Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1980, Blaðsíða 17

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1980, Blaðsíða 17
urgönguna væri ekki að ræða, þegar frá er talin minni háttar hrygning sem nær ævinlega á sér stað við Norðurland á vorin. En á síðustu árum hefur komið í ljós að oft verður hluti hrygningarstofns- ins eftir á Vestfjarðamiðum, stundum allt að helmingur. Þessi loðna gengur suður yfir Látra- grunn til að hrygna á Breiðafirði og í Faxaflóa eða enn sunnar. Þá hrygnir hún stundum út af Vest- fjörðum eða við Norðurland, eins og gerðist vorið ’78. — Eru ekki til sagnir sjómanna frá fyrri tíð um loðnugöngur? — Það eru til sagnir um það að loðna hafi ekki gengið suður fyrir land til að hrygna og líka eru til sagnir um mikla hrygningu norð- an lands. Mér sýnist hins vegar að erfitt sé að tímasetja þessa atburði svo að öruggt sé og bera þannig saman ýmsar frásagnir um loðnu- leysi hér sunnan lands. Það er ákaflega afstætt hvað menn kalla mikið eða lítið. En mér væri þökk í því ef sjómenn vildu fræða mig meira um þetta hvort tveggja. Þegar litið er á hrygningar- gönguna seinustu 10—15 árin, virðist gönguleiðin vera nokkuð svipuð, með þeim undantekning- um sem ég hef nefnt. Það er hins vegar ákaflega misjafnt á hvaða tíma loðnan er á ferðinni og getur munað allt að sex vikum. Það er líka forvitnilegt, sem kom í ljós þegar við fórum að athuga hrygn- ingargöngurnar út af Austurlandi, að með þeim er oft mikið af 2ja og 3ja ára ókynþroska loðnu. Á ár- unum um og upp úr 1970 héldum við að loðna á þessum aldri safn- aðist þarna svo til öll saman, áður en hún héldi til baka í ætisleit að sumrinu fyrir Norðurlandi. Síðan hefur komið í ljós að þetta er ekki rétt, því að jafnan verður mikið vart við jafngamla loðnu á Vest- fjarðamiðum og út af vestanverðu Norðurlandi að vetrarlagi. Raun- ar virðast þær breytingar hafa VÍKINGUR orðið á síðastliðin 3—4 ár að hlutur smáloðnu á Austfjarða- miðum hefur minnkað en vaxið að sama skapi vestanlands. — Þegar talað er um að loðna hafi ekki gengið suður fyrir land, er þá átt við allt svæðið frá Homafirði vestur í Faxaflóa? — Já, það hefur verið fullyrt við mig að það hafi komið fyrir að alls engin loðna hafi gengið á Suður- landsmið yfirleitt. Þetta er senni- lega mjög sjaldgæft, a.m.k. hefur það ekki komið fyrir síðustu 20 árin. Á þessu tímabili eru hins vegar dæmi um að loðna gekk Loðna, nokkrar upplýsingar Stærð: Á að geta náð 23 cm lengd. Lengstu loðnur hér við land eru 20—22 cm. Hængar verða stærri en hrygnur. Heimkynni loðnunnar eru nyrstu höf jarðarinnar, þar sem hún er mjög útbreidd. Hún er í Hvítahafi og Barentshafi, við Norður-Noreg, Island, Grænland, norðan Kanada og við norðaustanverða Ameríku suður til Labrador og Nýfundnalands. I Beringshafi og norðan Síberíu. í Kyrrahafi er loðna einnig og var áður talin sérstök tegund, en sennilega er um sömu tegund að ræða og er í Atlantshafi og Norðuríshafi. Á hinn bóginn eru ýmsir stofnar á ferðinni skýrt afmarkaðir og lítil sem engin tengsl þar á milli. Fæða er ýmiss konar svifdýr, eins og krabbaflær, pílormar, fiskaegg og seiði. Egg loðnunnar eru botnlæg og mjög smá eða um 1 mm í þvermál, rauðgul á litinn og er fjöldi þeirra um 30—40 þúsund. Hrygnt er á 0—90 metra dýpi, aðallega á 36—70 metra dýpi. Eggin loða saman og límast við steina og ýmsa hluti á botninum. Verða þau ýmsum fiskum að bráð, eins og t.d. þorski, ýsu o.fl. Klakið tekur um 3—4 vikur. Lirfan er um 5 mm á lengd við klak. Berast lirfur og seiði með straumi vestur og norður fyrir land og alast þar upp. Vöxtur er mjög ör, og er loðnan í lok fyrsta æviárs orðin 5—7 cm löng. Óvinir: Loðnan er ofsótt og elt af margs konar óvinum. Hvalir (hrefna, langreyður, háhyrna o.fl.), selir, fuglar (rita, súla o.fl.), fiskar (þorskur, ýsa o.fl.) keppast við að háma hana í sig, auk þess sem maðurinn gerir sér gott af henni. Hcildarloðnuaflinn í Evrópu árið 1968 var rúmar 615 þúsund lestir. Þar af veiddu Norðmenn 522 þúsund lestir, íslendingar 78 þúsund lestir og Sovétmenn 15 þúsund lestir. Aðalveiðisvæðin voru í Barentshafi (480 þúsund lestir), á íslandsmiðum (78 þúsund lestir), vestan Noregs (59 þús- und lestir tæpar) og við Svalbarða og Bjarnareyju (465 lestir). Heimild: Fiskalíffræði e. Gunnar Jónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.