Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1975, Qupperneq 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1975, Qupperneq 8
Þórir Hinriksson, skipstjóri, segir frá dvöl sinni í Indlandi, en hann kenndi Indverjum fiskveiðar á íslandssmíðuðum bátum Þótt veröldin hafi skroppið sam- an á tímum flugferða og batnandi efnahags, þá eru stærstu þjóðir veraldarinnar ennþá víðsfjarri. Kína, Japan og Indland og fleiri af fjölmennustu þjóðum heims, eru fyrst og fremst í kennslu- bókum, blöðum og útvarpi. Samt höfum við stjórnmála- samband við þessar þjóðir og dá- lítil viðskipti . Um daginn hittum við íslenzk- an skipstjóra, Þóri Hinriksson frá Isafirði, en hann hafði þá dvalið í Madras á Indlandi, þar sem hann kenndi Indverjum fisk- veiðar með trolli, ásamt öðrum íslenzkum skipstjóra. Þórir er 43 ára gamall. Báðum við hann að segja lesendum Víkingsins ofur- lítið frá kynnum sínum við Ind- verja. ByrjaSi ungur til sjós — Hvar stundaðir þú sjó- mennsku á íslandi? spurðum við fyrst. — Ég stundaði sjómennsku við Isafjarðardjúp á bátum, að sjálf sögðu byrjaði ég mjög ungur, eins og tíðkaðist fyrir vestan. Ennfremur var ég nokkuð á tog- urum, t. d. stýrimaður á Gylli 40 frá Flateyri svo eitthvað sé nefnt, síðan stýrimaður á Guðmundi Péturs, (austurþýska togaran- um) og síðan byrjaði ég sem skip stjóri í Súðavík og víðar. — Svo heldurðu til Indlands? — Eg fór til Indlands, eftir að ég ákvað að leggja mína útgerð niður. Sem kunnugt er, þá höfðu verið smíðaðir tveir stálfiskibátar í Hafnarfirði fyrir Indverja. Það var gert ráð fyrir því að íslenskir sjómenn myndu kenna Indverj- um meðferð bátanna og veiðar- færanna. Bátunum sigldum við til Hamborgar þar sem þeir voru settir í stór skip, sem flutti þá til Indlands. Hvor bátur um sig var 60 smálestir að þyngd. Gengu flutningarnir vel, en vegna stríðs- ins við Bangladesh var ekki taiið þorandi að sigla þeim til Madras. Komu bátarnir til Madras í apríl 1972. Bátarnir lágu í hirðuleysi í Hamborg — Við komum þangað um líkt leyti, ég og Þórður Oddsson, sem einnig var þarna og það gekk heldur brösótt að reka bátana þama í Indlandi. Við eru báðir skipstjórnarlærðir menn, en höfðum minna vit á vélabúnaði, en þar eð bátarnir höfðu legið í hálfgerðu hirðuleysi í Hamborg, komu fram gallar, sér í lagi í raf- kerfi og þótt unnt væri að fá hæfa vélfræðinga til viðgerða í Madras, þá voru engir varahlutir til og því varð að tjasla hlutina og lappa upp á þá í stað þess að skipta um stykki. Þetta olli gífur legum erfiðleikum og kostnaði. — En svo við víkjum að sjálf- um veiðunum. Þessir bátar áttu að stunda rækjutroll, var það ekki? — Jú, þeir voru með rækju- troll, sem kom héðan að heiman. Það kom fljótlega í ljós að þessi veiðarfæri hentuðu ekki við að- stæðurnar þarna, eða sá útbúnað- ur sem við höfðum meðferðis var ekki nógu góður. Það tók tíma að fá þetta í lag, láta smíða stærri toghlera og gera breytingar á vörpunum, en þá fór veiðin að aukast. Rækjuveiðar bmgðust — Þó skal það tekið fram, að þær upplýsingar sem við höfðum við rækjuveiði á þessum slóðum stóðust því miður ekki. Við feng- um kannski einhverja rækju einn eða tvo daga, eða í stuttan tíma, VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.