Sjómannablaðið Víkingur


Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1977, Blaðsíða 20

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1977, Blaðsíða 20
skipstjóra í hans stað, til þess að fara með skipið. Aðspurður um það, hvort sjó- menn tækju áfengi með um borð (sem er ekki leyfilegt), svaraði skipstjórinn á þá leið, að auðvitað gerðu þeir það. 1 hverri einustu ferð væri meira og minna ólöglegt áfengi um borð, þegar lagt vær á miðin. Stundum er þetta oft tals- vert magn, en stundum mjög lítið. Honum var þó ekki kunnugt um það hversu mikið áfengi skipverjar á Wyre Victory höfðu með sér í þessa sögulegu ferð. — Sem meira er — bætti skip- stjórinn við — er það að skipstjór- inn getur ekkert gert til þess að hindra þetta. Ef við snerum við, ef það kæmi í Ijós að áfengi væri um borð, myndi ekkert skip komast á veiðar. INGÓLFS APÖTEK Selur lyfjaskrín, fyrir farþegaskip, vinnustaði, ferðabíla og heimili. Ingólfs Apótek Aðalstræti: (Fischersundi). Símar: 1133? og 24418. Hann kvað alla togaraskipstjóra þekkja þetta vandamál og sjálfur kvaðst hann oftlega hafa haft það í hyggju að neita að láta úr höfn vegna drykkjuskapar skipverja, en aldrei hefði samt orðið úr því. Höfðu áhyggjur af bátsmanninum Þá sagði hann réttinum það einnig, að skipsdagbókin hefði far- ist með skipinu, og eftir að menn voru farnir frá borði, hefði hann fundið bátsmanninn í messanum. Bátsmaðurinn bað hann þá af- sökunar á því hvernig farið hefði, en skipstjórinn kvaðst hafa sagt honum að þetta væri ekki hans sök, því hann, skipstjórinn, hefði aldrei átt að yfirgefa brúna. Þó verður að taka það með í reikn- inginn, að þetta var hvorki staður né stund til þess að deila. Stýrimaður skipsins, Henry Mansell sagði það fyrir réttinum að hann hefði haft þungar áhyggj- ur vegna starfa O'Flaherty báts- manns. Hann hafði séð báts- manninn drukkinn nokkrum sinn- um og leist ekki á. Hafði hann sagt við loftskeytamanninn: — Við verðum að hafa gætur á okkur, því Tex verður bátsmaður hjá okkur. Aðspurður um það hversvegna hann hefði sagt þetta, svaraði stýrimaðurinn: — Ef enginn er í brúnni eru strand eða önnur vandræði fram- undan. Eg bjóst við vandræðum. Sjóprófum var ekki lokið, þegar þetta er ritað og óvíst hvernig á málinu verður tekið. Gamla góða merkið w TRETORN Merki stígvélanna sem sjó- menn þekkja vegna gæð- anna. Fáanleg: Með eða án trésóla. Með eða án karfahlífar • Stígvélin sem sérstaklega eru framleidd með þarfir sjómanna fyrir augum. EINKAUMBOÐ JÓN BERGSSON H/F LANGHOLTSVEGI 82 REYKJAVÍK SÍMI36579 EINKASALAR HER A LANDI FYRIR HIN HEIMSÞEKKTU „LION'* vélþótti. Framleiðendur: JAMES WALKER & Co. Ltd. Woking, England. 20 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.