi. Þá er komið að lýsingu á sjálfu vitahúsinu og því sem það hafði að geyma. Er hún tekin hér orð- rétt úr ísafold frá 1895: „Reykja- nesvitinn stendur yzt á suðurtá Reykjanesskaga, á dálitlum hnjúk rétt við sjóinn, er nefnist Vala- hnjúkur, og er beint undan landi, ly2 viku sjóar. Framan í hnjúknum er þverhnípt berg í sjó niður og hallar töluvert upp frá brúninni. Nokkra faðma frá henni stendur vitinn, þar í hallanum. Það er turn, hlaðinn í átthyrning, úr íslenzkum grásteini, höggnum og steinlími, rúml. 22 feta hár, og 6—7 fet á vídd (að þvermáli) að innan, veggirnir rúm 4 fet á þykkt nema helmingi þynnri ofan til, þar sem Ijóskerið stendur, enda víddin þar meiri. Ljóskerið er átt- strent, eins og turninn, rúm 8 fet á vídd, og 9—10 á hæð upp í koparhvelfinguna yfir því. Það er ekki annað en járngrind, hús- grind, með stórum tvöföMum gler- rúðum í, sem eru nálægt alin í ferhyrning, afarsterkum og þykk- um % þuml. á þykkt), 6 á hverri af 7 hliðum átthyrningsins — eins og 6 rúðugluggar — en engri á hinni áttundu, þeirri er uppá land veit. Þar utanyfir er svo riðið net af málmþræði, til varnar gegn fuglum, og er manngengt á milli þess og ljósskersins. En innan í holspeglum (sporbaugaspeglum) úr látúni, fagurskyggðum, 21 þuml. að þvermáli, er þeim raðað 2 og 3 hverjum upp af öðrum á járnsúlnagrind hringinn í kring, nema á sjöttung umferðarinnar, þann er upp að landi veit. Verður svo mikið ljósmagn af þessum út- búnaði, að sér nærri 5 vikur sjáv- ar undan landi, enda ber 175 yfir sj ávarmáli. TvílofilaAiir Inrn Turninn er tvíloftaður fyrir neðan ljóskerið, og eru þar vistar- verur fyrir vitagæzlumennina, með ofni, rúmi, sem neglt er neð- an í loftið m. m. Tvöfaldir glugg- ar litlir eru á þeim herbergjum, 2 á hvoru. Allt er mjög ramm- gert, hurðir og gluggaumbúnaður o, fl., og veitir ekki af, því fast knýr Kári þar á dyr stundum, t. d. í veðrinu mikla milli jóla og liýárs í vetur sem leið, þeytti þá ekki einungis sandi úr fellinu, heMur allstórum steinum upp um vitann og bæði inn um turnglugg- ana tvöfaMa og eins í ljóskers- rúðurnar i gegnum málmþráðar- netið og mölvaði þær, þótt sterkar væru. Tveir menn eru í vitanum á hverri nóttu allan þann tíma árs, er á honum logar, sem er frá 1. ágúst til 15. maí. Bústaður vita- varðar er sem sé dálitla bæiarleið frá vitanum, fulla 60 faðma. Gæzlumenn slökkva á vitanum hálfri stundu fyrir sólaruppkomu. Tveim stundum þar á eftir skal byrjað á dagvinnunni, en hún er í því fólgin að hreinsa og fægja vandlega lampana og speglana, láta á þá olíu, taka skar af kveikj- unum og yfirhöfuð undirbúa allt sem bezt undir kveikinguna að kvöMinu. Sömuleiðis að fægja ljóskersrúðurnar og önnur áhöld sem brúkuð eru. Með því að all- bratt er uppgöngu að vitanum og veðrasamt mjög þar, hefur verið lagður öflugur strengur úr marg- þættum málmþræði meðfram veg- inum til að haMa sér í, og hafðar járnstoðir undir. Upp þann stíg er og borin steinolía og annað, sem til vitans þarf, úr geymslu- klefa fyrir neðan hnjúkinn“. Þegar þetta er ritað, 1895, var vitavörður á Reykjanesi Jón Gunnlaugsson. Hefði hann og VÍKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.