Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1973, Blaðsíða 35

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1973, Blaðsíða 35
SEXTUGUR: STEFÁN NIKULÁSSON SKIPSTJÓRI Það var hann Böðvar Stein- þórsson, vinur minn, sem henti mér á að hann, Stefán Nikulás- son, fyrrverandi skipstjóri hjá Skipaútgerð ríkisins væri orðinn sextugur. Við Stefán höfum að vísu aldrei siglt saman, en sem sjómaður hef ég oft séð Stefán Nikulásson um borð í strand- ferðaskipunum og maður alltaf vakið athygli njína fyrir glæsi- mennsku og prúða framkomu. Böðvar vakti upp forvitni mína á manninum og þær upplýsingar sem ég fékk um manninn, Stefán Nikulásson, finnst mér nauðsyn- lega þurfa að kom& fyrir augu lesenda Sjómannablaðsins Vík- ings, þar sem þessi aldna kempa er búinn að vera á sjónum í rúm 40 ár, þar af í 25 ár sem stýri- maður og skipstjóri á strand- ferðaskipum ríkisins, og ætti því andlit hans að vera kunnugt flestum íslendingum. Stefán Nikulásson fæddist í Gíslakoti í Rangárvallasýslu 6. júlí 1913. Foreldrar hans voru þau heiðurs hjón, Nikulás Bjarna- son og Filipía Gestsdóttir. Niku- lás, faðir Stefáns, var bóndi í Gíslakoti. En þegar Stefán var eins árs fluttust þau hjónin, ipeð börnin, til Stokkseyrar þar sem Nikulás gerðist sjómaður. Hann réri frá Stokkseyri fyrst á ára- bátum og síðan mótorbátum, þeg- ar þeir komu til sögunnar. Á skútum var hann einnig og var í skipsrúmi í mörg ár, á skútu, með þeiip) mikla kappa Birni í Ánanaustum. Fjölskyldan varð stór því þau hjónin eignuðust 6 börn, en 2 yngstu börnin eru nú látin. Stefán var 16 ára gamall þegar hann hóf sj ómennskuferil sinn á árabátum frá Stokkseyri. Fiski- VÍKINGUR veiðar stundaði hann frá Stokks- eyri í 11 ár, eða til ársins 1939 að hann flyttist til Vestmanna- eyja. Ástæðan fyrir flutningi hans til Vestmannaeyja var sú að á þeim árum voru bátarnir stærri í Vestmannaeyjumí en á Stokks- eyri og þar var róið allt árið. Við þorskinn var glímt á veturnar og við síldina á sumrin. En Stefán var ekki einn um að flytjast bú- ferlum til Vestmannaeyja, því á þessum árum var mikið um það að mpnn flyttust úr Árnessýslu til Vestmanaeyja vegna vinnunnar. 1 Vestmannaeyjum er Stefán til 1945. Það ár fer hann í Stýri- mannaskólann í Reykjavík. Upp- haflega ætlaði Stefán í „Öldung- inn“ því að hann hafði öðlast rétt til þess, en einhvernveginn æxl- aðist það þannig að hann fór í farmannadeildina og lauk prófi þaðan 1947. Á milli bekkja var Stefán á síldveiðum. En þær veiðar gengu ila. Þeir fiskuðu ekki fyrir trygg- ingunni, sem þá var 1.200,00 kr. hjá hásetum. Að loknu prófi í Stýrimanna- skólanum gerðist Stefán stýri- maður hjá Skipaútgerð ríkisins. Á þeim tíma voru strandferða- skipin og varðskipin undir sömu stjórn og þeir sem réðust til skipaútgerðarinnar gengu á milli þessara skipa. Stefán var aldrei ánægður með veru sína á varð- skipunum, því á þeim tím(a var varðskipaflotinn mest byggður upp á leigubátum sem flestir höfðu verið fiskibátar. í byrjun sinni sem stýrimaður, hjá skipaútgerðinni, lenti Stefán sem stýrimaður á varðskipinu Ægir, og hann mfinnist alltaf sinnar fyrstu vaktar þar um borð. Á fyrstu sjóvakt hans um Stefán Nikulásson, skipstjóri. borð tóku þeir þýskan togara í landhelgi í Miðnessjó. Farið var með togarann til Reykjavíkur þar sem togaraskipstjórinn viður- kenndi brot sitt fyrir rétti og var dæmdur í sekt til Landhelgis- sjóðs. Þetta var rétt eftir stríðið og þýska þjóðin í algjörri niður- lægingu. Það var því sorglegur aðbúnaður um borð í togaranum og peningaleysi áhafnarinnar al- gjört. Skipstjórinn gat ekki borg- að sektina og það var því úr vöndu að ráða. Á þessum tíma var Hvalfjarðarsíldarævintýrið í full- umj gangi. Stjórnvöldin sáu sér því leik á borði og settu hinn þýska togara í síldarflutninga frá Reykjavík til Siglufjarðar og kom flutningsgjaldið upp í sektina. Þegar togarinn hafði unnið af sér sektina með síldarflutningum var hann fylltur af gjafasíld frá hinni íslenskú þjóð til sveltandi fólks í Þýskalandi. Árið 1948 fór Stefán sem stýri- maður á m/s Heklu, og minnist þesss ekki að hafa farið á varð- skipin eftir það. Strandsiglingarnar voru oft erfiðar á þessum árum, þar sem radarinn hafði þá ekki hafið inn- reið sína. En það breyttist líka þegar radarinn kom um borð, og má sem dæmi nefna að grunnleið- 387
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.